Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 18
18 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2009 ✝ Sigríður M. Gísla-dóttir fæddist í Reykjavík 20. maí 1915. Hún lést á Hlév- angi í Keflavík 13. nóv. sl. Foreldrar hennar voru Gísli Gíslason verslunarmaður, f. 5. feb. 1892 á Valdastöð- um í Kjós, d. 1973, og Guðlaug Magn- úsdóttir, f. 17. apr. 1892, frá Hólmfast- skoti í Innri-Njarðvík, d. 1970. Systkini Sig- ríðar eru Gunnar Gíslason, f. 28. nóv. 1916, d. 1994. Aðalsteinn Th. Gíslason, f. 22. júní 1918, d. 2000, og Petra Gísladóttir, f. 26. nóv. 1927. 1969, maki Jóhann H. Grétarsson, þeirra barn er Þorsteinn Berg- mann, f. 2001. 3) Gunnar G. Berg- mann, f. 11. júní 1945, kvæntur Önnu Gunnarsdóttur, f. 6. okt. 1942, barn þeirra er Jóna Katrín Gunn- arsdóttir, f. 1980, maki Tryggvi Þór Róbertsson, þeirra börn eru Róbert Bergmann, f. 2002, og Lilja Berg- mann, f. 2006. Fyrir átti Gunnar Sigríði Beníu Bergmann, f. 1965, maki Gísli Einarsson, þeirra börn eru Þórdís, f. 1987, Einar, f. 1989, og Anna Katrín, f. 1993. Fyrir átti Anna 1) Gunnar Sæþórsson, f. 1968, maki Heiðdís Jónsdóttir, sonur Gunnars er Alexander, f. 1990. 2) Jóhann Axel Thorarensen, f. 1974, maki Ásdís Björk Kristinsdóttir, dætur þeirra eru Júlía Björg, f. 2005, og Thelma Sigrún, f. 2007. Sigríður vann ýmis störf um æv- ina, lengst af hjá Flugleiðum eða í 20 ár. Útför hennar fer fram frá Kefla- víkurkirkju mánudaginn 23. nóv- ember og hefst athöfnin kl. 13. Sigríður ólst upp hjá afa sínum og ömmu, þeim Magnúsi Magn- ússyni f. 16. júní 1863, d. 24. sept. 1943, og Beníu Sigríði Ill- ugadóttur, f. 22. maí 1870, d. 12. sept. 1943 í Hólmfastskoti í Innri-Njarðvík. Sigríður giftist 20. maí 1938 Þorsteini Bergmann, f. 14. júní 1914, d. 2003. Þau slitu samvistir. Börn Sigríðar og Þorsteins eru 1) Magnús Bergmann, f. 14. apr- íl 1943. 2) Sigurður Bergmann, f. 14. apríl 1943, d. 27. des. 1990. Dóttir hans er Helga Fanney Bergmann, f. Elskuleg amma mín er fallin frá. Að hugsa til þess að hún sé ekki lengur inni á Hlévangi er erf- itt. Þangað var gott að koma, drekka með henni kaffi og fá sér nammi. Hún var algjör sælgæt- isgrís og því var alltaf til nammi hjá henni. Börnin mín voru fljót að átta sig á því að hjá Siggu ömmu fengju þau alltaf nammi, þó að ég segði nei. Það var gott að vera í kringum ömmu. Hún hafði góða nærveru, talaði aldrei illa um neinn. Stund- um sat ég hjá henni og við þögð- um, enda báðar lítið fyrir að tala. Að koma til hennar þegar hún átti heima á Sólvallagötunni var skemmtilegt. Hún að leggja kapal og ég að horfa á Tomma og Jenna. Oftar en ekki spilaði hún við mig eða kenndi mér að leggja kapal. Það var gott að vita af ömmu í næsta húsi þegar ég var í Myllu- bakkaskóla. Í löngu frímínútunum hljóp ég yfir til hennar og fékk peninga til að kaupa mér pulsu og franskar. Hún var alla tíð mikil pjattrófa. Heimili hennar var ávallt snyrti- legt sem og hún sjálf. Hún fór ekki úr húsi nema vel tilhöfð. Í einu orði sagt glæsileg kona enda var hún kölluð Sigga sæta á sínum yngri árum. Að lokum vil ég þakka starfs- fólki Hlévangs fyrir