Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 17
Minningar 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2009 ✝ Herdís Steins-dóttir fæddist á Spena í Miðfirði í V- Húnavatnssýslu 1. desember 1914. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 13. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Val- gerður Jónasdóttir og Steinn Ásmundsson. Systkini hennar voru: 1) Friðjón, f. 1904, 2) Áslaug, f. 1907, 3) Vil- helm, f. 1909, 4) Krist- ín, f. 1910, 5) Eyjólfur, f. 1911, 6) Ágúst, f. 1912, 7) Sigrún, f. 1916, 8) Jónas, f. 1918, 9) Gunnhildur, f. 1919, 10) Halldór, f. 1920, 11) Fjóla, f. 1923, 12) Skúli, f. 1924. Eftirlif- andi er Fjóla. Herdís missti móður sína 14 ára gömul. Móðurmissir og viðskiln- Börn þeirra eru 1) Þórdís, f. 1965, gift Gunnlaugi Sigurjónssyni. Dótt- ir þeirra er Arney Eva. 2) Herdís Björk, f. 1967, gift Jürgen Dieder- ichs. Synir þeirra eru Björn Erik og Jan Arne. 3) Örn Ingi, f. 1975, kvæntur Sigríði Ákadóttur. Börn þeirra eru Haraldur Daði og Hera. 4) Baldur, f. 1980, í sambúð með Zoë A. Robert. b) Jón Birgir, f. 20.9. 1946, kvæntur Þórunni Stef- ánsdóttur. Börn þeirra eru: 1) Bald- ur Gísli, f. 1969, kvæntur Kristínu Gunnarsdóttur. Börn þeirra eru Birgir Rafn, Daníel Andri og Birta Líf. 2) Stefán, f. 1972, var kvæntur Hönnu G. Pálsdóttur. Synir þeirra eru Páll Grétar Bjarnason, Jón Arnar og Aron Freyr Stefánssynir, Nanna, f. 1974, gift Stefáni Erni Magnússyni. Börn þeirra eru Agnes Björk og Ísak Styr. Herdís verður jarðsungin frá Bú- staðakirkju í dag, mánudaginn 23. nóvember, og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verður í Gufunes- kirkjugarði. aður við systkini var erfitt hlutskipti en úr- ræðin voru ekki önn- ur en að leysa upp heimilið. Systkinin sem voru fermd fóru í vinnumennsku en þau yngri til vandalausra. Faðirinn gat aðeins haft tvö yngstu börn- in með sér til Reykja- víkur. Herdís fór í vistir, vann á sauma- stofu og á Landspít- alanum. Árið 1943 giftist hún Birni Baldri Jónssyni frá Söndum í Mið- firði og bjuggu þau á Söndum í eitt ár. Jörðin var seld er mæðiveikin herjaði á féð. Þau fluttust til Hafn- arfjarðar, þar sem þau bjuggu í 5 ár en síðan bjuggu þau í Reykjavík. Börn þeirra eru: a) Lóa Gerður, f. 7.6. 1944, gift Erni Ingólfssyni. Þegar ég kom af fæðingadeildinni með elsta barnið mitt flutti ég í Ak- urgerðið til tilvonandi tengdafor- eldra minna, Herdísar og Baldurs. Þannig hjálpuðu þau mér að klára skólann. Herdís passaði sonarson- inn í tvö ár á meðan ég var í skól- anum og þau Baldur dekruðu við hann. Það var ómetanlegt að fá svona góða hjálp. Herdís var létt í lund, ákveðin, sagði sína meiningu og var svo hreinskilin að stundum þótti manni nóg um. Fjölskyldan var henni dýr- mæt og fylgdist hún vel með af- komendum sínum og frændfólki. Það var alltaf gott að koma í Ak- urgerðið, setið við eldhúsborðið og rabbað á meðan hún bakaði pönnu- kökur. Herdís var fróðleiksfús og hafði mjög gaman af að ferðast. Fyrir nokkrum árum, þegar hún var að nálgast nírætt, spurði Birgir hana varfærnislega hvort hún vildi koma með okkur til Jersey að heimsækja Stefán, son okkar. Hún þurfti ekki að hugsa sig neitt um, svaraði strax að það vildi hún gjarnan. Hún var alveg ótrúleg í þessari ferð, gekk með okkur meðfram ströndinni, upp í kastala og um götur miðbæj- arins, full af áhuga á því sem fyrir augun bar. Þannig vil ég minnast hennar. Þórunn. Veröldin hefur breyst síðan