Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 2
Þjóðarhagur Brynjar Níelsson, lögmaður Þjóðarhags, fékk þau svör að Hagar, sem Arion banki tók yfir í síðasta mánuði, væru ekki til sölu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þögn Fyrirsvarsmenn ríkisbankans Arion banka, áður Nýja Kaupþings, hafa að undanförnu ekki viljað tjá sig um málefni smásöluverslanakeðjunnar Haga, þrátt fyrir ítrekaðar umleitanir Morgunblaðsins í þá veru. Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is BRYNJAR Níelsson, lögmaður Þjóð- arhags, hóps fjárfesta sem vilja kaupa hlut bankans í Högum, gekk í gær á fund stjórnenda Arion banka, áður Nýja Kaupþings, þar sem hann kynnti áform félagsins. Brynjar segir stjórnendur bankans hafa sagt að hlutur bankans í Högum væri ekki til sölu. „Þeir sögðu að verið væri að leita lausna með fyrri eigendum Haga,“ segir Brynjar í samtali við Morgunblaðið. Verða að selja félagið aftur Þegar Brynjar spurði hvers vegna hluturinn hefði ekki verið boðinn hæstbjóðanda vísuðu stjórnendur bankans í verklagsreglur, þar sem segir að áframhaldandi þátttaka eig- enda og stjórnenda byggist á því að þeir njóti trausts og þyki mikilvægir fyrir framtíð fyrirtækisins. Að sögn Brynjars þykir hópnum heldur skringilegt að bankinn skuli leita lausna með fyrri eigendum Haga, þar sem hann hafi nú þegar tekið félagið yfir. Til að fyrri eigendur komi að félaginu á ný þurfi að selja þeim það aftur. Í lok október voru sagðar fréttir af því að Arion banki, þá Nýja Kaup- þing, hefði eignast meirihluta í 1998 ehf., móðurfélagi Haga, og fengið meirihluta í stjórn félagsins. Í stjórn- ina voru skipaðir fyrir hönd Kaup- þings Sigurjón Pálsson og Regin Mo- gensen, en Regin hefur síðan hætt stjórnarsetu. Fyrir hönd fyrri eig- enda er Jóhannes Jónsson í stjórn. Þá kom fram að fyrrverandi eig- endur hefðu nokkurra vikna svigrúm til að leggja fram nýtt fé til að endur- fjármagna skuld 1998 ehf. við bank- ann, en hún nemur á gengi dagsins í dag rúmum 48 milljörðum króna. Hún varð til þegar Kaupþing lánaði 1998 ehf. fyrir kaupum á Högum af Baugi sumarið 2008. Andvirðið, sem nam 30 milljörðum króna á sínum tíma, notaði Baugur til þess að kaupa hlutabréf í Baugi af félögum í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjöl- skyldu, auk þess að greiða niður skuld Baugs við Kaupþing og Glitni. Arion banki segir Haga ekki til sölu að svo stöddu Þjóðarhagur kom bónleiður til búðar og bankinn segist leita lausna með fyrri eigendum Haga 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2009 www.noatun.is 1098 FISKIBOLLUR KR./KG878 Ódýrt og gott á mánudegi VERÐ FRÁBÆRT F ÚRFISKBOR ÐI ÚR FISKBORÐI ERSKIR Í FISKI 20% afsláttur Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is „SKATTLAGNINGIN er mót- sagnakennd og svo virðist sem stjórnvöld gefi sér að auknar álögur skili sjálfkrafa meiri tekjum til rík- issjóðs. Slíkt er þó alls ekki víst. Sætindavörur eru gjarnan það sem fjölskyldurnar leyfa sér á kósíkvöld- um. Álögurnar eru hækkaðar undir merkjum lýðheilsu en þegar nánar er að gáð er það fjarri lagi því í skattheimtunni rekst allt hvað á annars horn. Margar vörur sem eru án sykurs eru skattlagðar sérstaka- lega meðan aðrar sem eru sætar bera hvorki vörugjöld né er ætlað að flytjast í 14% þrep í virðisauka- skatti,“ segir Jón Steindór Valdi- marsson, framkvæmdastjóri Sam- taka iðnaðarins. Nokkrir umsvifamiklir framleið- endur vöru sem vörugjöld voru lögð á í haust senda í dag erindi til þing- manna vegna fyrirhugaðra skatta- breytinga