Organistablaðið - 01.12.1984, Page 9

Organistablaðið - 01.12.1984, Page 9
En í raun og veru er áhersluhalli alltaf þannig: J ,'S J* JS U v >■' 'J frá þungu til létts: Það að skipta áhersluhalla í jafnlanga þætti kallast taktur. Og það er gert með því að leggja meiri áherslu á ákveðnar nótur. Taktur er mikilvæg formmyndandi eining baroktónlistar þar sem fyrsta slag er alltaf með áherslu. En stöðug endurtekning þess áherslumunsturs væri mjög einhæf. Þess vegna voru til í baroktónlist ýmsar reglur til að breyta einhæfi munstranna sem getið er um hér að framan: Hljómagangurinn Sérhvern ómstríðan hljóm verður að leika með áherslu. (einnig þó hann sé á léttum takthluta, en lausn hans þarf að leika án áherslu). Synkópan A eftir nokkrum stuttum nótum verður löng nóta alltaf spiluð með áherslu. Hápunktur laglínunnar (Emphase) Hæsti tónn laglínunnar verður að fá áherslu. í þessu samhengi er mjög athyglisvert að skoða fúguna í A-dúr úr fyrsta Þætti „Das wohltemperierte Clavier" eftir J. S. Bach og fúguna í A-dúr fyrir 0rgel úr BWV 536. Til að ná fram þessum nauðsynlegu áherslum, oft í litlum afmörkuðum tímabilum (fáum nótum) þarf að beita þeim ákveðna leikhætti sem hefur verið útskýrt í undanförnum köflum. Um gamlar fingrasetningar Besta fingrasetningin er sú sem er þægilegust fyrir höndina og lætur ^°ma til skila eins og af sjálfu sér það sem á að hljóma. Tökum sem dæmi preludiu eftir John Bull / (úr Musica Britannica, 29. bindi, bls. 134).

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.