Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 26
Söngfugl Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, var ánægður að sjá. Dikta Baðaði sig í fjólubláu ljósi á sviðinu. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2009 Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM 30.000 MANNS! Sýningum fer fækkandi SUMIR DAGAR... SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓISÝND Í BORGARBÍÓI SÝNINGUM FER FÆKKANDI Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann m 34.000 MANNS!HHHH„Taugatrekkjandi og vægast sagt óþægileg” T.V. - Kvikmyndir.is SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI FRÁ LEIKSTJÓRA INDEPENDENCE DAY OG THE DAY AFTER TOMORROW „2012 er Hollywood-rússíbani eins og þeir gerast skemmtileg- astir! Orð frá því ekki lýst hvað stórslysasenurnar eru öflugar.” T.V. - Kvikmyndir.is Stórslysamynd eins og þær gerast bestar. V.J.V - FBL „...þegar líður á verður spennan þrælmögnuð og brellurnar ger- ast ekki flottari“ „2012 er brellumynd fyrir augað og fín afþreying sem slík“ S.V. - MBL STÆRSTA FRUMSÝNING ÁRSINS! VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI 25.000 MANNS Á 11 DÖGUM! SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM Frábær rómantísk gamanmynd sem enginn ætti að missa af! Geta tvær manneskur sem hittast á röngum tíma látið sambandið ganga upp? Love Happens kl. 5:30 - 8 - 10:20 LEYFÐ 2012 kl. 6 - 9:15 B.i.10 ára Zombieland kl. 6 - 8 - 10 B.i.16 ára Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 6 - 9 B.i.16 ára A Serious Man kl. 8 - 10:20 B.i.12 ára 2012 kl. 5:45 - 9 B.i.10 ára Desember kl. 6 - 8 B.i.10 ára Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i.16 ára Jóhannes kl. 6 - 10 LEYFÐ 2012 kl. 6 - 9 B.i.10 ára Jóhannes kl. 6 LEYFÐ Paranormal Activity kl. 8 - 10 B.i.16 ára Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með K Ég á erfitt með að átta migá lagi Hjaltalín.“ Svosagði í dómi undirritaðsum jólaplötuna Stúfur sem út kom árið 2004 en þar átti sveitin eitt lag ásamt fleiri ungum jaðarvænum sveitum. Fleiri orðum eyddi ég ekki í framlag Hjaltalín. Mig minnti að ég hefði verið harð- orðari í garð þessarar óþekktu sveitar en setningin er hófstilltari en svo. Það er meira svona „hvorki né“-bragur yfir henni. Svo pældi ég ekki meira í því, hér var um að ræða eina af þessum sveitum sem henda í eitt lag áður en meðlimir skrá sig í verkfræðina eða hvað það nú er. Aldrei hefði mig getað grun- að hvernig mál áttu svo eftir að þróast … Hjaltalín hlaut verðskuldað lof fyrir fyrstu breiðskífu sína, Sleepdrunk Seasons, sem út kom fyrir réttum tveimur árum síðan. Í dómi blaðsins sagði m.a.: „Hjaltalín tekst hér á við hið hetjulega – sum- ir myndu segja fífldjarfa – verkefni að samþætta grípandi nýbylgju- popp og klassíska tónlist … Sleepdrunk Seasons er einkar lof- andi frumraun frá afar metn- aðarfullri sveit.“ Þessi lýsing hefur staðist tímans tönn ágætlega, umrætt verk var sannarlega tilkomumikið en um leið ekki alveg hnökralaust. Hjaltalín hefur síðan þá eflst jafnt og þétt og hefur náð að standsetja sig sem allra áhugaverðustu sveit landsins. Eftirvæntingin eftir þessari plötu hér er því þó nokkur og aðeins meira en það. Terminal er allt öðruvísi plata en frumburð- urinn. Sleepdr- unk Seasons var „línuleg“, rennsl- ið heilsteypt þar sem lögin minntu hvert á annað og framreiðslan var dálítið „inn í sig“ ef svo