Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2009 FRÁ FRAMLEIÐENDUM MICHAEL BAY KEMUR HÖRKUSPENNANDI MYND Í ANDA SEVEN 4 FÓRNARLÖMB! 4 LEYNDARMÁL! SPRENGHLÆGILEG GAMANMYND MEÐ FRÁBÆRUM LEIKURUM SÝNDÍÁLFABAKKAOGSELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR EVENT HORIZON ÞETTA SÖGÐU LESENDUR Á KVIKMYNDIR.IS “FANTA GÓÐ MYND MÆLI MEÐ HENNI” “MEGASNILLD. FÍLAÐI HANA Í BOTN.” “SNILLDAR SCI FI” HHH “HRÖÐ, SPENNANDI... OG SNARKLIKKUÐ MYND FRÁ A-Ö... EKTA AFÞREYINGARBÍÓ!” T.V - KVIKMYNDIR.IS SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI Nia Vardalos, stelpan úr "My big fat greek wedding" er loksins komin til Grikklands í frábærri rómantískri gamanmynd. SÝND ÍKRINGLUNNISTRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI A CHRISTMAS CAROL m. ensku tali kl. 8 7 2012 kl. 8 - 10:10 10 COUPLES RETREAT kl. 10:55 12 A CHRISTMAS CAROL m. ísl. tali kl. 6 7 A CHRISTMAS CAROL m. ensku tali kl. 8 7 ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN... kl. 6 L HORSEMEN kl. 8 16 A CHRISTMAS CAROL m. ensku tali kl. 8 7 2012 kl. 8 - 10:10 10 THE INFORMANT kl. 11 L Guðfræði trúðsins er, sýnistmér, guðfræði hins flýj-andi manns sem hefur ver-ið hrakinn af braut góðra viðmiða inn í eyðimörk grimmdar og myrkurs. Þetta er guðfræði þess sem fer í felur með trú sína – ekki af því að hann langi til þess – heldur vegna þess að hann finnur fyrir ofsóknum hrópenda sem hafa að spotti lífsýn hans og hugsjónir. Guðfræði trúðsins er leiðin aftur heim úr útlegðinni, frá flóttanum. Guðfræði trúðsins hjúfrar sig að Jesú litlum því þar er von um skjól í hvítri helgun sakleysisins – gegnt nútímavæddri guðfræði kross- ins sem Hollywood hefur atað blóði í leit sinni að eilífu lífi til handa því for- gengilega; skruminu. Guðfræði trúðsins er falleg, tregafull og sönn. Hún er guðfræði án ótölulegra sam- þykkta fjölda kirkjuþinga mannkyns- sögunnar. Bergur Þór Ingólfsson og Halldóra Geirharðsdóttir hafa um langt skeið haldið uppi merki trúðsins í íslensku leikhúsi. Af alúð og natni og með trú á viðfangsefni sínu hverju sinni hafa þau fært leikmenningu okkar nýja vídd sem hér var áður óþekkt eða þótti í besta falli ómerkileg. Bergur og Halldóra eru vandvirkir leikarar sem bera virðingu fyrir leikhúsinu – þegar þeim tekst best upp er á meist- arabragur – sbr. Dauðasyndirnar sem enn er mögulegt að sjá. Á engan er hallað þó því sé haldið hér fram að þau beri höfuð og herðar yfir aðra ís- lenska leikara í þeirri viðkvæmu list sem trúðleikur er. En, það er ekki nóg. Jesús litli er á löngum köflum ágæt sýning, lagt er út af og upp með sjálft jólaguðspjallið, það er bæjarhlaðið sem haldið er frá og leiðarsteinarnir sem fylgt er. Ferðalag þetta er gott, lengst af, en stundum missa ferða- langarnir sjónar á leiðarsteinunum. Er þá farið út og suður um stund án sýnilegs tilgangs, en sem betur fer rata alltaf flestir aftur inn á réttu slóðina. Trúðarnir Barbara, Úlfar og Bella, öðru nafni Halldóra, Bergur og Kristjana Stefánsdóttir, ráða för. Barbara og Úlfar eru fullsköpuð og hafa mikla reynslu, kunna sitt, Bella er reynslulítil og hefur fátt í vopna- búri sínu til að halda í við meistara sína. Af þessum sökum skapast áber- andi jafnvægisleysi í sýningunni, fjöl- breytileiki og flæði stranda, of oft þarf að vekja takt sýningarinnar að nýju. Kristjönu Stefánsdóttur – þeirri eðla söngkonu – er falið alltof stórt leikhlutverk í Jesú litla. Þetta má leikstjóra hafa verið ljóst fyrir löngu. Benedikt Erlingsson leikstýrir – fyrrgreindur annmarki er stærsta veilan á hans vinnu, en einnig hlýtur það að skrifast á Benedikt að á köfl- um skortir sýninguna afgerandi fók- us. En hugkvæmni Benedikts þóttist ég kenna