Her- dís Steinsdóttir kom í þennan heim fyrir tæpum 95 árum. Móðir henn- ar, Valgerður Jónasdóttir, saumaði sauðskinnsskó á börnin sem ólust upp við húslestur í baðstofu. Faðir hennar, Steinn Ásmundsson, vann hörðum höndum við að brauðfæða fjölskylduna. Lífsbaráttan var hörð á bænum Spena í Vestur-Húna- vatnssýslu. Harmurinn sótti Herdísi snemma heim. Þegar hún var 14 ára lést Valgerður. Sár minningin um kveðjustundina á sjúkrahúsinu á Hvammstanga fylgdi Herdísi alla ævi. Steinn átti ekki annarra kosta völ en að bregða búi og koma börn- unum fyrir þar sem hann taldi hag þeirra best borgið. Herdís byrjaði snemma að vinna og fór níu ára gömul sumarlangt í vist á nálægum bæ og var því ýmsu vön þegar Val- gerður lést. Hún fór í vist hjá Friðjóni bróður sínum á Bergþórugötunni í Reykja- vík. Þar létti hún undir með hús- freyjunni og þvoði þvottinn fyrir sjö manna fjölskylduna í laugunum í Laugardal, þá 16 ára gömul. Næstu árin starfaði Herdís á Holdsveikraspítalanum í Laugardal og á Landspítalanum. Hún hafði snemma gaman af bókum og nýtti þau fáu tækifæri sem henni gáfust til að læra. Hún hafði gaman af ljóðum og las Tómas, Davíð og Jón- as upp til agna. Gullna hliðið var í uppáhaldi. Fátæktin sem Herdís ólst upp við mótaði hana fyrir lífstíð. Hún var jafnaðarkona sem lét sig ekki vanta í kröfugöngur kvennabaráttunnar. Þegar Herdís var að nálgast þrítugt kynntist hún ungum manni að norð- an, Baldri Jónssyni frá stórbýlinu Söndum í Miðfirði. Þau gengu í hjónaband og hugðu á búrekstur á Söndum þegar örlögin tóku aðra stefnu. Mæðiveiki herjaði á féð og ákvað Jón, faðir Baldurs, að slátra fénu og selja jörðina. Herdís og Baldur fluttust þá til Hafnarfjarðar með dóttur sína Lóu Gerði sem þá var fjögurra mánaða. Þar bjuggu þau í fimm ár en fluttu svo á Laugaveg 22a þar sem þau komu sér fyrir með Lóu Gerði og Jón Birgi, sem þá var á þriðja ári. Á Laugaveginum var jafnan gest- kvæmt og hljóp Herdís ósjaldan út í búð til að kaupa í baksturinn. Í herberginu við hliðina á stofunni hvíldu sveitungar þeirra lúin bein. Herdís og Baldur fengu lóð í Akurgerði í Reykjavík, skammt frá bóndabæjunum við Sogaveginn. Þau voru samrýmd hjón sem fylgdust vel með barnabörnum sín- um. Akurgerðið var ævintýra- heimur með smíðaverkstæði, háa- lofti og stórum garði. Þegar Baldur féll frá vorið 1995 tók Herdís fráfalli hans af æðru- leysi. Hún tókst eins á við veikindi sín. Herdís var einstaklega ern og skýr alveg fram í andlátið og sá um sig sjálf að mestu vel fram á tíræðisaldur. Á dæmigerðum degi nú fyrr í sumar fór hún í göngutúr um hverfið eða út í búð og lá svo í bókum. Hún amma var afar hörð af sér. Nú í sumar fórum við sem oftast í sundlaugarnar í Laugardal. Bakið var þá orðið lélegt en amma vildi engu að síður rifja upp sundtökin. Svo synti hún baksund. Amma fylgdist vel með þjóðlífinu og var það besti tími dagsins að gera upp daginn með henni á rúm- stokknum. Hennar er sárt saknað. Herdís var trúuð kona sem er nú komin á betri stað. Baldur Arnarson. Það var á fyrsta eða öðru ári í framhaldsskóla sem mér bauðst að flytja í kjallarann hjá Herdísi ömmu og var ég ekki lengi að gang- ast við því boði. Þetta átti fyrst að vera til bráðabirgða en það var ekki fyrr en 9 árum seinna að ég flutti burt úr Akurgerðinu, þá var Sirrý löngu flutt inn og Haraldur Daði fæddur. Haraldur Daði tók sín fyrstu skref í Akurgerðinu. Hann var nú ekki gamall þegar hann fattaði það að ef