Morgunblaðið - 25.11.2009, Síða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn
Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór
Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
lagningu 1998 ehf. ekki ráð fyrir neinum af-
skriftum á skuldum félagsins. Felur það í sér að
rekstur Haga verður að standa undir skuldum
og vaxtakostnaði bæði Haga og móðurfélagsins.
Vissulega er hugsanlegt að í tilboðinu felist
að eigendur 1998 ehf. leggi meira fé í reksturinn
en þá sjö milljarða sem rætt hefur verið um eða
að þeir greiði skuldir félagsins upp með öðrum
hætti, en engar upplýsingar liggja fyrir um það.
Rekstrarhagnaður Haga fyrir skatta, fjár-
magnsliði og afskriftir (EBITDA) var um tveir
milljarðar árið 2007 og þrír milljarðar 2008.
Hagnaður Haga var um 420 milljónir árið 2007
og 530 milljónir árið 2008.
Vaxtaberandi skuldir Haga árið 2008 námu
um þrettán milljörðum króna, eða ríflega fjór-
föld EBITDA félagsins á tímabilinu og 24-fald-
ur hagnaður félagsins. Þegar skuldir 1998 ehf.
eru teknar með í reikninginn jafnast þær á við
tvítugfalda EBITDA og 113-faldan hagnað.
Rétt er að ítreka að ekki hefur komið í ljós
hvað nákvæmlega felst í tilboðinu og einnig að
skilyrði lána Haga og 1998 ehf. eru óþekkt. Af
tölunum má hins vegar ljóst vera að afar langan
tíma mun taka fyrir Haga að greiða niður eigin
skuldir og móðurfélagsins eins og þær standa
nú.
Undanfarna daga hefur ítrekað verið reynt
að ná í Finn Sveinbjörnsson, forstjóra Arion,
Jóhannes Jónsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og
Sigurjón Pálsson, stjórnarformann 1998 ehf., en
án árangurs.
Árafjöld að greiða skuldir Haga
Samanlagðar vaxtaberandi skuldir Haga og 1998 ehf. jafnast á við 20-faldan rekstrarhagnað Haga
Eigi Hagar að standa undir skuldum félaganna mun það því taka fjölda ára að greiða þær niður
Í tilkynningu Arion banka segir að tilboð
um endurskipulagningu 1998 ehf. geri
ekki ráð fyrir afskriftum skulda. Munu
Hagar því væntanlega þurfa að standa
undir skuldum móðurfélagsins.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
SAMANLAGÐAR vaxtaberandi skuldir Haga
og móðurfélagsins 1998 ehf. eru um 60 millj-
arðar króna, miðað við ársreikning Haga fyrir
síðasta ár og fréttir af skuldastöðu 1998 ehf.
Samkvæmt yfirlýsingu Arion banka frá því í
gær gerir framkomið tilboð um endurskipu-
Morgunblaðið/Ómar
„Ef ég skil þetta rétt, var tekin ákvörðun
um að taka ekki ákvörðun fyrr en eftir ára-
mót, og ég tel ekki ástæðu til sérstakra
viðbragða vegna þess,“ segir Gylfi
Magnússon viðskiptaráðherra um ákvörð-
un Arion banka að taka sér tvo mánuði til
að meta tilboðið.
Tilboð frá eigendum 1998 ehf., erlend-
um fjárfestum og stjórnendum félagsins,
um fjárhagslega enduskipulagningu hefur
ekki verið lagt fyrir stjórn Arion banka, að
sögn Ernu Bjarnadóttur, stjórnarformanns
bankans. „Ekki hefur verið boðaður
stjórnarfundur hjá bankanum. Bankinn
hefur hins vegar mikilla hagsmuna að
gæta í málinu og teljum við rétt að vanda
til verka og taka okkur þann tíma sem
okkur þykir nauðsynlegur.“
Vilja vanda til verksins
Bílaapótek Hæðarsmára
Mjódd • Álftamýri
FRAMTÍÐARSKIPULAG í Vesturbænum var efni fund-
ar, sem haldinn var í Hagaskóla í gær. Fundargestum
var skipt niður í hópa eftir málaflokkum og áttu þeir
þess kost að koma athugasemdum, gagnrýni og tillögum
á framfæri. Fundir af þessu tagi hafa verið haldnir víða
um Reykjavík undanfarið og hafa hugðarefni verið mis-
jöfn eftir hverfum. Á fundinum var rætt um þrönga að-
stöðu KR og nauðsyn þess að gera starfsemi félagsins að-
gengilega börnum alls staðar í hverfinu. Á nokkrum
borðum var vakið máls á því að tengja þurfi norður- og
suðurhluta Vesturbæjar betur með því að setja brýr yfir
eða göng undir Hringbraut. Í umræðum um skólamál
var lögð áhersla á að niðurskurður vegna bankahruns
ætti ekki að koma niður á gæðum kennslu.
