Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „Á FERÐALÖGUM mínum um heiminn er ég oft spurð hversu langan tíma það hafi tekið okkur á Norðurlöndum að ná því kynja- jafnrétti sem náðst hefur. Ég svara því til að það hafi tekið 100 ár og miða þá við þann tíma sem liðinn er frá því konur á Norð- urlöndum fengu kosningarétt. Við- mælendur mínir svara mér þá að þeir vilji ekki bíða svo lengi eftir jafnrétti,“ sagði Drude Dahlerup, prófessor við Stokkhólmsháskóla, á norrænni ráðstefnu um kyn og völd sem fram fór á Íslandi. Að sögn Dahlerup er það hluti af sjálfsmynd Norðurlandabúa að Norðurlönd séu fremst meðal þjóða þegar komi að jafnrétti og einnig að jafnrétti kynjanna komi af sjálfu sér með tíð og tíma án baráttu. Sagði hún hvort tveggja rangt. Máli sínu til stuðnings benti hún á að fyrir tuttugu árum hefðu Norðurlönd ásamt Hollandi raðað sér í sex efstu sætin á lista yfir þau lönd heims þar sem hlut- fall kvenna á þingi væri hæst. Í dag hafi hins vegar lönd á við borð við Rúanda, Suður-Afríku, Kúbu og Argentínu skákað mörg- um Norðurlandanna. Aðalástæða þessa væri að nærri 50 lönd heims hefðu á umliðnum árum gert breytingar á kosningalögum sínum og innleitt kynjakvóta með árang- ursríkum hætti. Benti hún einnig á að í þeim norrænu ríkjum þar sem hlutfall kvenna á þingi væri hæst hefðu flokkarnir sjálfir sett sér reglur um kynjakvóta, en í rúmlega 50 löndum heims er slík- um kvótum innan stjórnmála- flokka beitt. „Ein þeirra leiða sem farnar hafa verið verið í nokkrum löndum heims er að setja í kosningalög að stjórnmálaflokkar fái ekki að bjóða sig fram hvort heldur til al- þingis- eða sveitarstjórnarkosn- inga nema kynjahlutfallið á listum sé jafnt,“ sagði Dahlerup og benti á að reynslan sýndi að þegar slíku væri hótað þá gengi flokkum, sem áður hefðu kvartað undan því að þeim gengi illa að finna konur á lista, allt í einu mjög vel að finna þær. „Við Norðurlandabúar þurfum að horfast í augu við það að jafn- réttisbaráttan þokast ekki fram á við af sjálfu sér. Baráttan hef- ur staðnað og jafnvel tekið aft- urkipp á sumum sviðum og því þurfum við að finna nýjar leiðir til að bregðast við þessu. Við höfum verið fyrirmynd annarra þjóða á sviði jafnréttismála, en nú hafa mörg lönd skákað okkur. Hvernig ætlum við að bregðast við því?“ spurði Dahlerup og sagðist sjálf þeirrar skoðunar að Norðurlöndin ættu að setja markið enn hærra á öllum svið- um þjóðlífsins og einsetja sér að vera áfram góð fyrirmynd. Benti hún í því samhengi á að enn væri það svo að 80% prófessora í nor- rænum háskólum væru karlmenn og konum virtist ganga illa að hasla sér völl í sveitarstjórn- arpólitík. Þannig væri hlutfall kvenna í sveitarstjórnum enn á bilinu 27-42% á Norðurlöndunum fimm, þar af hæst í Svíþjóð og lægst í Danmörku en þar hefði hlutfallið lítið sem ekkert breyst á sl. 20 árum. Kynjakvótar einföld lausn Talsvert var rætt um kynja- kvóta á ráðstefnunni, m.a. gerði Mari Teigen, forstöðumaður rannsókna hjá Stofnun sam- félagsrannsókna í Ósló, grein fyrir reynslu Norðmanna af því að beita kynjakvóta á stjórnir fyrirtækja sem skráð eru í kaup- höllinni. Benti hún á að á aðeins örfáum árum hefði þjóðfélags- umræðan snúist frá því að sjá kvóta sem neikvæða til þess að líta á þá sem jákvæða og sjálf- sagða. „Kynjakvótar eru ef til vill einföld lausn á mjög flóknu vandamáli. Þeir virka ef ramm- inn um þá