Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2009 Bók fyrir fólk á aldrinum 10 til 106 ára sem hefur gaman af að hugsa. Hver rakar rakarann sem rakar alla sem raka sig ekki sjálfir? Hvað varð um týnda jólasveininn? Er hægt að koma sjö krökkum á sex stóla, þannig að hver hafi sitt sæti? Getum við ferðast inn í fortíð eða framtíð og snúið aftur? Er talan níu tengd afmælisdögum alls frægs fólks? Þessar spurningar og miklu fleiri eru settar fram í bókinni AHA! Ekki er allt sem sýnist. Í henni eru furðulegar þrautir og þversagnir fyrir alla sem eru klárir og skemmtilegir. Heimur hf. 512-7575, Pantanir: aha@heimur.is Aha! - þá þarftu ekki að leita lengur að jólagjöfinni fyrir þá. er allt sem sýnist ÞRAUTIR OG ÞVERSAGNIR FYRIRALLA Martin Gardner aha! Ekki Átt þú klára og skemmtilega vini á aldrinum 10-106 ára? Morgunblaðið/Ómar Kaupþing Þrátt fyrir mikil áföll varð hagnaður fyrst eftir hrun. FRÁ því að Nýja Kaupþing var stofnað eftir bankahrunið í fyrra, eða frá 22. október til ársloka 2008, hagnaðist bankinn um 4,8 milljarða króna eftir skatta. Gengishagnaður vegna nærri 7% veikingar krón- unnar á tímabilinu nam rúmum 31 milljarði króna en virði útlána og úti- standandi krafna dróst saman um 19,7 milljarða króna á þessum tíma vegna skertrar greiðslugetu lán- þega. Í tilkynningu bankans, er nú nefn- ist Arion banki, kemur m.a. fram að tekjur frá rekstri hafi numið 31,4 milljörðum. Hreinar vaxtatekjur voru 4,2 milljarðar og hreinar þókn- unartekjur 1,3 milljarðar. Kostnaðarhlutfall bankans var 19,5% en að teknu tilliti til geng- ishagnaðar og óreglulegra liða í kostnaði er kostnaðarhlutfallið 49,5%. Heildareignir Nýja Kaupþings voru 641,2 milljarðar í lok árs 2008 og eigið fé nam 76,9 milljörðum. Arðsemi eigin fjár var 39,4% miðað við heilt ár og hagnaður á hlut var 0,38 krónur. Gróði fyrst eftir hrun Virðisrýrnun um 20 milljarða króna Þetta helst ... ● FÉLAGIÐ Titan Global, sem Jónas Tryggvason, fv. framkvæmdastjóri hjá Actavis, veitir forstöðu, hefur óskað eft- ir viðræðum við Faxaflóahafnir um gerð og undirritun viljayfirlýsingar um úthlutun lóðar fyrir gagnaver á Grund- artanga. Bréf þessa efnis var lagt fyrir stjórn Faxaflóahafna sl. föstudag og var hafnarstjóra falið að taka upp við- ræður við Jónas og aðra forsvarsmenn Titan Global. Fram hefur komið í Morg- unblaðinu að félagið hefur um nokkurt skeið undirbúið gagnaver hér á landi. Hefur Titan átt viðræður við mörg stór- fyrirtæki um að koma hingað. Titan Global vill gagna- ver við Grundartanga ● SAMBAND ís- lenskra sparisjóða efndi til aðalfundar í Reykjanesbæ um helgina. Samþykkt var ályktun þar sem sparisjóðirnir heita því að taka þátt í uppbyggingu ís- lensks samfélags og bæta fyrir sinn þátt í þeim vanda sem við er að kljást. Skorar fundurinn á stjórnvöld að koma með öllum ráðum í veg fyrir að það við- skiptasiðferði, sem komst á í kjölfar einkavæðingar bankanna, nái fótfestu að nýju. Í ályktuninni segir einnig að þótt margir sparisjóðir séu laskaðir eftir undangengin áföll hafi þeir þrátt fyrir allt flestir enn staðið af sér bankahrun- ið. Þeir hafi nú samið við innlenda og erlenda lánardrottna sína en þurfi að- eins tímabundna aðkomu ríkisins til að komast í gegnum erfiðleikana. Kynnt var á aðlfundinum ný vörumerkjakönn- un Capacent sem sýndi að sparisjóð- irnir hafa jákvæðasta ímynd fjármála- fyrirtækja hér á landi. Var könnunin gerð 21. október til 2. nóvember sl. Sparisjóðir vilja taka þátt í uppbyggingunni fyrri hluta ársins. Eðli málsins sam- kvæmt hefur krafan lækkað enn frek- ar hjá einstaka útgefendum. Eftir- spurn mun hafa verið mest eftir skuldabréfum útgefenda sem eru annaðhvort í neðsta flokki þeirra sem eru taldir