Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 27
HLJÓMSVEITIN Dikta hélt útgáfutónleika á Nasa á fimmtudaginn
vegna nýútkominnar plötu sinnar, Get it Together. Er það þriðja plata
sveitarinnar, sem hefur eignast vænan aðdáendahóp í gegnum tíðina
eins og sást á fullu húsi á tónleikunum. Var Diktumönnum fagnað ákaft
að hverju lagi loknu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dæmalaus Dikta
Aðdáendur Tónleikagestir
voru augljóslega kátir.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2009
Sýnd kl. 7 og 10 (POWERSÝNING)
Sýnd kl. 8 og 10
„Fantagóð hrollvekja sem er
meðal þeirra bestu síðuastu ár“
VJV - Fréttablaðið
HHHH
-Þ.Þ., DV
HHHH
„... í heildina er myndin
fantagóð og vel gerð...góð
tilbreyting“
-H.S., MBL
POWERSÝNINGÁ STÆRSTA DIGITALTJALDI LANDSINSKL. 10:00
Sýnd kl. 6
fjölskyldudagar
Sýnd kl. 6, 8 og 10
HHHH
„Taugatrekkjandi og
vægast sagt óþægileg”
T.V. - Kvikmyndir.is
34.000 MANNS!
SUMIR DAGAR...
EIN VINSÆLASTA
MYND ÁRSINS!
650kr.
SÝND Í SMÁRABÍÓI
SÝND ÚT NÓVEMBER
SÖKUM VINSÆLDA!
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUMSÝND Í SMÁRABÍÓI
með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI
A Serious Man
Í Í I
HHHHH
-Empire
85% af 100
á Rottentomatoes!
HHH
„Vel gert og sannfærandi
jóladrama sem minnir á það
sem mestu máli skiptir“
-Dr. Gunni, FBL
HHHH
„Myndin er afburðavel gerð
og kærkomin viðbót í íslenska
kvikmyndasögu”
H.S., MBL
Meistarar svarta húmorsins, Coen-bræður
er mættir aftur með frábært meistarverk.
Skylduáhorf fyrir unnendur góðar kvikmynda!
„Á eftir að verða
klassísk jólamynd.”
- Ómar Ragnarsson
„Frábær íslensk
bíómynd!!”
- Margrét Hugrún
Gústavsdóttir, Eyjan.is
HHH
“…með ævintýrabjarma,
verk sem byrjar í myrkrinu
en lýkur í ljósinu og
voninni”.
- ÓHT, Rás 2
Love Happens kl. 8 - 10:30 LEYFÐ This is It kl. 8 LEYFÐ
2012 kl. 4:45 - 8 - 10:30 B.i.10 ára Zombieland kl. 10 B.i.16 ára
2012 kl. 4:45 - 8 Lúxus Desember kl. 8 B.i.10 ára
FRÁ LEIKSTJÓRA INDEPENDENCE DAY
OG THE DAY AFTER TOMORROW
STÆRSTA FRUMSÝNING ÁRSINS!
„2012 er Hollywood-rússíbani
eins og þeir gerast skemmtileg-
astir! Orð frá því ekki lýst hvað
stórslysasenurnar eru öflugar.”
T.V. - Kvikmyndir.is
Stórslysamynd eins og
þær gerast bestar.
V.J.V - FBL
„...þegar líður á verður
spennan þrælmögnuð og
brellurnar gerast ekki flottari“
„2012 er brellumynd fyrir augað
og fín afþreying sem slík“
S.V. - MBL
VINSÆLASTA
MYNDIN
Á ÍSLANDI
25.000 MANNS
Á 11 DÖGUM!
Þú færð 5%
endurgreitt
í Smárabíó
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
-bara lúxus
Sími 553 2075
Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónum
www.laugarasbio.isKreditkorti tengdu Aukakrónum!