er réttur og það er mjög auðvelt að sjá hvort þeir virka,“ sagði Dahlerup og tók fram að til þess að lög um kynja- kvóta virkuðu yrðu að fylgja þeim viðurlög. Ættum að setja markið hærra  Norðurlönd virðast vera að missa forskot sitt í jafnréttisbaráttunni  Kynjakvótar verið nýttir með góðum árangri í kosningum víða um heim  Jafnrétti kynjanna kemur ekki af sjálfu sér án baráttu Það hefur löngum verið hluti af sjálfsmynd Norðurlandabúa að Norðurlönd séu fremst meðal þjóða þegar komi að jafnrétti kynjanna. Sú skoðun getur auð- veldlega leitt til andavaraleysis. Morgunblaðið/Heiddi Fjölmenni Ráðstefna um kyn og völd á Norðurlöndum, sem haldin var í Reykjavík í síðustu viku, var vel sótt. Konur kjósa bæði kynin jafnt, en karlar halda áfram að kjósa bara karla. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Anne Maria Holli, fræðimanns við Háskólann í Hels- inki, á ráðstefnunni Kyn og völd. Í Finnlandi er löng hefð fyrir opnum persónukjörum í þingkosningum landsins. Að sögn Holli hefur hlut- fall kvenna á finnska þinginu hald- ist þétt í hendur við fjölda kvenna í framboði. Í dag er hlutfall kvenna á finnska þinginu 42% og Finnland er eina landið á Norðurlöndum þar sem fleiri konur eru ráðherrar því 60% ráðherra eru konur. „Á síðustu 40 árum hafa finnsk- ar konur kosið kynin nokkurn veg- inn til jafns. Þannig kusu 40% kvenna kvenframbjóðendur árið 1970 og árið 2007 var hlutfallið komið upp í 53%. Árið 1970 kusu 93% karla karlkyns frambjóð- endur, en 2007 var hlutfallið að- eins komið niður í 73%.“ Holli benti á að enn væri mikið bil á milli þess kynjajafnréttis sem náðst hefði á vettvangi stjórnmála og stöðunnar í atvinnulífinu. Einn- ig væri umhugsunarvert hversu lágt hlutfall kvenna væri í þing- nefndum á sviði utanríkismála, varnarmála og fjármála, þrátt fyrir að rannsóknir sýndu að konur hefðu ekki síður áhuga á þessum sviðum en karlmenn. Karlar kjósa fremur karlkyns frambjóðendur Í takt við tímann HOLLUSTAN kr. kg219 Appels ínur kr. pk.139 Skyr 5 00gÍM Ýsu bitar kr. kg998 Fiskbor garar o g -bollu r kr. kg799 kr. pk.494 Krónan Gouda ostur sneidd ur 26% 40%afsláttur Í FYRIRRÚMI! „FLUGSTOÐIR hafa enn ekki upplýst okkur hvernig stofn- unin hyggst standa að starf- semi slökkviliðs á Reykjavíkur- flugvelli. Við vit- um því ekki hvort sú varðstaða sem upp verður sett er nægileg. Slökkvi- liðsstjóri hvers sveitarfélags hefur þó heimildir til að grípa til aðgerða sé um sérstaklega áhættumikinn rekstur að ræða eins og þarna er raunin,“ segir Björn Karlsson brunamálastjóri. Flugstoðir hafa sagt upp samn- ingum við slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins um brunavarnir á Reykjavíkurflugvelli frá og með 1. mars næstkomandi. Frá þeim tíma mun sjálfstæður viðbragðshópur á vegum Flugstoða sjá um alla örygg- isþjónustu á flugvellinum. Undanfarið hafa fulltrúar Bruna- málastofnunar, sveitarfélaga og fleiri fundað um ýmis atriði sem snúa að öryggismálum á flugvell- inum. Er þar horft til þeirra laga og reglna sem í því efni gilda. Björn Karlsson segir að þeir sem eiga að sinna slökkvistarfi á flugvöllum skuli vera með löggilt réttindi slökkviliðsmanns enda verði gengið stíft eftir því að öryggissveitir Flug- stoða hafi þannig mönnum á að skipa. sbs@mbl.is Slökkviliðsstjóri hefur heimildir til að grípa til aðgerða Björn Karlsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.