Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 22
22 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2009 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand EKKI GERA LÍTIÐ ÚR VALDI MÍNU, GRETTIR ÉG GERI ÞAÐ EKKI, HERRA ÉG GET EKKI GERT LÍTIÐ ÚR ÞVÍ ÞEGAR ÉG HUNSA ÞAÐ AH? AH? AH? AH? HÉRNA ER GRJÓTIÐ OG HÉRNA ER SLEGGJAN HRÓLFUR, HVAÐ VILTU AÐ ÉG GERI? HELGU VANTAR MÖL Í GARÐINN GORDON, ÉG GET EKKI ANNAÐ EN TEKIÐ EFTIR ÞVÍ AÐ ÞÚ KALLAR BARA Á MIG ÞEGAR ÞIG VANTAR EITTHVAÐ MÉR FINNST FRÁBÆRT AÐ FÁ GRÆNMETI FRÁ BÓNDANUM Í HVERRI VIKU. MAÐUR FÆR AÐ PRÓFA SVO MARGAR TEGUNDIR Í FRÉTTABRÉFINU ER LISTI YFIR ALLS KONAR GRÆNMETI SEM ÉG HEF ALDREI SMAKKAÐ OOJJJJ! ÞETTA HLÝTUR AÐ VERA BEISKA MELÓNAN Í SPJALLÞÆTTINUM HJÁ MARÍU LOPEZ... VIÐ HÖFUM ENNÞÁ HÁLFTÍMA TIL STEFNU... VIÐ BÍÐUM ÖLL SPENNT EFTIR KÓNGULÓARMANNINUM EKKI GERA ÞÉR OF MIKLAR VONIR, ELSKAN EN HVAÐ EF VULTURE LÆTUR AFTUR TIL SKARA SKRÍÐA Í KVÖLD? ÞÚ FERÐ EKKI FET FYRR EN ÞÚ ERT LAUS VIÐ FLENSUNA HÚN var falleg síðdegissólin sem gyllti húsin í Vesturbænum í vikunni. Og þótt kalt sé í veðri er vel þess virði að dúða sig og fá sér endurnærandi göngutúr á svona fallegu kvöldi. Morgunblaðið/Golli Í gylltum bjarma Ráðherrabíll – for- dild eða nauðsyn? NÚ þegar verið er að leggja meiri byrðar á þjóðina en dæmi eru um í sögu landsins mætti spara meira hjá hinu opinbera. Ekki vekja þó fréttir af vita- tilgangslausri Albaníu- för þingmanna vonir um vilja til aukins sparnaðar á þeim bæ. Nú stendur fyrir dyrum enn ein glóru- lausa eldsneytishækk- unin sem að venju bitnar ekki á hæstvirt- um ráðherrum heldur bara almenn- ingi og atvinnulífinu. En þetta vek- ur þá spurningu hvort allir ráðherrarnir þurfi bíl og einkabíl- stjóra á kostnað ríkisins og hvers vegna fólk með milljón á mánuði getur ekki ekið og rekið eigin bíl. Líklega er ráðherrabíll í flestum til- vikum engin nauðsyn heldur bara arfur frá fyrri tíð þegar meira svig- rúm var til að fara með almannafé eins og skít; fordild og pólitískt sjálfsdekur sem jafnaðarfólki í rík- isstjórn ber að uppræta. Sumir hafa ráðherrarnir geipað um að geta hjólað í vinnuna, eins og til að benda barnafólkinu á stóru bílunum á að því sé nú engin vorkunn að skella bara krökk- unum á bögglaberann og hjóla með þá í dag- gæsluna, leikskólann, skólann, spilatímana, sundið, íþróttaæfing- arnar, heimsóknir til vinanna og hvað það nú er allt sem börnin þurfa að sækja. Og hjóla svo í vinnuna, kannski úr Grafarvog- inum út á Nes. En barnafólkið nýtur þess nú almennt ekki að geta hoppað af hjólinu upp í heitan ráðherrabíl ef ýrir úr lofti. Leggjum ráðherrabílunum og forsetabílunum líka meðan kreppan gengur yfir og fáum bílstjórunum eitthvað þarfara að gera. Forsetinn okkar frækni getur vel, eins og flestir ráðherranna, komið sér á milli staða hjálparlaust. Atgeir Ást er… … þegar þín heittelskaða kemur með. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9-16.30, útskurður kl. 13, félagsvist kl. 13.30. Jólahlaðborð 4. desember. Árskógar 4 | Bað kl. 8-15-16, handa- vinna og smíði/útskurður kl. 9-16.30, fé- lagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handavinna, leikfimi kl. 13. Jólafagnaður 3. des. Sr. Hans Markús flytur jólahugleiðingu, Ósk- ar Pétursson syngur við undirleik Jón- asar Þóris. Matur. Uppl. í s. 535-2760. Dalbraut 18-20 | Myndlist og postulín kl. 9-16, leikfimi kl. 10 og brids 14. Félag eldri borgara, Rvk. | Brids og kaffi kl. 13, línudanskennsla kl. 17.30 og samkvæmisdans kl. 18.30, kennari Sig- valdi. Blásarasveit FEB, æfing kl. 19.30. Félagsheimilið Gjábakki | Gler- og postulínsmálun kl. 9.30 og 13, boccia kl. 9.30, handavinnustofan opin, leiðbein- andi við til hádegis, lomber kl. 13, ka- nasta kl. 13.15, kóræfing kl. 16.45, tré- skurður kl. 18 og skapandi skrif kl. 20. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postu- línshópur kl. 9, ganga kl. 10, handavinna og brids kl. 13, félagsvist kl. 20.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8 og 9, kvennaleikfimi 9, 9.45 og 10.30, bókband kl. 10, göngu- hópur kl. 11, matur og kaffi. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, m.a. tréútskurður og handavinna, vatnsleikfimi í Breiðholts- laug kl. 10.50. Frá hádegi er spilasalur opinn, kóræfing kl. 14.30. Á morgun kl. 10.30 er kennsla í stafgöngu, umsj. Sig- urður Guðmunds íþróttakennari. 7720. Háteigskirkja | Félagsvist í Setrinu kl. 13-16, eftir kaffi eru veitt verðlaun. Hraunbær 105 | Handavinna og út- skurður kl. 9, bænastund kl. 10, matur, myndlist kl. 13, kaffi. Hraunsel | Rabb kl. 9, ganga kl. 10, Gafl- arakórinn kl. 10.30, gler- og tréskurður kl. 13, boccia og félagsvist kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30, 9.30 og 10.30, opin vinnustofa frá kl. 9, brids kl. 13, matur og kaffi. Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulega. Rútuferð í boði verslunarinnar Hrafnhildar kl. 10. Myndlistarsýning Gerðar Sigfúsdóttur opin virka daga kl. 9-16, sölusýning. S. 411-2790. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Smár- anum kl. 11.30. Uppl. 564-1490, glod.is. Korpúlfar Grafarvogi | Ganga inni í Eg- ilshöll kl. 10, bútasaumur kl. 13 á Korp- úlfsstöðum. Á morgun er sundleikfimi kl. 9.30 í Grafarvogssundlaug. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Við hring- borðið, spjallhópur kvenna og hand- verks- og bókastofa opin kl. 11.30, prjónaklúbbur o.fl. kl. 13, boccia kl. 13.30, veitingar, söngstund kl. 15. Laugarból, Íþr.hús Ármann/Þróttur Laugardal | Leikfimi kl. 12.45. Vesturgata 7 | Handavinna kl. 9.15- 15.30, boccia kl. 9, leikfimi kl. 11, matur, kóræfing kl. 14.30, tölvukennsla kl. 14.30, veitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók- band, postulínsmálun, morgunstund, boccia, upplestur framh.saga, myndlist, handavinnustofan opin frá kl. 13, spilað, stóladans. Jóla og aðventufagnaður verður föstudaginn 4. des. kl. 17, jóla- hlaðborð, skemmtun og dans. Uppl. og skráning síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Salurinn opnaður kl. 9, boccia og leikfimi kl. 13, kaffi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.