Organistablaðið - 01.09.1991, Page 23

Organistablaðið - 01.09.1991, Page 23
24., 25. og 26. apríl voru sýningar á sjónleiknum „Skrúðsbóndinn" eft- ir Björgvin í leikgerð Jóns St. Kristjánssonar, (en þessi uppfærsla var liður í listaviku Akureyrarkirkju sem sagt varfrá í síðasta blaði) í umsjá Leikfé- lags Akureyrar og félaga úr Kór Akureyrarkirkju. Leikstjóri var Jón St. Krist- jánsson og tónlistarstjóri var Björn Steinar Sólbergsson. Sýningarnar fóru fram í Akureyrarkirkju. Sunnudaginn 26. maí kl. 17.00 var einsöngur og upplestur í Minjasafn- inu á Akureyri. Þráinn Karlsson leikari, las valda kafla úr Minningum eftir Björgvin Guðmundsson. Þuríður Baldursdóttir alt og Örn Viðar Birgisson tenór, sungu einsönglslög eftir Björgvin. Sunnudaginn 2. júní kl. 17.00 fluttu, blandaður kór, Kammerhljómsveit Akureyrar og einsöngvararnir, Hólmfríður Benediktsdóttir sópran, Þuríður Baldursdóttir alt, Jón Helgi Þórarinsson baríton, Örn Viðar Birgisson tenór, Þorgeir Andrésson tenór og Stefán Arngrímsson bassi, óratoríuna „Strengleika“ við Ijóð Guðmundar Guðmundssonar, í hljómsveitarútsetn- ingu stjórnandans, Roars Kvam, í íþróttaskemmunni á Akureyri, og var þetta frumflutningur þessarrar útsetningar og fyrsta sinn sem þetta mikla tónverk Björgvins er flutt í heild sinni. Unnið af JÓS úr upþlýsingum frá Jóhanni Baldvinssyni. Laus staða: við Árbæjarkirkju í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Við óskum að ráða nú þegar organista við Árbæjar- kirkju. Skriflegum umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til formanns sóknarnefnd- ar, Jóhanns Björnssonar, Þykkvabæ 15,110 Reykjavík, og gefur hann einnig nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er tilj£5. september n.k. SÓKNARNEFND. ORGANISTABLAÐIÐ 23

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.