Organistablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 27
spurði hann reiður, „must you hog all the keys?“ Eftir það stund-
aði hinn efnilegi, ungi maður frá Danbury sitt tónlistar ketteri fyrir
sjálfan sig og gladdi kennara sinn með því að koma með stafla af
„korrekt“ tónsmíðum.
Pegar Ives var að ljúka námi við Yale, varð hann að velja um
hvernig hann ætti að þéna fyrir sínu daglega brauði. Hann vissi að
tónskáld höfðu ætíð áhyggjur af því hvernig þau ættu að sjá fyrir
fjölskyldu sinni, alveg sama hversu mikillar hagsýni var gætt. En
hann vonaðist til að hann gifti sig einn góðan veðurdag og eignaðist
börn og buru, og tók því þann kostinn að fara út í viðskiptalífið,
nánar tilfekið tryggingastarfsemi. Ives gaf sig allan við starfi sínu,
en þrátt fyrir það samdi hann fjölda tónverka í frítímum sínum.
Hann komponeraði um helgar, í fríum, á kvöldin, oft til kl. 2 eða 3
að nóttu til.
Það varð mikill dráttur á því að menn færu að veita tónlist Charles
Ives athygli og flytja hana. Önnur sinfonía hans, samin 1902 var
frumflutt 1951. Þriðja sinfonía hans samin 1911, fyrst flutt 1945.
Fjórðu sinfoníuna samdi hann á árunum 1910 til 1916, og var hún
leikin í fyrsta sinn 1965, og það er ekki mjög langt síðan organ-
leikarar fóru að leika Variations on „America'' eftir hann, orgel-
verk sem var samið 1891, þegar hann var 17 ára gamall.
Melodían í þessu verki er nú á tímum þekktust sem þjóðsöngur
Englendinga „God Save the Queen“. Enginn veit hver hefur samið
lagið í þeirri mynd, sem það er nú í — hluti af því finnst hjá John
Bull (ca. 1562—1628) — en mörg lönd hafa tileinkað sér það sem
þjóðsöng, og m. a. hafa Beethoven, Debussy og Carl Maria von
Weber notað það í tónsmíðum sínum. Lagið átti líka opna leið til
Ameríku, og 1832 orti amerískur prestur, Samuel F. Smith, texta
— föðurlands-sálm, sem átti vel við amerískan þankagang á þeim
tíma (upphaf: My country, ’tis of thee, Sweet land of liberty). Þetta
var sungið í fyrsta sinn 4. júlí (á fullveldisdaginn) það ár, og breidd-
ist skjótt út sem eins konar þjóðsöngur. — Lagið fékk nafnið
,,Ameríka“, og þar með skilst og skvrist titillinn á orgelverki því
sem Charles Ives samdi 1891.
Ef maður athugar Variations on ,,America" sögulega, verður það
að teljast elsta pólýtónala verk sem varðveitt er skrifað. Sé það skoð-
að frá tónlistarlegu sjónarmiði, er það eitt hið galsafengnasta tón-
verk, sem um getur í sögu orgeltónlistarinnar!
ORGANISTABLAÐIÐ 27