mætti segja. Á Terminal er þessu hins vegar þveröfugt farið. Platan er „úthverf“; brött, stór, dramatísk. Flökt er á milli stíla eins og ekkert sé sjálfsagðara. Leikgleði meðlim- anna er tilfinnanleg, en um leið leikur öryggi þess sem veit hvað hann vill fá fram um allt hérna. Sjálfstraust og kunnátta eru hér í stöflum en um leið, og þetta er mikilvægt, er passlega mikið af sakleysislegri ævintýragirni sem veldur því að keyrt er glað- hlakkalega fram að hengiflugi, menn og konur óhrædd við að láta vaða, fara á ókunnar slóðir, prófa sig og reyna. Með slíkt veganesti þarf varla að spyrja að leikslokum. Opnunarlagið, „Suitcase Man“, hefst með djúpum blæstri, sem helst minnir á þokulúður. Spennan hleðst svo jafnt og þétt upp; rafgít- ar, strengir og blásturshljóðfæri takast á, þar til lagið springur út í guðdómlegri litadýrð. Risastórt og dramatískt, án þess nokkru sinni að fara yfir strikið. Ótrúlegt lag. Svo rekur hver snilldarsmíðin aðra; „Sweet Impressions“, sem endar með sálarríkri falsettu Högna, og hið James Bond-lega „Feels like Sugar“; stóreflissmíð, „Spectorísk“ eiginlega, grípandi og tilfinn- ingaþrungin þar sem hin frábæra söngkona Sigríður Thorlacius fer á kostum. Og þetta fólk er nýskriðið yfir tvítugt!? Í „Song From Incidental Music“ er hins vegar sveigt út af leið. Lag- ið er hægt og berstrípað; „mel- ankólískt“ og myrkt (það er nett Scott Walker-stemning í þessu lagi og einnig því áttunda, „Sonnet for Matt“). „Montabone“ kemur á eftir „Song From Incidental Music“ og ber með sér eins og fleiri lög nokk- uð kvikmyndalegan fíling (sorg- arsöngur úr Mary Poppins. Ein- hver?). „Stay By You“ ber með sér pastelhljóma í anda Van Morrison; mögnuð smíð þar sem viðkvæmn- isleg, ögn hrjúf og heillandi rödd Högna Egilssonar nýtur sín til fulls. „7 Years“ er þá diskólag (!) en situr þó eins og ekkert sé sjálf- sagðara við hliðina á restinni. Lokalagið „Vanity Music“ er algert „lokalag“, minnir dálítið á „Good Night“ sem lokar Hvítu plötu Bítl- anna. Þetta er nokkurs konar yf- irdrifin Disney-vögguvísa og sá blær er auðheyranlega hafður á því viljandi. Þessir taktar eru snilld- arlegir og styrkja verkið enn frek- ar, þ.e. þegar hljómsveitin leyfir sér hreinlega að grínast (lagið heit- ir t.a.m. „Hégómleg tónlist“ upp á íslensku) og fer viljandi yfir við- tekin mörk, sjá t.d. ýktan sönginn í „Feels like Sugar“. Terminal fer þannig yfir allan skalann, en fyrst og síðast er um að ræða óhemjuþroskað og metn- aðarfullt verk og ekki er skrítið að fólk grípi til Sigur Rósar-líkinga þegar talað er um sveitina. Meist- araverk þeirrar sveitar, Ágætis byrjun, kom út fyrir tíu árum síðan og þar á undan, réttum tveimur ár- um fyrr, hafði frumburðurinn Von komið út, sem var einkar lofandi en engan veginn hnökralaus. Ég á ekki lengur erfitt með að átta mig á Hjaltalín. Þetta er allt saman orðið mjög skýrt. Þessi önd- vegissveit hefur hér skilað sann- kölluðu meistaraverki, verki sem er enn að vaxa og hræra upp í þessum haus. Sannkallað þrekvirki þegar allt er saman tekið, hreint út sagt glæsileg smíð. Hæglega plata árs- ins og plata síðustu ára ef út í það er farið. Nýir tímar Geisladiskur Hjaltalín - Terminal  ARNAR EGGERT THORODDSEN TÓNLIST Þrekvirki „Platan er „úthverf“; brött, stór, dramatísk,“ segir m.a. í dómi Arnars Eggerts um nýja plötu Hjaltalín, sem út kemur í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.