Morgunblaðið - 25.11.2009, Side 4

Morgunblaðið - 25.11.2009, Side 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2009 www.noatun.is NEUTRAL, 1,9 KG ÞVOTTAEFNI KR./PK. 649 Frábær tilboð í Nóatúni NIVEA HERRA SNYRTIVÖRUR 20% afsláttur NÝTT Í NÓATÚNI! BÚAST má við stormi á hálendinu og suðaust- anverðu landinu, samkvæmt stormviðvörum Veðurstofunnar í gær. Einnig má víða búast við hviðum hlémegin við fjöll. Talsverð rigning verður austanlands, él norðan og norðvestan til, en léttskýjað um landið sunnan- og vestanvert. „Nú er kominn vetur í kortin eftir gott haust ut- an grimma viku í byrjun október,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við Morgunblaðið. Að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra hefur haustið verið útgjaldalítið í snjómokstri og hefur Vegagerðin komist hjá því að skerða þjónustu. „Það telur þegar tíðin er góð,“ segir Hreinn. Myndin var tekin á Vopna- firði í gær en leiðin þaðan yfir á Hérað um Hellisheiði er orðin ófær og aðeins hægt að fara um Vopnafjarðarheiði hvort sem leiðin liggur á Hérað eða norður í land. Stormviðvörun fyrir hálendið og suðaustanvert landið Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Haustið útgjaldalítið í snjómokstri FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Samkeppniseftirlitinu hefur borist kvörtun um að Hagar selji vörur undir innkaupsverði í verslunum sínum. Í lok árs 2008 lagði Sam- keppniseftirlitið 315 milljóna króna stjórnvaldssekt á Haga fyrir alvar- legt brot á samkeppnislögum. Í ákvörðuninni er komist að þeirri niðurstöðu að Hagar hafi misnotað markaðsráðandi stöðu á mat- vörumarkaði með því að selja til- teknar vörur undir kostnaðarverði. Áfrýjunarnefnd staðfesti nið- urstöðuna, en Hagar hafa stefnt samkeppnisyfirvöldum fyrir hér- aðsdóm vegna málsins. Tilefni rannsóknar stofnunarinnar var undirverðlagning á árunum 2005 og 2006, en þá hóf Krónan markaðs- sókn. Í kjölfarið hófst verðstríð sem birtist m.a. í því að um tíma var mjólkurlítrinn seldur á eina krónu. Athugun Sam- keppniseftirlits- ins leiddi í ljós að Hagar hefðu markaðsráðandi stöðu. Í lok rann- sóknartímabilsins var markaðs- hlutdeild Haga á matvörumarkaði um 50% á land- inu öllu og um 60% á höfuðborgarsvæðinu. Mark- aðshlutdeild keppinautanna var miklu mun minni. Niðurstaðan var því sú að Hagar hefðu brotið 11. grein samkeppnislaga, en í henni er lagt bann við hvers konar misnotk- un á markaðsráðandi stöðu. „Þessi niðurstaða veitir leiðbein- ingu um hvað aðila í þessari stöðu er heimilt að gera og ekki gera á matvörumarkaði,“ sagði Páll Gunn- ar Pálsson, forstjóri Samkeppn- iseftirlitsins. Páll Gunnar sagði að hugsanleg undirverðlagning Haga hefði ekki komið til rannsóknar að nýju eftir að úrskurður áfrýjunarnefndar féll fyrr á þessu ári. Hann staðfesti hins vegar að nýverið hefði borist kvörtun til stofnunarinnar þar sem því væri haldið fram að Hagar seldu enn vörur undir kostn- aðarverði. Hann sagði að Sam- keppniseftirlitið væri að taka af- stöðu til meðferðar á þessari kvörtun. Saka Haga um samkeppnisbrot  Samkeppniseftirlitinu hefur borist kvörtun um að Hagar selji vörur undir kostnaðarverði  Hagar eru með markaðsráðandi stöðu og greiddu fyrir ári 315 milljónir í sekt fyrir samkeppnisbrot Fyrir ári komst Samkeppniseftir- litið að þeirri niðurstöðu að Hag- ar hefðu misnotað markaðs- ráðandi stöðu sína. Stofnunin hefur nú fengið nýja kvörtun. Páll Gunnar Pálsson „VEITINGAHÚS eru mjög ólík matvöruversl- unum að því leyti að mat- vöruverslanir breyta verði oft á dag. Það gera veitingahús ekki. Það eru gefnir út matseðlar og sendir á erlendar ferðaskrifstofur út um allan heim og menn breyta því ekki verði með skömmum fyr- irvara.