Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 327. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
FÓLK Í FRÉTTUM»
Heitast 4°C | Kaldast 0°C
Léttskýjað að mestu
á S- og V-landi. Hiti í
kringum frostmark og
víða vægt frost inn til
landsins. »10
Jesú litla skortir
fókus en sýningin er
skemmtileg og
frumsýningargestir
skemmtu sér prýði-
lega. »29
LEIKLIST»
Jesús litli
er fyndinn
DÓMUR»
Terminal er glæsileg
smíð og fær fimmu. »26
Íslenska undrabarn-
ið er skemmtileg
ævisaga um óvenju-
legt lífshlaup sem er
samofið brennandi
tónlistaráhuga. »23
BÓKMENNTIR »
Skemmtileg
ævisaga
TÓNLIST»
Dikta troðfyllti Nasa og
tryllti á tónleikum. »26
BÓKMENNTIR»
Bubbi afhenti fyrstu
bókina á bakkanum. »28
Menning
VEÐUR»
1. Stærsta farþegaskipið séð innan frá
2. Alvarlegar árásir í miðbænum
3. Grunuð um stórfelldan fjárdrátt…
4. Haldið sofandi í öndunarvél
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Gunnlaugur
Júlíusson hag-
fræðingur stefnir
að því að hlaupa
5.000 kílómetra á
árinu. Í fyrra hljóp
hann 4.800 km og
árið 2007 hljóp
hann rétt rúmlega 3.000 km. „Álagið
hefur aukist verulega. Engu að síður
er þetta miklu léttara en áður. Það
þakka ég fyrst og fremst mataræð-
inu,“ segir Gunnlaugur á bloggsíðu
sinni. Í sumar hljóp Gunnlaugur frá
Reykjavík norður til Akureyrar til
styrktar Grensásdeild Landspít-
alans. „Að hlaupa 5.000 kílómetra er
með því mesta sem menn ná á einu
ári,“ segir Gunnlaugur, en hann er
með ýmis spennandi verkefni í deigl-
unni og kveðst því munu ná settu
takmarki fljótlega.
HLAUP
Gunnlaugur nálgast
5.000 kílómetra á árinu
„Ég hef æft mjög
mikið og staðið mig
vel á æfingum. Ár-
angur síðustu daga
er afrakstur þess,“
sagði Eygló Ósk
Gústafsdóttir,
hin 14 ára gamla
sundtelpa úr Sundfélaginu Ægi sem
vakti verðskuldaða athygli á Ís-
landsmeistaramótinu í sundi um
helgina. Hún setti átta stúlknamet
og eitt telpnamet auk þess að vera í
sveit Ægis sem setti þrjú Íslands-
met í boðsundi.
„Sundbolirnir hjálpa eitthvað til
við þetta allt,“ sagði Eygló Ósk,
spurð um þær miklu framfarir sem
hún sýndi á mótinu. Eygló Ósk háði
mikið einvígi við systur sína, Jó-
hönnu Gerðu, á ÍM um helgina.
SUND
Sundbolirnir hjálpa
eitthvað til við þetta allt
Þrír tónlistar-
menn, sem eiga
það sameiginlegt
að hafa allir sent
nýverið frá sér
plötur, halda tón-
leika á Rósenberg
annað kvöld. Þeir
eru Hjörvar, Koi og Lára Rúnars-
dóttir.
Hjörvar gaf út aðra sólóplötu sína
A Copy of Me í fyrra, Koi er hugar-
fóstur Kjartans Orra Ingvasonar en
hann sendi frá sér sína fyrstu plötu
Sum of all things í september.
Lára Rúnarsdóttir hefur alið af
sér þrjár sólóplötur. Sú nýjasta heit-
ir Surprise og kom út í október.
Lára kemur fram ásamt fjögurra
manna bandi á Rósenberg.
TÓNLIST
Lára, Koi og Hjörvar leika
á Rósenberg á morgun
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
„HELMINGUR allra krabba-
meina er í dag læknaður en
lækning við mænuskaða ekki
fundin. Við þurfum því að
herða baráttuna og stuðningur
frá Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunni WHO er nauðsyn.