sem þeir segja að komi sér afar illa. Fyrirtækin eigi undir högg að sækja. Vandinn felist ekki í minnkandi sölu heldur því að allur rekstrarkostnaður hafi hækkað mikið. Með því að flytja þessar vörur í 14% úr 7% virðisaukaskatti versni starfsskilyrðin enn. Eina vörnin sem framleiðendur segjast hafa í þessari stöðu er að draga úr föstum kostnaði sínum svo sem í starfsmannahaldi og slíkt er vont mál nú þegar atvinnuleysi er eins mikið og raun ber vitni. Það sé sömuleiðis verið að leggja þyngri byrðar á framleiðendur þessarar vöru og draga matvælaframleiðend- ur í dilka með þeim hætti. Skattleggja kósí- kvöld fjölskyldna Senda þingmönnum erindi í dag TÆP 20% svarenda í nýrri kjara-könnun segjast hafa dregið úr út- gjöldum sínum vegna heilbrigðis- þjónustu á síðustu 12 mánuðum og enn hærra hlutfall, eða 55,6%, segist spara við sig í mat. Nokkru færri eða 50,7% hafa dregið úr eldsneytis- kaupum samkvæmt könnuninni. Stéttarfélögin Efling, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Kefla- víkur fengu Gallup til að gera könn- unina en í félögunum eru um 30 þús- und launþegar. Fram kom að fjórir af hverjum tíu hefðu orðið fyrir kjaraskerðingu vegna samdráttar. Ef svörin eru skoðuð eftir starfs- stéttum kemur m.a. í ljós að 26% ræstingarfólks segja að starfskjör þeirra hafi verið skert með aukinni vinnu án þess að laun hafi hækkað. Sigurður Bessason, formaður Efl- ingar, bendir á að um 80% svarenda telji sig ekki glíma við fjárhagslegan vanda en 11% hafa leitað eftir lána- fyrirgreiðslu eða frystingu.|14 Spara matar- og heilsuútgjöld „MIKILVÆGT er að stjórnendur Arion skýri hvort sú regla gildi að fyrri stjórnendur verði áfram við stjórnvölinn og hafi forkaupsrétt í fyrirtækjum sem bankinn leysir til sín,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. „Þetta er sérstaklega viðkvæmt hvað varðar fyrirtæki tengd Baugi í ljósi tengsla við Samfylkinguna, því blað sem til- heyrir sömu viðskiptablokk hefur beitt sér í þágu ríkisstjórnarinnar.“ Útskýri regluna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson „FYRIR stjórn- málamenn er ill- gerlegt að tjá sig um aðgerðir og ákvarðanir ríkis- bankanna sem snúa að einstaka viðskiptavinum þeirra,“ segir Magnús Orri Schram, þing- maður Samfylk- ingar. „Stóra málið er samkeppnis- löggjöfin en endurskoðun hennar stendur nú yfir. Spyrja þarf til dæmis hvaða úrræði séu til staðar þegar og ef skipta á upp fyrir- tækjum í ráðandi stöðu.“ Vill endurskoða samkeppnislög Magnús Orri Schram „ENN skortir talsvert á að nauðsynlegt traust þjóð- arinnar gagnvart bankakerfinu sé til staðar,“ segir Bjarni Bene- diktsson, for- maður Sjálfstæðis- flokksins. „Hvað varðar þau fyrirtæki sem bank- arnir hafa þurft að leysa til sín að undanförnu er afar mikilvægt að við úrlausn sambærilegra mála gildi sömu reglur og að gætt sé að öllum samkeppnissjónarmiðum, svo keppinautar með vel rekin fyrir- tæki þurfi ekki að gjalda fyrir.“ Traust á bönkunum er ekki til staðar Bjarni Benediktsson Finnur Sveinbjörnsson, forstjóri Arion banka, svaraði ekki skila- boðum þegar Morgunblaðið reyndi að ná tali af honum í gær. Erna Bjarnadóttir, stjórnar- formaður bankans, sagðist vera upptekin og sagði blaðamanni að hringja aftur á morgun [í dag]. Helga Jónsdóttir stjórn- armaður sagði að vinnuregla væri að forstjóri eða formaður stjórnar tjáðu sig fyrir hönd bankans og því myndi hún ekki láta hafa neitt eftir sér um mál- ið. Stjórnarmenn og forstjóri tjá sig ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.