í ýmsum lausnum og út- færslum á smærri atriðum og síðast en ekki síst á því að leikarar höfðu greinilega unnið heimavinnuna sína hvað varðaði þekkingu á viðfangsefn- inu; þeir þekktu félags- og sagnfræð- ina, svo ekki sé minnst á heilaga ritn- ingu. Benedikt er fróðleiksþyrstur leikhúsmaður og allt að því akadem- ískt nákvæmur (sem ekki þarf alltaf að vera hrós, en er það hér). Leikmynd er einföld, stórt öfugt hvolf (andóf gegn hákirkjulegri nálg- un?) úr dúk/líni er yfir sviðinu sem er notað hugvitsamlega eftir þörfum (og geri ég framtíðaráhorfendum ekki þann grikk að segja nánar frá því). Búningar og leikmunir eru sjúkra- hústengd – lunkin skírskotun sem farið er fulllangt með að mínu mati og hefði mátt stilla betur í hóf, en er engu að síður skemmtileg. Lýsing Kjartans Þórissonar er flott og spilar vel með leikmyndinni og skapar á stöku stað einstakar myndir helgi og hreinleika. Tónlistin er fjölbreytt og fellur ljúflega að sýningunni, Kristjana Stefánsdóttir hefur í tónlistarstjórn sinni skapað skemmtilega heild sem stundum er grínið eitt en á öðrum stöðum ljær hún sýningunni fallegan blæ ritúals og tignar. Tónheimur sá sem Kristjana ber hér ábyrgð á er príma! Mikill söngur er í verkinu og vinda trúðarnir sér úr dægurlögum yfir í óperusöng af miklum bravúr. Textinn leikur sér með vísanir hvort heldur sem er í Shakespeare eða samtímapólitík. Þó vantaði text- ann, líkt og sýninguna í heild, oftlega fókus – það var of mikið undir til að hægt væri að ná utan um og klára. Látbragðslistin í byrjun leiks er vel unnin og vísar aftur í gamalkunnug brögð, þekkt úr leiklistarsögunni. Frumsýningargestir skemmtu sér prýðilega, það var mikið hlegið – enda oft tilefni til – þetta er skemmti- leg sýning en.… það vantar hið marg- umtalaða „eitthvað“. Ég skora á fólk að fara í leikhús og sjá Jesú litla – kynna sér guðfræði trúðsins og máta við sína. Ef mér skjöplast ekki þá vantar líka „eitt- hvað“ í hana. Morgunblaðið/Kristinn Jesús litli „Ég skora á fólk að fara í leikhús og sjá Jesús litla – kynna sér guðfræði trúðsins og máta við sína,“ segir í lok dómsins. Guðfræði trúðsins – guðfræðin þín? Borgarleikhúsið – Litla sviðið Jesús litli, Benedikt Erlingsson, Berg- ur Þór Ingólfsson, Halldóra Geir- harðsdóttir. bbbnn Leikfélag Reykjavíkur. Frumsýning 21. október 2009. Leikstjórn: Benedikt Erl- ingsson. Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson. Lýsing: Kjartan Þór- isson. Tónlist – útsetningar og stjórn: Kristjana Stefánsdóttir. Tónlist í sýning- unni: Brian Wilson, Atli Heimir, Bob Dyl- an, Pavel Chesnokov, Kristjana Stef- ánsdóttir o.fl. GUÐMUNDUR S. BRYNJÓLFSSON LEIKLIST KRISTILEGA tónlistarkonan Sarah Kelly hefur tvisvar verið tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir plöturnar Take Me Away og Where The Past Meets Today í flokknum „besta rokk- eða rappgospelplatan“. Tónleika- gestir í Fíladelfíukirkjunni hafa því líklega ekki orðið fyrir vonbrigðum á laugardagskvöldið þegar Kelly hélt þar tónleika fyrir fullum sal. Kelly er vel þekkt utan kristilega geirans og hefur spilað með mörgum þekktum tónlistarmönnum. Til dæmis leikur Slash, gítarleikari Guns ’n’ Roses, á nýjustu plötu hennar og tónlist hennar hefur hljómað í sjónvarps- þáttunum Grey’s Anatomy. Henni hefur verið líkt við tónlistakonur eins og Janis Joplin, Sheryl Crow og Norah Jones. Tríó Vadims Fyodorovs hitaði upp fyrir Kelly á tónleikunum í Fíladelfíu á laugardaginn. Tvisvar tilnefnd til Grammy-verðlauna og vann með Slash Morgunblaðið/hag Kraftur Sara Kelly er kraftmikil tónlistarkona. Huggulegt Listamenn máluðu listaverk á meðan tónleikunum stóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.