Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 19
Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2009 ✝ Rögnvaldur Óð-insson fæddist í Reykjavík 26. júlí 1950 og lést þar 13. nóvember 2009. Foreldrar hans eru Hulda Arnórsdóttir og Óðinn Rögnvalds- son. Systkini hans eru Kolbrún Óðinsdóttir, maki Kristján S. Ólafsson; Hrafnkell Óðinsson; Margrét Óðinsdóttir, maki Jón H. Skúlason; Ingiríður Óðinsdóttir, maki Árni Guðmundsson. Rögnvaldur kvæntist Fríðu Ólafsdóttur. Þau slitu samvistum. Eign- uðust þau saman fjóra syni, Óðin, Daníel, Finn Óla og Sveinbjörn Karl. Rögnvaldur lauk gagnfræðaprófi frá Réttarholtsskóla. Síð- an lá leið hans til Noregs og var hann þar við nám í tvö og hálft ár. Hann starf- rækti matvöruversl- un í Hátúni 10 í nokkur ár og seinna heildverslun. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hins látna. Það er skrítið til þess að hugsa að þú, kæri vinur, frændi og lífstíð- arvinur sem alltaf varst hrókur alls fagnaðar skulir vera farinn. Víst hefur lífið á stundum farið um þig óblíðum höndum en alltaf stóðst þú upp aftur með þinn óendanlega góða húmor að vopni. Við bræður munum varla eftir okkur öðruvísi en að þú værir stór hluti af lífi okk- ar og brölti. Fyrst á Bústaðaveg- inum þar sem við strákarnir upp- lifðum mörg og ógleymanleg ævintýri. Svo lá leið okkar bræðr- anna til Eyja og ekki leið á löngu þar til þú lagðir á sundið og fluttist þangað líka og fórst að höndla með húsgögn ofarlega á Skólaveginum. Fyrst eftir komu þína til Eyja bjóst þú á heimili mínu svolítið neðar á Skólaveginum, nánar tiltekið nr. 10, og stundirnar sem við fóstbræðurn- ir áttum við skin ljósastaursins utan við eldhúsgluggann í heimspekileg- um samræðum langt fram á nótt þar sem við gúffuðum í okkur rist- uðu brauði með remúlaði og skol- uðum niður með Coke eru stundir sem seint munu úr minni renna. Þú varst stundum fenginn til að líta til með börnunum á heimilinu og eitt sinn varst þú að passa Siggu Lund og stelpan hefur verið eitthvað erfið og þá datt upp úr dreng: „Sigríður ólund“. Þér varð vel til vina í Vest- mannaeyjum og hefur sú vinátta varað og þarf þá ekki annað en að nefna samband þitt við fjölskylduna á Boðaslóð (Boðó). Í öllu músik- brölti okkar bræðranna hefur þú alltaf verið fastur faktor og dyggur fylgismaður og tóku poppararnir gjarna mark á því sem Reginvaldur Roðabassi lagði til málanna. Eftir að við bræður fluttumst upp á fasta- landið og þú löngu farinn frá Eyjum héldust þau sterku tengsl er mynd- ast höfðu áfram allt til síðustu stundar. Þegar þessi óvættur barði dyra hjá þér varð okkur brugðið, en ég bara verð að segja það að ég dáðist að æðruleysi þínu og and- legum styrk. Þú ert svo sannarlega hetja. Ég veit að ég tala fyrir munn okkar allra þegar ég þakka þér fyr- ir vináttu þína, tryggð og ekki síst endalaus skemmtilegheit. Þín verð- ur sárt saknað. Röggi minn, ég ætla taka mér það bessaleyfi að birta hér texta er þú gerðir við lag sem við unnum saman að. Fuglar himinsins fljúga í rétta átt, á vorin munu fljúga beint í norðurátt. Ástarlífið blómstrar á skeri við Atlantshaf. Á haustin munu fljúga beint í sólarátt Ástin er í hjörtum fugla himinsins. Furðufuglar jarðar sveima um alla jörð, stefnulaust þeir ráfa í leit að sinni ást. Furðufuglar jarðar óska þess svo heitt að fá að finna ástina eins og fuglar himinsins. Helgi Hermannsson og fjölskylda. Rögnvaldur Óðinsson ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir. HILMAR JÚLÍUSSON lögreglumaður, Ólafsvík, lést fimmtudaginn 19. nóvember á sjúkrahúsi Akraness. Hann verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju föstudaginn 27. nóvember kl. 13.00. Blessuð sé minning hans. Egill Hilmar Jensson, Sigríður Ragna Hilmarsdóttir, Viktor Már Melsen, Steinunn Brynja Hilmarsdóttir, Björgvin Sigursteinsson, Jón Júlíusson, barnabörn og systkini. ✝ Solveig Sig-urlaug Ólafs- dóttir fæddist á Kaldrananesi í Vest- ur-Skaftafellssýslu 26. júlí 1919. Hún lést á dvalarheim- ilinu Hlévangi í Keflavík sunnudag- inn 8. