Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2009 Sérbýli ca 200-250 fm óskast til kaups Fyrir trausta kaupendur vantar okkur nú þegar ca 200-250 fm sérbýli á einni hæð miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Um getur verið að ræða einbýlishús, raðhús eða parhús. Staðgreiðsla í boði fyrir rétta eign. Allar nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Jónsson. NORSKI orkurisinn Statkraft hyggst vígja frumgerð fyrstu ós- virkjunar heimsins við Hurum í Óslóarfirði á morgun. Slíkar virkj- anir byggjast á svonefndri osmósu- tækni og hægt er að reisa þær þar sem saltur og ósaltur vatnsmassi mætist, yfirleitt við ósa. Fyrirtækið vonast eftir miklum sóknarfærum á þessu sviði orkuöflunar, ekki aðeins í Noregi, heldur einnig úti um allan heim. Tæknin byggist á því að vatn og sjór eru aðskilin með himnum sem hafa osmótíska eiginleika. Með slík- um aðskilnaði er hægt að framkalla mikinn þrýsting „sjávarmegin“ við himnuna, þegar ferskvatnið dregst í átt til saltvatnsins. Þrýstingurinn getur numið tug loftþyngda, eða sem svarar því þegar vatn fellur úr mikilli hæð til jarðar. „Þetta er endurnýjanlegur orku- gjafi, sem er ólíkur sólar- og vind- orku að því leyti að ósvirkjun fram- leiðir fyrirsjáanlegt og stöðugt magn af orku, óháð veðri,“ sagði Stein Erik Skilhagen, sem stjórnar verkefninu. Frumgerðin framleiðir tiltölulega litla orku en Statkraft stefnir að því að taka í notkun ósvirkjun, sem framleiðir 25 megavött, eða raforku fyrir 10.000 heimili, innan sex ára. Fyrirtækið áætlar að framleiðslu- geta slíkra virkjana sé um 1.700 teravattstundir í heiminum öllum, en það samsvarar um helmingi orku- framleiðslunnar í Evrópu, að sögn fréttastofunnar AFP. Fyrsta ósvirkjunin vígð Byggist á nýrri tækni sem snýst um að aðskilja vatn og sjó með himnum sem framkalla þannig mikinn þrýsting NÆR 250 manns var bjargað eftir að ferja sökk við Súmötru í Indónesíu í gær. A.m.k. 29 fórust í slysinu og sautján var enn saknað. Hermt var að of margir hefðu verið um borð í ferjunni. Ferjuslys eru algeng í Indónesíu þrátt fyrir loforð þarlendra yfirvalda um strangara eftirlit með ferjunum. Reuters Nær 250 manns bjargað Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is NÝ skoðanakönnun í Bretlandi bendir til þess að forskot Íhalds- flokksins hafi minnkað verulega og enginn flokkur fái meirihluta þing- sæta í kosningum sem eiga að fara fram ekki síðar en í júní á næsta ári. Gangi spáin eftir verður þetta í fyrsta skipti frá 1974 sem enginn flokkur fær meirihluta á þinginu. Könnun, sem gerð var fyrir breska blaðið Observer, bendir til þess að fylgi Íhaldsflokksins sé nú 37% og Verkamannaflokksins 31%. Um 17% aðspurðra sögðust ætla að kjósa Frjálslynda demókrata. Þetta er minnsti munur á fylgi stóru flokkanna tveggja frá því í des- ember á síðasta ári. Forskot Íhalds- flokksins var 20 prósentustig í nokkrum skoðanakönnunum fyrir hálfu ári. Líklegt þykir að Verkamanna- flokkurinn njóti góðs af vaxandi bjartsýni Breta í efnahagsmálum nú þegar efnahagur Bretlands er að rétta úr kútnum. Um 46% aðspurðra sögðust vænta þess að efnahagurinn batnaði á næsta ári. Aðeins 23% töldu að efnahagnum myndi hnigna og 28% töldu að ástandið héldist óbreytt. Líklegt þykir að Íhaldsflokkurinn þurfi níu prósentustiga forskot til að fá meirihluta á þinginu, eða 326 sæti. Talið er að Verkmannaflokkurinn fái fleiri þingsæti en íhaldsmenn ef for- skot þeirra verður minna en fimm prósentustig. Sá stærsti myndi