maturinn var ekki nógu girni- legur niðri í kjallara hjá okkur for- eldrunum þá laumaði hann sér upp stigann til langömmu, bankaði og fékk hjá henni nokkrar rúsínur eða annað góðgæti. Haraldi þótti alltaf gaman að heimsækja langömmu og tók hún alltaf vel á móti honum, jafnvel eftir að hún var komin á spítalann. Það sem stendur upp úr eftir öll þessi ár er hvað amma var alltaf frísk og ótrúlega hress og var hún það allt undir það síðasta. Eflaust átti það sinn þátt í heil- brigði hennar hvað hún var dugleg að stunda sundlaugarnar og mun- um við oft eftir því að hafa vaknað við það snemma á morgnana að hún var að koma úr sundi, kveikti á út- varpinu, fékk sér soðið vatn og lagði sig. Eftir lúrinn og hádeg- isfréttir tók hún svo oft göngutúr um hverfið, gömlu hitaveitustokk- arnir urðu oftar en ekki fyrir valinu og var það algeng sjón að sjá hana koma arkandi heim með sólgler- augun og veskið um hálsinn. Eitt það besta sem við gátum fært henni að gjöf þegar við kom- um úr fríum erlendis var glænýr hvítlaukur. Hún trúði því statt og stöðugt að hann væri allra meina bót og við erum ekki frá því að það sé sannleikskorn í því hjá henni. Það var notalegt að koma til hennar og þótti henni alltaf jafn gaman að sjá krakkana og veittu þau henni mikla ánægju og voru henni gleðigjafar. Þau eiga góðar minningar eins og við um yndislega langömmu. Takk fyrir allt, elsku Herdís amma! Örn Ingi Arnarson, Sigríður Ákadóttir, Haraldur Daði Arnarson og Hera Arnardóttir. Mig langar að minnast hennar ömmu minnar með örfáum orðum. Mínar fyrstu minningar um ömmu eru fjölskyldustundir í Akurgerð- inu. Við barnabörnin að horfa á Húsið á sléttunni, drekka kók og appelsín úr glerflöskum sem við máttum sækja í litlu útigeymsluna undir stiganum. Þegar ég hugsa til ömmu þá kemur upp í huga minn hvað hún var alltaf sæt, hún var ein af þess- um sætu konum, sætu gömlu kon- um. Þegar hún hafði sig til þá var hún alltaf stórglæsileg og var óhrædd að klæða sig í liti. Amma hefði orðið 95 ára núna 1. desember og var alla tíð mjög heilsuhraust. Hún synti nær dag- lega í mörg ár og borðaði hráan hvítlauk af bestu lyst. Amma var mjög skapgóð kona og man ég aldr- ei eftir að hafa séð hana skipta skapi. Það er skrítið að hugsa til þess að eiga ekki eftir að fara í heim- sókn til ömmu í Akurgerðið oftar, það er eins og ég hafi gert ráð fyrir því að amma yrði alltaf þar, það var einhvern veginn svo eðlilegt, kannski af því að hún var aldrei veik. Eftir að amma dó hef ég verið að segja við börnin mín hvað amma var lánsöm að eiga svona langa ævi og vera svona hraust alla tíð, það eru ekki allir svo heppnir. Hvíl í friði, elsku amma mín, Nanna Jónsdóttir. Á kveðjustundum brjótast fram minningar og það er merkilegt hvað hlutir sem voru nánast hversdags- legir þegar þeir gerðust verða kær- ir í minningunni. Minningarnar um látna ástvini segja líka oft meira um þá en mörg orð. Fyrir mörgum árum var alltaf mikill spenningur að fá að gista hjá afa og ömmu. Fyrir utan spenning- inn að gista í sjálfu sér var líka allt- af eftirvænting að fá fótabað og af- hýdda appelsínu- og eplabáta. Í minningunni var alltaf fótabað og afhýddir ávextir, það þurfti heldur ekkert meir. Þetta var dekur síns tíma, toppurinn á tilverunni. Mér verða alltaf minnisstæðar morgunstundir í Akurgerðinu þeg- ar ég var á fyrsta ári í menntaskóla og kvöldmáltíðir þegar fyrstu lang- ömmubörnin komu til sögunnar. Þá líkt og ætíð er