frábæra umönnun og hlýju í hennar garð. Elsku besta amma mín sem náðir svo mörgum árum ég sakna þín, ég sakna þín og kveð þig með mörgum tárum. Þín Jóna Katrín. Í dag verður elsku amma mín lögð til hinstu hvílu. Mér er þungt í brjósti að horfa á eftir henni og er ég ekki ein um það. Hún Sigga amma átti 3 einstaka syni, þá Sig- urð, Magnús og Gunnar en því miður náði ég aðeins að kynnast tveimur þeirra. Ég hef svo margar góðar minningar um þig, amma, og munu þær varðveitast til ókom- inna ára. Þó ég hafi aðeins fengið 16 ár með þér munu þau ár aldrei gleymast. Aldrei var langt í hláturinn í kringum þig. Þú hafðir svo skemmtilegan orðaforða og sitja enn orð í mér sem þú sagðir þegar ég var ung. Þú varst hinn mesti sælkeri sem ég hef kynnst. Þótti okkur vinkonunum fátt skemmti- legra en að kíkja á Vinaminni og gæða okkur á nýjasta kexinu og kökum, aldrei fór maður svangur frá þér. Maður lærði alltaf eitt- hvað nýtt eftir heimsókn hjá þér, hvort sem það var bátur úr blaði eða kapall. Aldrei leiddist manni hjá þér, það var spilað, skoðaðar Járngerðarstaðarættarbækurnar eða legó. Eins erfitt og það er að horfa á eftir svona yndislegri manneskju þá hefjum við öll núna nýjan kafla í okkar lífi og varðveitum allar bestu minningarnar um elsku ömmu. Að lokum er ég með vísu sem passar svo vel við þig. Hún hljóðar svona: Þú varst alltaf svo flott og fín með bros og rjóðar kinnar. Þú varst ávallt góða, góða amma mín gimsteinn þjóðarinnar. Með söknuði og þakklæti fyrir góðu stundirnar, Anna Katrín Gísladóttir. Elsku besta amma mín, ávallt glæsileg og fín, minningar um þig geymi, þó táraflóðið frá mér streymi. Á besta stað ertu nú komin, drottinn segir ávallt „Velkomin“. Elsku amma, ég kveð þig um stundir. Þar til verða endurfundir. Elsku amma, ég vil þakka fyrir allt sem þú varst mér, sakna þess að komast ekki til þín í heimsókn og sjá fallega brosið þitt. Þín, Þórdís Gísladóttir. Ég man fyrst eftir mér hjá ömmu þegar hún var að baða mig, hún hélt á mér í handklæði og setti mig alltaf á eldhúsborðið og þar var dúllað við mig, neglur klipptar og síða þykka hárið mitt greitt, sem hún var alltaf að dást að. Ég var alin upp hjá henni meira og minna frá 2ja ára aldri, líkt og hún sem var hjá Beníu ömmu sinni og Magnúsi afa sínum í Hólmfastskoti í Innri-Njarðvík, þetta var báru- járnsklæddur torfkofi og þar standa enn tóftir við tjörnina, Þar leið henni ömmu best. Hún talaði alltaf mikið um þau hjónin, hún mikill kvenskörungur og hann léttur á fæti, ekki lengi að hlaupa út í Keflavík ef eitthvað vantaði. Á kvöldin las afi hennar Passiusálm- ana og sagðar voru sögur. Hún amma var svo mjög heil kona, sagði aldrei styggðaryrði um nokkurn mann og var svona dæmalaus íslensk kona, saumaði út og handlagin með saumavélina. Ung að árum eða um tvítugt höfðu hún og vinkona hennar leigt her- bergi (á horni Norðfjarðargötu og Vallargötu) sem þær bjuggu í og voru með saumastofu. Þessi vin- kona hennar var kölluð Helga fagra og amma Sigga sæta. Hún eignaðist 3 syni, þá Sigurð, Magn- ús og Gunnar. Sigurður fórst af slysförum á varðskipinu Tý aðeins 47 ára