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Ormsson frá Efri-Ey í Meðallandi (1893- 1987) og Guðrún Jakobsdóttir frá Skammadalshóli í Mýrdal (1890-1921). Systkini Sol- veigar eru Ormur Ólafsson, f. 10.4. 1918, og Guð- rún Ólafsdóttir, f. 26.7. 1919, d. 30.8. 2005. Eiginmaður Solveigar var Guð- jón Jónsson, f. 2.4. 1916, hann lést 1997. Börn Solveigar og Guðjóns eru Guðrún Ólöf, f. 2.9. 1941 og Jón Ágúst, f. 23.2. 1957, einnig var Þórður Örn Karls- son, f. 2.8. 1959, d. 28.11. 1991, sonur Guðrúnar Ólafar, al- inn upp af Solveigu og Guðjóni. Útför Solveigar fór fram í kyrr- þey að hennar ósk. Margs er að minnast frá löngu liðn- um dögum við andlát föðursystur minnar Sólveigar Ólafsdóttur. Ótal atvik rifjast upp ýmist í Kefla- vík eða í sumarbústað afa, Sjónarhól við Selfjall í Lögbergslandi. Tvíbura- systurnar Guðrún, uppeldismóðir mín, og Sólveig voru mjög samrýndar og áhugamál þeirra að mörgu leyti lík og einnig viðhorf til mála. Foreldrar Sólveigar, Ólafur Orms- son afi minn og Guðrún Jakobsdóttir, amma mín, hófu búskap á Kaldrana- nesi í Vestur-Skaftafellssýslu í sam- býli við forelda afa, Orm Sverrisson og Guðrúnu Ólafsdóttur og Sverri Ormsson, bróður hans. Ekki kann ég að greina frá þeim árum, en ljóst má vera að búskapur hefur verið erfiður þar fyrir þrjár fjölskyldur. Á Kaldr- ananesi fæddust með árs millibili börn afa og ömmu: faðir minn Ormur, fæddur 1918 og lifir enn í hárri elli og tvíburasysturnar Guðrún og Sólveig 1919. Afi og amma fluttu með börnin ungu árið 1920 og héldu alla leið suður á Rosmhvalanes. Settust þau fyrst að á Grund á Miðnesi, en þar keypti afi lítið þurrabúðarhús. Þaðan lá leiðin suður í Hafnir. Ekki voru þau fyrr komin þangað en ógæfa dundi yfir. Spánska veikin svonefnda, sem herjaði á landsmenn árið 1918, barst suður í Hafnir sumarið 1921. Guðrún Jakobsdóttir, amma mín, lést af völdum sjúkdómsins. Vel er hægt að ímynda sér ástand heimilisins, þegar móðirin unga var horfin frá kornungum börnum sínum og manni. En fjölskyldan átti góða að. Það leið ekki langur tími þar til úr rættist að nokkru leyti fyrir aðstoð ættingja og vina. Afi hófst handa við að reisa bæ í Höfnum, Hjalla. Hann var svo heppinn að fá til sín bústýru, mikla ágætiskonu, Sigríði Björnsdóttur, sem var ekkja eftir Ketil Magnússon í Höfnum. Vann hún síðan heimlinu allt sem hún mátti, og gekk börnunum í móðurstað að svo miklu leyti sem slíkt er hægt. Sólveig Ólafsdóttir kynntist verð- andi eiginmanni, Guðjóni Jónssyni í Höfnum, og þau fluttu til Keflavíkur árið 1948 ásamt afa mínum Ólafi Ormssyni. Frá því að ég man fyrst eftir mér hefur Sólveig verið mér afar kær. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, gat verið skapstór og sagt álit sitt og dró ekki úr gagnrýni þegar henni fannst eitt- hvað miður fara í þjóðfélaginu. Systurnar Guðrún og Sólveig sóttu reglulega guðsþjónustur í Keflavíkur- kirkju. Trúarleg leiðsögn frá bernskuárum þeirra í Höfnum og ein- læg trú á Drottin vorn Jesú Krist var ávallt leiðarljósið í lífi þeirra. Minningin um Sólveigu, föðursyst- ur mína, mun lifa með mér og ylja um ókomin ár. Guð blessi minningu minn- ar kæru frænku. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Ólafur Ormsson. Solveig Sigurlaug Ólafsdóttir Svo snöggt, svo snöggt er snilld og hæfni felld og snöfurlegur maður niður sleginn, sem átti til þann styrk og innri eld sem oft og tíðum sendi birtu um veginn. Mér finnst svo erfitt oft að skilja það hvað örlög manna geta þungbær verið, Guðbjörn Ingason ✝ Guðbjörn Ingasonfæddist á Ísafirði 17. ágúst 1937. Hann lést 16. október síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Ísa- fjarðarkirkju 24. október. hvað mannlegt líf er bundið stund og stað og staðan tæp hjá þeim sem byggja skerið. (Rúnar Kristjánsson) Elsku Búbbi, Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Elsku Ella Bogga, Sveinn Ingi, Veigar Þór og fjölskyldur, innilegustu samúðarkveðjur frá okk- ur. Dóra, Grétar, Iris og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir mín, amma okkar og langamma, ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR, áður Ásvegi 11, lést á Hrafnistu Reykjavík mánudaginn 16. nóvember. Útförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 23. nóvember kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Árdís Guðmarsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNBORGAR ÞURÍÐAR MAGNÚSDÓTTUR, Gullsmára 7, Kópavogi. Blessuð sé minning hennar. Jóhannes Pétursson, Þuríður Ingólfsdóttir, Sólborg Anna Pétursdóttir, Þórður Friðriksson, Magnús Rúnar Pétursson, ömmubörn og langömmubörn.                          Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Minningargreinar Jólatvímenningur FEB Tvímenningskeppni (jólatví- menningur) spilaður í Ásbyrgi í Stangarhyl 16. nóv. 2009. Meðal- skor 312 Árangur í N-S Ólafur Theodórs - Sigurður Ólafsson 363 Magnús Oddsson - Oliver Kristóferss. 334 Magnús Halldórss. - Júlíus Guðmss. 333 Árangur í A-V Ragnar Björnss. - Guðjón Kristjánsson 350 Guðrún Þórðard. - Elín Björnsd. 342 Hilmar Valdimarss. - Óli Gíslason 333 Gullsmárinn Spilað var á 13 borðum í Gull- smára mánudaginn 16. nóvember. Úrslit í N/S Guðrún Hinriksd. – Haukur Hanness. 317 Þorsteinn Laufdal – Jón Stefánsson 309 A/V Þórður Jörundss. – Oddur Jónss. 331 Páll Ólason – Elís Kristjánsson 315 Minnt er á að minningarmót Guð- mundar Pálssonar hefst svo fimmtudaginn 26. nóvember. Sveit Marmaris vann sveita- keppnina af öryggi. Sveitina skip- uðu: Guðrún Hinriksdóttir, Haukur Hannesson, Ármann J. Lárusson og Sævar Magnússon. Röð efstu sveita varð: Sveit Marmaris 231 Sveit Hrafnhildar Skúlad. 204 Sveit Arnar Einarssonar 202 Sveit Ragnhildar Gunnarsd. 188 Sveit Þorsteins Laufdal 179 Að lokinni sveitakeppninnivar spilaður stuttur tvímenningur. Úr- slit í N/S: Guðrún Hinriksd.-Haukur Hanness. 72 Ernst Backman-Hermann Guðmss. 71 A/V: Jóhanna Gunnlaugsd.-Halla Ólafsd. 80 Auðunn Guðmss.-Hlynur Antonss. 75 Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni í Ásgarði í Stangar- hyl 9. nóvember. Spilað á 16 borðum, með- alskor 312 stig. Árangur í N-S Rafn Kristjánsson - Júlíus Guðmss. 352 Ólafur Gíslason - Guðm. Sigurjónsson 347 Árangur í A-V Soffía Theodórsd. - Elín Guðmannsd. 390 Örn Ingólfsson - Örn Ísebarn 374 Tvímenningskeppni 12.nóv. 2009. Spilað var á 13 borðum, meðalskor 312. Árangur í N-S Gísli Hafliðason - Hulda Hjálmarsd. 383 Albert Þorsteinss. -Bragi Björnsson 362 Árangur í A-V Friðrik Jónsson - Einar Einarsson 383 Stefán Finnbogas - Hólmfríður Árnad. 355 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.