Morgunblaðið/Golli
„Hvað sem þér liggur á hjarta“
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynurorri@mbl.is
FRUMVARP vegna breytinga á
óbeinum sköttum, það er álögum á
vöru og þjónustu, var lagt fram á Al-
þingi í gær. Lagt er til að gjöld á
áfengi og tóbaki hækki um 10%, sem
talið er munu skila um milljarði í
viðbótartekjur í ríkissjóð. Verði það
að veruleika hafa gjöld á áfengi
hækkað um 42% á tólf mánuðum.
Gera má ráð fyrir að rekstur bif-
reiða verði dýrari hljóti frumvarpið
samþykki, en það felur m.a. í sér 10%
hækkun á bifreiðagjaldi frá næstu
áramótum, sem er ætlað að skila
ríkissjóði árlega 500 milljóna viðbót-
artekjum. Þá er lagt til að almennt
bensíngjald hækki um 2,50 kr. á
hvern lítra en olíugjald um 1,65 kr. á
lítra. Einnig segir að í undirbúningi
sé frumvarp um kolefnisgjald, sem
ætlað er að skila ríkinu 900 milljón-
um.
Til viðbótar er lagt til að fjölmörg
skráningar- og leyfisgjöld hækki, að
meðaltali um 50%. Mest hækka
dómsmálagjöld, sem er bæði ætlað
að mæta auknum rekstrarkostnaði
dómstóla og draga úr fjölda smærri
mála sem berast dómskerfinu.
Eins og komið hefur fram er lagt
til þriggja þrepa virðisaukaskatt-
kerfi. Frá 1. mars á næsta ári verður
samkvæmt frumvarpinu bætt við
nýju 14% þrepi, og falla í þann flokk
sykurvörur, óáfengar drykkjarvörur
og sala veitinga- og kaffihúsa, sem
allt bar áður 7% skatt. Þá verður al-
mennur virðisaukaskattur hækkað-
ur úr 24,5 í 25%, en gert er ráð fyrir
að sú breyting taki gildi 1. janúar.
Reiknað er með að breytingar á
vaskinum skili 6 milljarða króna
tekjuauka ári og valdi 0,6% hækkun
vísitölu neysluverðs.
Loks er lagt til að einstaklingum
verði heimilað að leysa út séreigna-
sparnað að upphæð 1,5 milljónir fyr-
ir staðgreiðslu tekjuskatts og út-
svars, til viðbótar þeirri milljón sem
var heimiluð fyrr á árinu. Talið er að
breytingin valdi mikilli aukningu í
útgreiðslu séreignasparnaðar, sem
skili ríkissjóði 5 milljarða tekjuauka
en sveitarfélögum 2,6 milljörðum.
Áfengisgjaldið hækk-
ar um 42% á einu ári
BANDARÍSKU hagfræðingarnir
James K. Galbraith og William K.
Black gagnrýna mjög forsendur í
skýrslu Alþjóðgjaldeyrissjóðsins frá
20. október sl. varðandi sjálfbærni
vergra erlendra skulda íslenska þjóð-
arbúsins. Kemur þetta fram í bréfi,
sem þeir sendu Gunnari Tómassyni
hagfræðingi og hann sendi áfram til
alþingismanna í gær.
Segja þeir að í skýrslu AGS sé m.a.
látið undir höfuð leggjast að íhuga
áhrif mikilla skattahækkana, niður-
skurðar á opinberri þjónustu, sam-
dráttar atvinnutekna, mögulegrar
gengislækkunar og atvinnuleysis á
flutning vinnandi fólks af landi brott.
„Okkur sýnist liggja í augum uppi að
þær gífurlegu byrðar sem verið er að
leggja á örsmáan hóp vinnandi fólks
muni leiða til flutninga af landi brott.
En um leið og erlendar skuldbinding-
ar Íslands falla með sívaxandi þunga
á aðra landsmenn verður erfiðara fyr-
ir þá sem eftir eru og vilja búa áfram
á Íslandi að gera það.“
Þá segja þeir að mat AGS á hreinni
skuldastöðu Íslands sé hæpið, þar
sem það byggist á þeirri forsendu að
hægt sé að selja erlendar eignir fyrir
bókfært virði þeirra.
Einnig gagnrýna þeir spá AGS um
kröftugan hagvöxt hér á landi þrátt
fyrir miklar skattahækkanir og stór-
felldan niðurskurð opinberra út-
gjalda.
„Spáin grundvallast á mjög mikilli
aukningu hreins útflutnings sem virð-
ist hvorki vera grundvölluð á sögu-
legum viðmiðum né atvinnugreinum
og mörkuðum sem þegar eru til stað-
ar,“ segir í bréfinu. Hugsanleg upp-
sveifla í hreinum útflutningi geti ein-
ungis átt sér stað með varanlegum
samdrætti innflutnings og þar með al-
mennra lífskjara.
bjarni@mbl.is
Vara við flótta
fólks úr landi
Erlendir hagfræðingar gagnrýna AGS
James K. Galbraith William K. Black