gesti bar að snérist amma í kringum gestina og tryggði að þá vanhagaði ekki um neitt. Það var varla til tals að hún settist til borðs því það þurfti að sinna gest- unum. Oft var líka stoppað í Ak- urgerðinu á heimleið eftir skíða- daga. Þá brást ekki að alltaf var hrært í og steiktar pönsur, amma stóð við eldavélina meðan gestirnir hámuðu í sig. Af einhverjum ástæðum er líka sérlega eftirminnilegt að eina plat- an sem á var hlustandi á heimili ömmu var plata gefin út í tengslum við kvennafrídaginn 1975. Á tíma- bili kunni ég utanað „já, ég þori, get og vil“ og fannst ömmu það gott veganesti fyrir unga drenginn. Ungir menn þyrftu að skilja jafn- rétti. Takk fyrir allt, elsku amma. Baldur Gísli. Ég vil minnast Herdísar Steins- dóttur, móðursystur minnar, nokkr- um orðum. Dísa frænka var höfuð og hjarta ættar sinnar, alltaf áhugasöm um líðan annarra og hélt tengslunum vakandi. Heimili þeirra Baldurs í Akurgerði var alltaf opið, hlýtt og fallegt, ræktarsemi við fjöl- skylduna var henni í blóð borin og gestrisnin var í fyrirrúmi. Ég á margar minningar úr æsku um jólaboð í litla húsinu á Laugavegi 24, um jól og áramót í Akurgerði þegar við krakkarnir sátum við gluggann og töldum flugeldana. Fjölskyldan var stór, systkinin frá Spena voru þrettán talsins, og lífið hefur ekki alltaf verið auðvelt. Valgerður amma mín lést 1928, þegar Skúli, yngsta barnið, var fjögurra ára, og eftir það dreifðist hópurinn. Ég man hins vegar vel eftir Steini afa mínum þegar hann bjó með Jónasi, elsta syni sínum, á Signýjarstöðum í Hálsasveit, og ég var sumarstrákur hjá Áslaugu móð- ursystur minni á Úlfsstöðum. Systkinin öll voru dugnaðarfólk og af þeim er kominn mikill ætt- bálkur. Ágúst settist að á Akureyri, Vilhelm í Miðfirði, Áslaug og Jónas í Borgarfirði en hin systkinin í Reykjavík með þeirri undantekn- ingu þó, að Kristín fluttist til Nor- egs og Fjóla, næstyngst systkin- anna, bjó lengst af í Síerra Leóne í Afríku, sönn ævintýrakona. Fjóla er nú ein eftir af þessum stóra systkinahópi og býr í Reykjavík. Samband þeirra Dísu var einstakt og hugur minn er ekki síst hjá Fjólu. Nokkur systkinanna heim- sóttu Fjólu og Vladimir til Afríku fyrir alllöngu, en ævintýralegar sögur koma upp í hugann þegar það er rifjað upp. Steinn afi minn lærði trésmíði á Akureyri árið 1906 hjá Birni Björnssyni smið sem byggði m.a. Samkomuhús bæjarins, en Björn var giftur Guðrúnu Ásmundsdóttur, systur Steins. Þau misstu dóttur í barnaveikinni og það varð að ráði að Björn og Guðrún fengu Gunn- hildi Birnu, móður mína, gefna í fóstur þegar hún var þriggja ára gömul. Hún ólst upp hjá þeim í Reykjavík og var Björnsdóttir en systkinin Steinsbörn. Fyrir ættarmót sem haldið var í Reykholti fyrir tíu árum tók Dísa frænka saman skemmtilega grein um æskuárin á Spena. Hún var bæði minnug og glögg á það sem máli skipti og þar lýsir hún daglegu lífi og aðstæðum sem nú þættu erf- iðar, en allir komust þó til manns. Dísa fór í kaupavinnu 11 ára og fékk kött að launum en 14 ára fór hún alfarin að heiman til að vinna fyrir sér. Dísa var á undan sinni samtíð með margt, einkum hollt mataræði, og hún borðaði gjarnan alls kyns korn og heilsufæði löngu áður en það hugtak var búið til, enda var hún skynsöm kona. Litlu munaði að Dísa næði 95 ára aldri, hún var fædd 1. desember og Bald- ur þann 24. Ein sterkasta bernskuminning mín er af ilmi af lyngi í sumarbú- staðarlandi Dísu og Baldurs fyrir ofan Ástjörn við