Organistablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 24

Organistablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 24
mennirnir, Markús Snæbjörnsson og Sigurður Bachmann. Og þá sat þar sýslumaður Barðstrendinga, danskur maður, Fisher að nafni, með þremur skírnarnöfnum, en ég er búinn að gleyma þeim nema því fyrsta, sem var Adam. Flann var um þessar mundir nýfluttur þaðan. Fisher sýslumaður þótti nokkuð einkennilegur maður í háttum, talaði illa og bjagurt íslenzkuna. En sagður var hann gáfaður, og sérstaklega ábyggilegur í peningasökum. Frábær snillingur að leika á slaghörpu. En iíklega mikið góðmenni og friðsamur með afbrigð- um. En nú var Fisher sýslumaður alfarinn frá Patreksfirði, og fluttur til Danmerkur. Fíafði hann fengið þar embætti eftir ,,útlegðina“ á lslandi. Ekki veit ég hvort hið fullorðna fólk á Eyrum hefur saknað hans. En vel hefðu börnin þar mátt sakna þeirra hjóna, því þau voru sér- staklega barngóð. Og á hverjum jólum héldu þau jólatrésskemmtun fyrir börn kaupstaðarins, og buðu þangað jafnt börnum fátæka fólksins og hins ríka. Jólatrésskemmtanir voru alveg ný fyrirbrigði þar um slóðir í þá daga. Og fannst fólki stórmikið til þessara skemmtana í sýslumannshúsinu koma. Við, úti í sveitinni, höfðum lítið af þeim að segja, að öðru leyti en því, að stundum bárust til okkar tómir jólatréspokar þaðan. Póttu okkur þessir pokar hin mestu gersemi. Allavega litir, með slíkum dýrindis glansandi mynd- um, að aldrei höfðum við slíkar áður litið. Á skemmtunum þessum var mikill gleðskapur, söngur, dans og hljóðfærasláttur, þar sem sýslumaðurinn sjálfur var í essinu sínu við slaghörpuna. Var mikið af þessu látið. Og ekki furða! Pví slíkir slaghörputónar höfðu aldrei fyrr svifið um sali Patreksfjarðar. Frú María var sögð frjáls gjörða sinna. Og heimilið á Vatneyri var slíkt, að þangað voru allir velkomnir. Gestrisni, gleðskapur, söngur og hljóðfærasláttur — Marta, elzta dóttir Bachmanns, lærði á slaghörpu hjá Fisher, — voru þar til reiðu, samfara innileik í viðmóti. (Sigurðar Arnason: Með straumnum. —Rv. 1950). 24 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.