“ Þetta sagði Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar, um þá gagnrýni að veitingahúsin hafi skilað seint og illa til neytenda lækkun á virðis- aukaskatti vorið 2007. Skatturinn lækkaði úr 24,5% í 7%. Erna sagði að það væru hundr- uð veitingahúsa á Íslandi og án efa mismunandi hvernig skatta- lækkunin hefði skilað sér inn í verðið. Hún sagðist vita að skyndi- bitastaðir hefðu strax lækkað verðið hjá sér. Einnig hefði hrá- efnisverð hækkað mikið haustið 2006 og sum veitingahús ákveðið að bíða með að hækka verð þar sem vitað hefði verið að virð- isaukaskattslækkun væri fram- undan. Fyrir Alþingi liggur tillaga um að virðisaukaskattur á veitingahús hækki úr 7% í 14%. egol@mbl.is Veitingahús ekki með tíðar verðbreytingar Erna Hauksdóttir „Smásölumarkaður fyrir mat- vörur er langstærsti neyt- endavörumarkaður hér á landi og má ætla að heild- arvelta hans sé á bilinu 65- 70 milljarðar kr. á árs- grundvelli,“ sagði í nið- urstöðu Samkeppniseftirlitsins fyrir ári. Stofnunin taldi að undir- verðlagning hefði „náð til flestra þeirra vörutegunda sem voru teknar til skoð- unar“ á viðmiðunartímabilinu. Stór markaður Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is STARFSMENN sérstaks saksókn- ara gerðu í gær húsleitir í höfuð- stöðvum Byrs og MP Banka, vegna gruns um brot á almennum hegning- arlögum um, auðgunarbrot og um- boðssvik. Að sögn Ólafs Þórs Hauks- sonar, sérstaks saksóknara, voru húsleitirnar nokkuð viðamiklar og stóðu yfir í um níu klukkustundir, en lagt var hald á bæði skjöl og rafræn gögn. Samhliða húsleitunum fóru fram yfirheyrslur vegna málsins og verður þeim að sögn Ólafs Þórs hald- ið áfram í vikunni. Um tuttugu starfsmenn sérstaks saksóknara tók þátt í húsleitinni, en auk þess kom lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu að leitinni.„Tæknimenn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu aðstoðuðu okkur og sáu m.a. um handlagningu rafrænna gagna,“ seg- ir Ólafur Þór. Keyptu bréf á yfirverði Greint var frá því í Morgunblaðinu í lok október að Fjármálaeftirlitið hefði vísað til sérsaks saksóknara máli vegna láns Byrs til eignarhalds- félagsins Exeter Holdings. Lánin voru veitt í október og desember 2008 og hljóðuðu samtals upp á 1,1 milljarð króna. Voru þau veitt til þess að kaupa 1,8% stofnfjárhlut í Byr á yfirverði. Ekkert hefur verið greitt af lánunum. Á þessum tíma var markaður með stofnfjárbréf lokaður og verð bréf- anna hafði lækkað mikið. Seljendur bréfanna voru meðal annarra MP banki og tveir stjórnarmenn í Byr, þeir Jón Þorsteinn Jónsson og Birgir Ómar Haraldsson. MP banki hafði eignast sín bréf m.a. eftir veðkall á eignarhaldsfélag í eigu Ragnars Z. Guðjónssonar, sparisjóðsstjóra Byrs, og annarra stjórnenda spari- sjóðsins. Vonast til að óvissu verði eytt Fullyrt er í tilkynningu sem MP banki sendi frá sér vegna málsins, að samkvæmt upplýsingum bankans snúi húsleitin að „ákveðnum við- skiptavinum bankans en ekki að bankanum sjálfum eða starfsmönn- um hans“. Í tilkynningu sem Byr sendi frá sér segir að rannsóknin hafi ekki áhrif á starfsemi spari- sjóðsins, og að vonast sé til þess að óvissu vegna málsins verði eytt. Yfirheyrslur og húsleitir hjá Byr og MP banka Húsleitir stóðu yfir í allan gærdag og lagt hald á ýmis gögn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.