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
ÞAÐ vakti nokkra athygli þegar sendiráð Ísland í Wash-
ington hætti við sýningu á heimildarmyndinni A Name
is a Name eftir Sigurjón Einarsson. Fjallar myndin um
deilu Makedóníu og Grikklands, en grísk stjórnvöld hafa
ekki viljað viðurkenna rétt Makedóníu til nafns síns þar
sem í Grikklandi er hérað með sama nafni.
Sigurjón segir ákvörðun sendiráðsins hafa komið sér
verulega á óvart. „Á Íslandi hef ég alltaf mætt skilningi
á málefnum smáþjóða og þjóðarbrota. Mér hefur alltaf
fundist það partur af íslensku þjóðarsálinni að styðja við
smáþjóðir í baráttunni við óréttlæti af ýmsum toga.
Þetta atvik nú finnst mér bera merki þess að við erum í
ákveðnum hlekkjum eftir allt það sem gengið hefur yfir
okkur undanfarið og þurfum að taka meira tillit til
stærri þjóða sem virðast hafa á okkur ákveðið tang-
arhald.“
Segir hann að þegar ákveðið var að aflýsa sýningunni
hafi hann fengið heldur loðin svör frá sendiráðinu og það
hafi ekki verið fyrr en fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðu-
neytisins tjáði sig um málið sem það hafi skýrst. Í sam-
tali við Morgunblaðið þann 19. nóvember sagði Unnur
Gunnarsdóttir að þegar menn hafi gert sér grein fyrir
því að með því að sýna myndina væri hægt að líta svo á
að Íslendingar væru að blanda sér í nafnadeilu ríkjanna
hafi verið ákveðið að hætta við. „Öllum var ljóst um hvað
myndin fjallaði og kom það fram í boðsbréfi sem sent
var frá sendiráðinu svo það hefði ekki átt að koma flatt
upp á neinn,“ segir Sigurjón.
Bleyðulegt
„Ég er skúffaður yfir því að yfirvöld á Íslandi þori
ekki að koma við þessa deilu og þykir mér frekar bleyðu-
legt að geta ekki sýnt heimildarkvikmynd af ótta við að
styggja ríkisstjórn annarrar þjóðar.“ Segist Sigurjón
viss um að þrýstingur hafi komið frá grískum yfirvöld-
um vegna sýningarinnar. „Hefði ekki komið alvarleg við-
vörun að utan held ég ekki að sendiráðið eða ráðuneytið
hefði hopað. Ég veit ekki hvernig af þessari viðvörun var
staðið, eða hver sem átti í hlut, en í gegnum vinnu mína a
þessari mynd hef ég því miður komist að því að í Grikk-
landi eru ákveðin öfl sem tilbúin eru að beita öllum
brögðum í þessari nafnadeilu.“
Hætt við sýningu á heimildar-
mynd um nafnadeilu Makedóníu
og Grikklands í sendiráði
Bleyðuleg
framkoma
yfirvalda
Kvikmyndagerðarmaður Sigurjón Einarsson er skúff-
aður yfir því að myndin skuli ekki vera sýnd.
Myndina ákvað Sigurjón að gera eftir að hafa heim-
sótt Makedóníu árið 2007. „Ég hef áður gert nokkrar
heimildarmyndir um málefni smáþjóða og í Make-
dóníu ræddi ég við fjölda fólks um nafnadeiluna. Ég
vissi um hana fyrir, en gerði mér þarna grein fyrir því
að þetta snýst um meira en bara nafnið. Deilan snýst
um sögu og menningu Makedónsku og Grísku þjóð-
arinna, og er Makedóníu haldið í gíslingu vegna þess.
Beita Grikkir sér gegn inngögnu landsins í alþjóða-
samtök eins og NATO og ESB vegna deilunnar.“
Ætlaði Sigurjón að klára myndina á um fjórum
málum, en verkefnið reyndist umfangsmeira en svo.
„Ég fór sex eða sjö sinnum til Makedóníu og ferðað-
ist um landið þvert og endilangt. Tók ég viðtöl við ríf-
lega fjörtíu manns, enda er ekki hægt að skauta létt
yfir deiluna.“
Ekki hægt að skauta létt yfir efnið
http://anameisaname.com/