Organistablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 41

Organistablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 41
ENDURMINNING Tíunda mót norrænna kirkjutónlistarmanna var haldið í Osló í júní árið 1965. Við Jakob Tryggvason höfðum gist á Filadelfia Hotel. Hótelstjórinn þar, Ingrid Brattlie, var organisti við Róa-kirkju. Hún var svo hugulsöm að bjóða okkur Jakob til morgunverðar daginn eftir að mótinu var slitið. Með okkur bauð hún Erling Kjelsen sem margir íslenskir organleikarar kannast vel við. Vel var veitt og margt var spjallað. Kjelsen brá fyrir sig fyndni sinni og snjöllum tilsvörum. Talað var um ýmsa norska tónlistarmenn. Með nokkrum setningum tókst Kjelsen að sýna okkur helstu einkenni þeirra. Og nú tók hann hverja servíettuna af annarri og notaði dráttlistarhæfileika sína. Dró upp andlitsmyndir af nokkrum tónskáldum. Mér sýndist þeim bera vel saman við ljósmyndavélina. Karikatúr, kunna ýmsir að segja. Kannski Kjelsen hafi líka séð einhverja andlitsdrætti sem ljósmynda- vélin sá ekki. Eg tek mér nú það bessaleyfi að birta hér nokkrar myndir. Hjalmar Borgström (1864— 1925) var vel metinn sem tón- skáld og samdi mörg tónverk stór og smá í ýmsum formum. Svo virðist sem skáldskapur hans hafi nú allmjög fallið í gleymsku. Kjelsen nefndí þetta aðeins. En engan skyldi undra þó ýmislegt af allri þeirri tónlist sem fest er á blað eða á plötur, stálþræði eða segulbönd falli í gleymskunn- ar djúp. En svo getur farið að sumt af því komi upp á yfir- borðið seinna. En ég er engu að spá. (Helstu tónverk H.B.: Hvem er du med de tusene navn, kór- verk; tvær sinfoníur (G-dúr og d-moll); Sörgcmars) over Johan Selm- ItjalDar SorcstrUm ORGANlST.\RI.AK>!fi 41

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.