Mestar framfarir í átt til lækn-
inga á mænuskaða eru í Kína
og á Indlandi en læknum þar
gengur ekki sem skyldi að fá
viðurkenningu á Vestur-
löndum. Það verður að breytast,“ segir Auður
Guðjónsdóttir, formaður stjórnar Mænuskaða-
stofnunar Íslands.
Herferð sem er liður í baráttunni í leit að lækn-
ingu á mænuskaða hefst í dag með auglýsingum
sem sýndar eru í helstu sjónvarpsstöðvum á
Norðurlöndum. Jafnframt verður sett af stað und-
irskriftasöfnun þar sem Norðurlandabúum gefst
kostur á að beita sér í baráttunni.
Í löndum þriðja heimsins er margt sem lofar
góðu hvað varðar lækningu á mænuskaða. „Vand-
inn er hins vegar sá að sá þrýstingur sem frá
Vesturlöndum kemur er afar lítill. Það verður að
breytast. Ég hef því sagt að leggi menn hér á
Norðurlöndum þessu máli lið séu þeir að vinna
þarft verk í þágu alls mannkyns,“ segir Auður
sem er skurðhjúkrunarfræðingur á Landspít-
alanum. Hún hóf baráttu í þágu mænuskaðaðra í
kjölfar þess að dóttir hennar, Hrafnhildur Thor-
oddsen, slasaðist alvarlega fyrir um tuttugu árum
og hefur verið í hjólastól síðan.
Skref í átt til bata
Spurð um þann árangur sem læknar á Indlandi
hafa náð nefnir Auður að þar í landi hafi á þessu
ári verið gerðar átta tilraunaaðgerðir á nýlöm-
uðum einstaklingum þar sem öllum þrýstingi af
mænu sjúklinganna hefur verið létt og blóðflæði
til hennar aukið sem gefið hefur góða raun. Þær
aðgerðir voru styrktar af Mænuskaðastofnun Ís-
lands. Þá fór kona frá Sauðárkróki, Þuríður
Harpa Sigurðardóttir sem er lömuð neðan við
brjóst, fyrr á þessu ári í meðferð til Indlands og
náði þar skrefum í átt til bata.
Í þágu alls mannkyns
Herferð hefst í dag til að vekja athygli á málum mænuskaðaðra á Norðurlöndum
Indverskir og kínverskir læknar njóta ekki viðurkenningar Biðlað til WHO
Mænan Myndbrot úr auglýsingaherferðinni sem
verður sýnd á sjónvarpsstöðvum á Norðurlöndum.
Auður
Guðjónsdóttir
Gestum lítið
fækkað í
Kringlunni
Kringlan Nóg að gera í kreppunni.
GESTUM Kringlunnar það sem af
er ári hefur fækkað um þrjú pró-
sent frá sama tímabili í fyrra. Má
segja að kaupmenn í Kringlunni
geti verið nokkuð ánægðir miðað
við ástandið, en spáð hefur verið
allt að 30% samdrætti í einkaneyslu
á árinu. Fjöldi gesta í fyrra stóð
nokkurn veginn í stað frá árinu áð-
ur. Sigurjón Örn Þórsson, fram-
kvæmdastjóri rekstrarfélags
Kringlunnar, segir kaupmenn í
Kringlunni finna fyrir minni versl-
un Íslendinga erlendis. Þeir sem
selja vörur á borð við barnaföt, sem
fólk hefur hingað til gjarnan keypt
erlendis, hafi t.d. sjaldan upplifað
jafnmikla sölu. Einnig muni um
fjölgun ferðamanna til landsins, en
slegið var met í endurgreiðslu virð-
isaukaskatts í sumar.
KRISTILEGA tónlistarkonan Sarah Kelly hélt tónleika í
Fíladelfíukirkjunni á laugardagskvöldið.
Kelly hefur tvisvar verið tilnefnd til Grammy-
verðlauna en hún er vel þekkt utan kristilega geirans og
hefur spilað með mörgum þekktum tónlistarmönnum,
t.d leikur Slash, gítarleikari Guns’n Roses, á nýjustu
plötu hennar og tónlist hennar hefur hljómað í sjónvarps-
þáttunum Grey’s Anatomy.
Tónleikar Kelly í Fíladelfíu heppnuðust mjög vel en
hún var mjög einlæg og persónuleg við tónleikagesti. | 29
Morgunblaðið/hag
EINLÆG OG PERSÓNULEG