gamall, blessuð sé minning hans. Þegar ég var 11 ára fór ég í fyrstu Glasgow-ferðina mína með henni ömmu minni og urðu þær nokkuð margar, sú síðasta þegar hún var orðin 75 ára, Þessar ferðir voru alltaf tilhlökkunarefni og margs að minnast, það voru líka allar ferðirnar í Ölfusborgir sem við fórum ásamt fleira góðu fólki. Ég þakka starfsfólki Hlévangs, þar sem hún eyddi síðustu árunum sínum, fyrir alla þá væntumþykju og alúð sem það sýndi ömmu minni. Ég þakka henni elsku bestu ömmu allt sem hún var mér og mínum börnum og það góða vega- nesti sem hún gaf mér, ég var einstaklega heppin að eiga hana að. Megi verkurinn í brjósti okk- ar fljótt breytast í ljúfar minn- ingar. Þín, Sigríður Benía. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum.) Nú er heiðurskonan Sigríður Gísladóttir látin. Sigríður var alin upp hjá móðurforeldrum sínum á Hólmfastskoti í Innri-Njarðvík, þeim Beníu Illugadóttur og Magnúsi Magnússyni. Átti hún í fyrstu að vera þar í stuttan tíma, en amma hennar hélt fast í að hafa hana áfram. Átti hún mjög góðar minningar þaðan og þótti vænt um þann stað. Ég kynntist syni hennar Sig- urði Bergmann árið 1968, þegar við vorum samskipa á Brúarfossi. Saman eignuðumst við einkadótt- urina Helgu Fanneyju. Mér var strax vel tekið af fjölskyldu hans og fórum við oft í heimsókn til Keflavíkur. Eftir að móðir mín fór í heimsókn til Sigríðar, sagði hún; mér finnst hún eins og Keflavíkursól. Sigríður var mjög gjafmild. Hún vann hjá Icelandair að útbúa mat í flugvélar, og fór stundum í innkaupaferðir til Glas- gow. Þá keypti hún jólagjöf handa dóttur minni og lét sig ekki muna um að kaupa falleg föt handa mér í leiðinni. Hún var sér- staklega lagin við að laga og skreyta kökur. Bakaði hún fyrir okkar heimili í mörg ár. Magnús sonur hennar fór á hverjum degi að heimsækja móður sína á Hlév- ang. Var sérlega hlýtt samband á milli þeirra. Ég kveð Sigríði með þakklæti og virðingu. Ingibjörg Larsen. Við sem fengum að njóta ná- vistar Siggu móðursystur minnar berum nú söknuð í brjósti. Sigga var yndisleg kona sem gott var að koma til. Fjölskylda mín gleymir seint öllum kræsingunum sem á borð voru bornar bæði á Sólvalla- götunni og síðan Vinaminni. Strákarnir tala ennþá um brún- tertuna sem var hvergi eins og hjá Siggu frænku. Frænka mín var glæsileg kona og alltaf vel til höfð. Síðustu fimm árin hefur hún dvalist á Hlévangi við frábæra umönnun. Nú er langri ævi lokið og hún sjálfsagt hvíldinni fegin. Móðir mín saknar yndislegrar systur og biður fyrir saknaðarkveðjur og þakkir fyrir allt sem hún var henni. Elsku Maggi, Gossi og fjölskylda, við sendum ykkur hugheilar saknað- arkveðjur vegna fráfalls elsku frænku minnar. Guðlaug og fjölskylda. Sigríður Margrét Gísladóttir ✝ Þórunn Sigurð-ardóttir fæddist að Hjalla í Ölfusi 26. maí 1915. Hún lést að Hrafnistu í Reykjavík 16. nóv. sl. Foreldrar hennar voru Sigurður Steindórsson bóndi að Hjalla í Ölfusi og kona hans Arndís Jónsdóttir húsfreyja. Þórunn var elst 6 systkina sem eru Jón, Sigurlaug, Ása, Magnús og Haraldur og lifa Ása og Magnús systur sína. Þórunn giftist Guðmari