fjárfestingarhæfir eða þá í efsta flokki ruslútgefenda. Ekki allar dyr opnar En þar með er ekki sagt að fyrir- tækjum og stjórnvöldum með lélegt lánshæfismat standi allar dyr opnar. Þrátt fyrir að ávöxtunarkrafan hafi lækkað eitthvað er fjármagnskostn- aður mun hærri en hann var á árun- um 2005 til 2007. Endurfjármögnun á þeim lánum um þessar mundir er því dýrari og einhverjar líkur eru á því að aðstæður verði ekki hagstæðar þegar nýju lánin falla loks í gjalddaga. Það svigrúm sem hefur nú myndast til útgáfu á ruslbréfum dugar því vart til þess að leysa vanda þeirra fyrir- tækja sem eru einfaldlega of skuld- sett til frambúðar. Það er kannski ekki að furða að sérfræðingar mats- fyrirtækisins S&P velti því fyrir sér hvort hætta stafi ekki af þessari vax- andi eftirspurn eftir ruslbréfum að undanförnu. Nýlega veltu þeir fyrir sér hvort fjárfestar hefðu gleymt því að alþjóðafjármálakerfið væri enn að jafna sig eftir mesta áfall sem það hef- ur orðið fyrir frá því í kreppunni miklu og réðu fjárfestum að tileinka sér öguð vinnubrögð þegar kemur að fjárfestingum í hávaxtabréfum. Gríðarleg ásókn í ruslbréfin  Viðskipti með skuldabréf í ruslbréfaflokki hafa sjaldan verið meiri á evrópskum fjármálamarkaði  Met í október er ruslbréf fyrir 6,7 milljarða evra voru gefin út Reuters Skuldabréf Viðskipti með alla flokka skuldabréfa hafa verið mikil í kaup- höllum Evrópu síðustu vikurnar, ekki síst þau sem metin eru í ruslflokki. FRÉTTASKÝRING Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is ÞAÐ felst í orðanna hljóðan að ekki er sérstaklega jákvætt að vera með lánshæfi sem er í ruslflokki, líkt og gerðist með Orkuveitu Reykjavíkur nýverið. Fjármagnskostnaður fyrirtækja og ríkja sem skipa þann flokk er miklu hærri en þeirra skuldabréfaút- gefenda sem flokkast fjárfesting- arhæfir og aðgengi að fjármagni tak- markaðra. Þrátt fyrir það hefur verið feikileg eftirspurn eftir hávaxtabréf- um sem flokkast undir rusl sam- kvæmt matsfyrirtækjunum. Á þetta sérstaklega við evrópska fjár- málamarkaðinn. Samkvæmt Dow Jones-fréttaveitunni voru seld rusl- bréf fyrir 6,7 milljarða evra í október- mánuði og er það met í útgáfu slíkra bréfa. Útlitið fyrir nóvember er sagt ekki vera síðra en fjölmörg fyrirtæki með slaka lánshæfiseinkunn hyggjast gefa út skuldabréf og áhugi fjárfesta er mikill. Þróunin útskýrist af eftirfarandi: Bankar og fjármálastofnanir halda enn að sér höndum þegar kemur að útlánum fyrirtækja og þar af leiðandi þurfa fyrirtæki í leit að fjármagni að reiða sig á skuldabréfamarkaði. Á sama tíma eru vextir í sögulegu lág- marki beggja vegna Atlantsála og það ásamt aukinni áhættusækni fjár- festa hefur beint kastljósinu að há- vaxtabréfum fyrirtækja með lélegt lánshæfismat. Í krafti lögmálsins um framboð og eftirspurn hefur þetta ástand leitt til þess að fjármagnskostnaður við út- gáfu ruslskuldabéfa hefur lækkað að undanförnu. Dow Jones-fréttaveitan bendir á í umfjöllun sinni að meðal- ávöxtunarkrafan á slík bréf hafi verið 8,8% í október en hafi verið 10,4% á Í HNOTSKURN »Lánshæfismat íslenskaríkisins var sem kunnugt er lækkað um eitt þrep af Moody’s og er það nú í neðsta flokki útgefenda fjárfesting- arhæfra skuldabréfa. » Í kjölfarið lækkaði mats-fyrirtækið lánshæfi OR og setti það niður í ruslflokk. Matsfyrirtækið S&P setur rík- ið í álíka flokk og Moody’s og endurmetur nú lánshæfið með neikvæðum formerkjum. Það eykur líkurnar á að breytt mat S&P setji skuldabréf ríkisins einnig niður í ruslflokk. Ruslbréfin eru af matsfyrirtækj- unum talin áhættusöm fjárfest- ing og bera því háa vexti. Við- skipti með þau hafa engu að síður verið mikil að undanförnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.