stjórn Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, sagði í gær að sá flokk- ur, sem fengi flest þingsæti í kosn- ingunum, ætti að mynda næstu rík- isstjórn. Breska blaðið The Times sagði þetta áfall fyrir Verka- mannaflokkinn sem gerði sér vonir um að geta haldið völdunum með stuðningi Frjálslyndra demókrata. Brown enn óvinsæll Skoðanakönnunin bendir til þess að fylgi Gordons Browns forsætis- ráðherra sé enn lítið. Aðeins 34% að- spurðra sögðust vera ánægð með störf hans og 59% voru óánægð. Um 48% sögðust vera ánægð með störf Davids Camerons, leiðtoga Íhaldsflokksins, og 35% óánægð. Forskot breskra íhaldsmanna hefur minnkað Útlit fyrir að enginn flokkur fái meirihluta á þinginu Reuters Keppinautar David Cameron og Gordon Brown á breska þinginu. VENJA er að ljósin á jólatrénu á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn séu tendruð með því einfaldlega að stinga rafmagnssnúru í innstungu en í ár verður brugðið á það ráð að reiðhjólafólk sjái trénu fyrir raf- magni. Á trénu verða alls 800 ljósa- perur og rafstraumurinn á að koma frá fimmtán reiðhjólum. Engin lýs- ing verður á trénu nema öll hjólin séu knúin áfram. Ákveðið var að beita þessari að- ferð í tilefni af alþjóðlegu loftslags- ráðstefnunni sem haldin verður í Kaupmannahöfn í desember. Áætl- að er að með þessari aðferð sé nátt- úrunni hlíft við níu tonnum af koltvísýringi, sem jafngildir út- blæstri bíls sem notar nær 4.000 lítra af bensíni, að því er fram kem- ur á fréttavef Berlingske Tidende. „Það er frábært að nota þessa jólahefð í Kaup- mannahöfn til að vekja athygli á loftslagsvanda- málinu,“ sagði Pia Allerslev, menningarborg- arstjóri Kaup- mannahafnar. „Jafnframt hefur Kaupmannahöfn verið þekkt fyrir að vera borg reiðhjólanna og sú ímynd styrkist þegar myndir af borgarbúum tendra jólaljósin með hjólunum verða sýndar um allan heim.“ Fólki gefst kostur á að stíga á hjólin frá klukkan 16-20 á virkum dögum og 10-17 um helgar frá 29. nóvember. Reiðhjól notuð til að tendra ljósin á jólatrénu Jólatré á Ráðhústorginu. KANADÍSK kona, sem hefur verið frá vinnu vegna þunglyndis, segist hafa misst sjúkratryggingabætur frá tryggingafélagi vegna mynda sem hún birti á samskiptavefnum Facebook á netinu. Konan kveðst hafa haft samband við tryggingafélagið þegar hún missti bæturnar og henni hafi verið sagt að hún teljist ekki lengur óvinnufær. Starfsmaður félagsins hafi lýst myndum á Facebook þar sem hún hafi sést skemmta sér á krá og spóka sig á sólarströnd. Hún segist hafa skemmt sér og farið í stuttar sólarlandaferðir að lækn- isráði til að gleyma vandamálum sínum. Missti bætur vegna mynda RÚSSNESKI dýraþjálfarinn Tatíana Fílatova situr hér á rana indversks fíls sem sýndi fimi sína á sýningu rúss- nesks fjölleikaflokks sem haldin var í Krasnojarsk, þriðju stærstu borg Síberíu, í gær. FÍLL LEIKUR LISTIR SÍNAR Reuters NÝJAR reglur, sem breska stjórnin setti til að vernda skoskt viskí gegn erlendum eftirlíkingum, taka gildi í Skotlandi í dag. Þær kveða m.a. á um að aðeins megi framleiða „ein- möltung“ („single malt“) í Skot- landi og reglur um notkun nafna á viskíbrennslum og merkimiða eru hertar. Samtök skoskra viskífram- leiðenda segja reglurnar marka „tímamót“. „Þær þýða einnig að viðskiptavinir úti um allan heim fá fullnægjandi vitneskju um hvar og hvernig drykkirnir eru fram- leiddir,“ sagði Jim Murphy, ráð- herra Skotlandsmála í bresku ríkis- stjórninni. Skoskt viskí verndað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.