Stef- ánssyni frá Götu í Hrunamanna- hreppi árið 1946. Eignuðust þau 2 börn Sigurð og Árdísi. Sigurður kvæntist Kristínu Óskarsdóttur en þau skildu. Eignuðust þau 3 börn, Inga Þór, Pétur og Þórunni, en fyrir átti Kristín soninn Einar Hansson sem Sigurður gekk í föðurstað. Sig- urður lést árið 2007. Árdís Guðmars- dóttir kvæntist Einari Jónassyni, eignuðust þau 3 börn, Guðmar, Sigríði og Einar Örn. Einar maki Árdísar lést í maí á þessu ári. Samtals eru barna- barnabörn Þórunnar 17 talsins. Þórunn og Guðmar hófu búskap að Ásvegi 11 í desember 1945 og bjuggu þar allan sinn búskap. Þórunn var heima- vinnandi hluta af ævi sinni en starfaði um tíma hjá Slát- urfélagi Suðurlands, Hjúkr- unarskóla Íslands og Hrafnistu í Reykjavík, við matreiðslu og umönn- un. Síðustu æviár Þórunnar dvaldi hún að Hrafnistu í Reykjavík. Útför Þórunnar fer fram frá Ás- kirkju í dag, 23. nóvember, og hefst athöfnin kl. 15. Á fögrum haustdegi lauk Tóta mín lífshlaupi sínu, langri ævi lokið, land tek- ið „þar sem tíminn sefur“. Tóta var hjartahlý kona, viðkvæm í lund og tilfinningarík. Hún hafði ákveðnar skoðanir á málefnum líðandi stundar en var aldrei ósveigjanleg í um- ræðu. Ættingjum sínum og vinum sýndi hún kærleika og umhyggju. Þegar sorg- in knúði dyra og áföllin dundu yfir sýndi hún hugarró, sá alltaf sólina og átti von- ina. Að leiðarlokum þakka ég Tótu minni hjartanlega fyrir vináttu, trygglyndi og elsku sem hún sýndi ætíð mér og fjöl- skyldu minni. Ég kveð hana með ljóðinu Lofsöng eftir skáldið Einar Braga og votta dóttur hennar, Árdísi og allri fjöl- skyldunni mína dýpstu samúð og bið þeim blessunar. Ég dái runna sem roðna undir haust og standa réttir þótt stormana herði uns tími er kominn að láta laust lauf sitt og fella höfuð að sverði. (Einar Bragi.) Hólmfríður Sigurðardóttir. Nú hefur hún Tóta mín, eins og ég hef alltaf kallað hana Þórunni Sigurðardótt- ur, kvatt þennan heim. Tóta og Guðmar voru nágrannar foreldra minna þegar ég fæddist og börnin þeirra, Sigurður og Árdís, urðu mínir bernskuvinir. Við Tóta héldum áfram sambandi hvor við aðra alla tíð og hún hefur átt alveg sérstakan sess í hjarta mínu. Tóta var einstök gæðakona sem vildi öllum vel og mátti ekkert aumt sjá. Hún var afskaplega myndarleg húsmóðir, hvort sem var í matargerð og bakstri eða fatasaumi og hannyrðum. Hún vildi hafa allt vandað sem hún gerði og einnig allt sem í kringum hana var. Henni var mjög umhugað um að garðurinn hennar á Ásveginum væri vel hirtur og sinnti honum vel á meðan hún hafði heilsu til – allt varð að vera eins og best varð á kos- ið. Þegar Tóta var búin að vera ekkja í mörg ár og fann að hún gat ekki heilsu sinnar vegna annast lengur heimilið og garðinn sinn eins og hún kaus að gera best, þá ákvað hún að nú væri tímabært að fara á Hrafnistu. Ég man þegar hún sagði mér frá þeirri ákvörðun sinni og hún bætti því við að hún hefði fyrir löngu sótt um og kviði því ekki að fara þangað því hún hefði unnið þar sjálf og vissi að það væri svo vel hugsað um fólkið þar. Fyrst þegar ég kom að heimsækja hana Tótu á Hrafnistu þá brá mér að koma inn í herbergið hennar. Það var uppi í risi, svo pínulítið að fyrir utan rúmið og kommóðu þá var bara pláss fyrir stólinn hennar, en gestir gátu feng- ið sér sæti á rúminu. Ég minntist á það við hana að herbergið væri nú ekki stórt. Þá sagði hún brosandi: „Þetta er bara al- veg ágætt og það eru allir svo góðir við mig hérna og vilja allt fyrir mig gera.