Hafnarfjörð, sem nú er löngu horfið undir byggð. Þannig verð ég áfram minntur á hana Herdísi frænku mína. Við Þóra sendum Lóu Gerði og Jóni Birgi og fjölskyldum þeirra sam- úðarkveðjur og góðar óskir. Björn G. Björnsson og fjölskylda. Látin er í hárri elli kær móð- ursystir mín, Herdís Steinsdóttir. Hún fæddist og ólst upp í Húna- þingi í hópi 12 systkina sinna og eru þau öll látin nema Fjóla, sem nú syrgir sína góðu systur. Dísa giftist Baldri Jónssyni, miklum ágætismanni, og bjuggu þau sér fallegt heimili að Akurgerði 44 í Reykjavík. Baldur lést fyrir all- mörgum árum en Dísa bjó í Ak- urgerði til dauðadags. Dísa var um margt sérstök og merkileg. Hún var fríð kona með dökkt, liðað hár, einarðleg á svip og kvik í hreyf- ingum. Félagslynd var hún og naut sín jafnan vel í mannfagnaði. Hún hafði ríka réttlætiskennd og ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og var þá hreinskiptin og stíf á meiningunni, eins og sagt er. Greind var hún og minnug, sagði skemmtilega frá og var jafnan skemmtilegt á að hlýða er hún rifj- aði upp minningar frá bernsku og æskudögum. Frændrækin var hún einnig, gestrisin og skemmtileg heim að sækja. Áttu systra- og bræðrabörn utan af landi jafnan víst athvarf hjá þeim Baldri um lengri eða skemmri tíma, þar á meðal við systurnar. Á efri árum ferðaðist Dísa talsvert innanlands og utan, heimsótti Kristínu systur sína í Noregi og eitt sinn lá leiðin alla leið til Sierra Leone í Afríku, þar sem Fjóla systir hennar bjó lengi ásamt sinni fjölskyldu. Varð henni tíðrætt um þá langferð á framandi slóðir. Hún undi sér við lestur á efri árum og hin síðustu ár sóttum við saman nokkur fróðleg námskeið um Íslendingasögur ásamt Lóu dóttur hennar. Fram undir ævilok var Dísa við góða heilsu, enda stundaði hún göngur löngu áður en slíkt varð almenn venja og í sund fór hún reglulega fram á tíræðisaldur. Heilbrigt fólk og gjörvilegt er frá henni komið og hvatti hún afkomendur sína til náms með ráðum og dáð. Fyrr á árum komu Dísa og Baldur oft í heimsókn að Úlfsstöðum og urðu þá fagnaðarfundir með henni og Áslaugu móður minni, sem lést fyr- ir rúmum áratug. Ætla ég að nú hafi enn orðið fagnaðarfundir með þeim systrum og fleirum í þeim frændgarði og að bjart muni vera umhverfis hana frænku mína, sem nú hefur lokið langri ævigöngu sinni hér á jörð. Steingerður Þorsteinsdóttir. Ein skemmtilegasta minning mín frá barnæsku er um heimsókn Dísu frænku, svo sem hún var jafnan kölluð, hingað að Úlfsstöðum í Hálsasveit. Henni fylgdi alltaf svo mikil glaðværð og hlýleiki og ávallt var hún hér aufúsugestur ásamt Baldri manni sínum. Seinna bætt- ust börnin tvö, þau Lóa og Birgir, í hópinn og enn síðar voru barna- börnin með í för þegar þau Dísa vitjuðu systur hennar og þeirrar fjölskyldu allrar. Dísa var sérstak- lega greiðvikin ættingjum sínum og þegar við systurnar uxum úr grasi og héldum til Reykjavíkur í at- vinnuleit var jafnan leitað til Dísu, sem ávallt var fús til að aðstoða okkur á alla lund. Heimili hennar og Baldurs stóð okkur alltaf opið og ófá skipti þáðum við þar marg- víslegar góðgerðir. Með þessum fá- tæklegu orðum vil ég þakka hinni góðu móðursystur minni fyrir margvíslegan greiða sem hún gerði mér á lífsleiðinni og læt jafnframt í ljósi þá vissu að hún njóti nú á ný samvista við eiginmann sinn og systkini á fögrum framlífsstað. Ragnhildur Þorsteinsdóttir. Herdís Steinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.