“ Seinna þegar hún var komin í ágætlega rúmgott herbergi á fyrstu hæðinni þá lýsti ég yfir ánægju með að það færi nú betur um hana hér. Þá sagði hún af sinni alkunnu hæversku: „Ég var nú ekkert að biðja um þetta og leið bara ágætlega þar sem ég var.“ Þetta lýsir henni Tótu minni svo vel. Nægjusemi og þakklæti voru hennar einkenni. Hún talaði um það í hvert skipti sem við hitt- umst hvað allir væru góðir við sig, fjöl- skyldan, vinir og starfsfólkið á Hrafn- istu – allir voru svo góðir. Það er ekkert skrýtið að allir hafi verið góðir við hana Tótu mína því hún var sjálf svo góð við alla. Það var henni mikið áfall þegar hún missti hann Sigurð einkason sinn af slysförum og síðan Einar tengdason sinn sem henni þótti mjög vænt um. Þegar við hittumst síðast var hún orðin mjög bogin og gekk við göngu- grind. Hún hafði verið frekar slöpp um morguninn, en samt var ekki við annað komandi en að ganga með mér ganginn á enda og alveg út á tröppur til að kveðja mig þar. Ég fékk það hugboð að þetta yrði í síðasta sinn sem við hittumst og það varð raunin. Nú kveð ég þig í hinsta sinn, Tóta mín, og þakka þér fyrir allar samveru- stundirnar okkar og fyrir það hvað þú varst mér alltaf góð. Ég bið Árdísi og öðrum í fjölskyld- unni Guðs blessunar og votta þeim mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Þórunnar Sig- urðardóttur. Ragna Kristín Jónsdóttir (Didda). Stjúpmóðir mín Þórunn Sigurðar- dóttir hefur lokið hérvistarskeiði sínu og það með sóma. Hún var sátt við lífið en var tilbúin að fara. Það streyma fram minningar um mæta konu, þetta verða kveðjuorð mín með þakklæti fyrir samferðina. Tóta var alin upp á kirkjustaðnum Hjalla í Ölfusi, þar sem var snyrtileg og falleg umgengni bæði úti og inni. Hún sem elsta systirin tók snemma þátt í heimilisstörfum á barnmörgu heimili, þar sem alltaf var margt fólk og mikill gestagangur. Í vöggugjöf hlaut hún dugnað og umfram allt samviskusemi. Hún lét ekki mikið á sér bera en var alltaf ljúf, traust og góð. Tóta var pabba mínum dásamlega góð eiginkona. Samband þeirra ein- kenndist af gagnkvæmri ást og virð- ingu. Þegar heilsu pabba hrakaði gerði hún allt sem í hennar valdi stóð til að bæta líðan hans. Virðing mín og þakk- læti eru takmarkalaus. Systkinum mín- um var hún yndisleg móðir og hlúði að þeim af ósérhlífni. Tóta var einhver sú besta manneskja sem ég hef kynnst. Hún ræktaði garð- inn sinn og vináttuna, lét sér annt um hag ættingja sinna og vina, mætti öllum með jákvæðu viðmóti. Guði séu þakkir fyrir hana Tótu mína og að hún fékk hægt andlát 94 ára gömul. Það er gulls ígildi að eiga góða stjúpmóður og vin. Samúðarkveðjur frá okkur öllum, börnum mínum og fjölskyldum þeirra. Helga Guðmarsdóttir. Þórunn Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.