Morgunblaðið - 25.11.2009, Qupperneq 12
12 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2009
FENGUR, móðurfélag flugfélagsins
Iceland Express, hefur fengið 10
milljóna króna stjórnvaldssekt frá
Samkeppniseftirlitinu fyrir að brjóta
gegn banni samkeppnislaga við því
að samruni komi til framkvæmda áð-
ur en eftirlitið hefur heimilað hann.
Þetta kemur fram í úrskurði eft-
irlitsins frá því í gær.
Fengur og Samkeppniseftirlitið
gerðu sátt í málinu en Samkeppn-
iseftirlitið tilkynnti Feng það mat
sitt að svo virtist sem brotið hefði
verið gegn banni samkeppnislaga
við framkvæmd á samruna Fengs og
Ferðaskrifstofu Íslands. Í framhaldi
af því leitaði Fengur til eftirlitsins
og óskaði eftir því að sátt yrði gerð í
málinu.
„Viðræður leiddu til þess að sátt
var gerð við félagið líkt og Sam-
keppniseftirlitinu er heimilt sam-
kvæmt samkeppnislögum. Sú heim-
ild er til þess fallin að stytta
rannsókn og málsmeðferð sam-
keppnisyfirvalda,“ segir í frétt á síðu
Samkeppniseftirlitsins.
ivarpall@mbl.is
Fengur fær sekt
Iceland Express Sátt var gerð í máli móðurfélags Iceland Express og Sam-
keppniseftirlitsins vegna samruna við Ferðaskrifstofu Íslands.
Sameinaðist Ferðaskrifstofu Íslands
áður en samruninn var heimilaður
● Vísitala Gallup um væntingar lækk-
aði á milli október og nóvember, eftir að
hafa hækkað næstu þrjá mánuði á und-
an. Gildið í nóvember var 44,3 stig, en í
október var það 47,9 stig. Í Morg-
unkorni Íslandsbanka segir að þetta
bendi til þess að svartsýnin í garð
efnahags- og atvinnuástandsins sé að
aukast. „Þrátt fyrir þessa lækkun
mælist gildi vísitölunnar nú töluvert
hærra en það var á sama tíma fyrir ári,
auk þess hærra en það hefur að jafnaði
verið frá hruni bankanna,“ segir í Morg-
unkorni Íslandsbanka í gær.
Væntingar minnka
ÞETTA HELST ...
● Seðlabanki Íslands tilkynnti í gær um
breytta dráttarvexti og vexti af pen-
ingakröfum. Frá 1. desember hækka
vextir verðtryggðra lána og verða 5,3%
í stað 4,9%. Vextir af óverðtryggðum
lánum lækka úr 10,5% niður í 9% og
vextir af skaðabótakröfum lækka úr
7,0% í 6%. Dráttarvextir lækka og fara
úr 19% niður í 18% fyrir tímabilið 1.
desember til 31. desember 2009.
Dráttarvextir lækka
● Rekstrarfélag
Kaupþings banka
hf. hefur fengið
nýtt heiti, Stefnir
hf.
Stefnir er dótt-
urfélag Arion
banka og starf-
rækir verðbréfa-,
fjárfestingar og
fagfjárfestasjóði. Félagið er sjálfstætt
starfandi fjármálafyrirtæki og um starf-
semi þess gilda skýrar reglur um að-
skilnað reksturs frá rekstri móður-
félags. Í frétt frá Arion banka segir að
með nýju nafni vilji stjórnendur Arion
banka og Stefnis undirstrika sjálfstæði
félagsins og þann aðskilnað sem verið
hafi milli dóttur- og móðurfélags.
Rekstrarfélag Kaup-
þings verður Stefnir
Eftir Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
ÁLAG á skuldatryggingar íslenska
ríkisins hefur hækkað umtalsvert í
kjölfar þess að Moody’s lækkaði
lánshæfismat um tvö þrep niður í
Baa3. Áður en matsfyrirtækið til-
kynnti um ákvörðun sína hinn 11.
nóvember var skuldatryggingaálag
íslenska ríkisins ríflega 340 punktar
en það fór hæst í 390 punkta í vik-
unni og stóð í tæpum 380 punktum í
gær.
Þessi þróun vekur vissulega at-
hygli. Ekki síst vegna að hún hefst
eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
ákvað loks að afgreiða neyðarlán til
íslenska ríkisins eftir langa töf en að
vísu kann það að vega á móti að enn
ríkir óvissa um hver örlög Icesave-
frumvarpsins verða. Þróunin á
markaðnum með skuldatryggingar
endurspeglar væntingar fjárfesta
um greiðsluhæfi ríkja eða fyrirtækja
og er álagið einn af þeim þáttum sem
matsfyrirtæki horfa til við ákvörðun
lánshæfismats.
Að sögn Paul Rawkins, fram-
kvæmdastjóra hjá lánshæfismats-
fyrirtækinu Fitch í London, hefur
skuldatryggingaálagið á ríki í Aust-
ur og Mið-Evrópu almennt verið að
hækka að undanförnu og þar af leið-
andi sker þróunin á álagi íslenskra
stjórnvalda sig ekki úr. Hinsvegar
bendir hann á að álagið á Ísland sé
býsna hátt þegar það er borið saman
við ríki sem njóta svipaðrar lánshæf-
iseinkunnar. Þannig bendir Rawkins
á að skuldatryggingaálagið á Kas-
akstan, sem nýtur sömu lánshæfis-
einkunnar og Ísland hjá Fitch eða
BBB-, sé um 236 punktar um þessar
mundir. Álagið á ungverska ríkið,
sem eru einu lánshæfiþrepi ofar ís-
lenska ríkinu, er um 214 punktar.
Sé litið til þessara þátta og staða
Íslands miðað við lánshæfiseinkunn
Fitch borin saman við stöðu annarra
smáríkja í Evrópu sést til að mynda
að skuldatryggingaálagið á lettn-
eska ríkið, sem er með einkunnina
BB+, er 548 punktar um þessar
mundir. Fitch er að endurmeta láns-
hæfi íslenska ríkisins út frá nei-
kvæðum horfum og myndi það
lækka um einn flokk færi það í vænt-
anlega sama flokk og Lettland og
væri því í ruslflokki. Litháen er með
lánshæfiseinkunn sem er einu þrepi
hærra en einkunn íslenskra stjórn-
valda eða BBB og er skuldatrygg-
ingaálagið á stjórnvöld þar í landi
um 324 punktar um þessar mundir.
Álag ríkisins hækkar
Skuldatryggingaálag íslenska ríkisins er ívið hærra en ríkja með svipaða
lánshæfiseinkunn Álagið hefur hækkað síðan Moody’s lækkaði lánshæfismatið
Í HNOTSKURN
»Þróunin á markaðnummeð skuldatryggingar
endurspeglar væntingar fjár-
festa um greiðsluhæfi ríkja
eða fyrirtækja.
Skuldatryggingaálag íslenska
ríkisins stóð í tæpum 380 punkt-
um í gær og fór hæst í 390
punkta í vikunni. Fyrir lækkun
lánshæfismats Moody’s var það
ríflega 340 punktar.
● HS Orka til-
kynnti í gær að fé-
lagið hefði náð
samkomulagi við
lánardrottna sína
um breytingar á
skilmálum erlendra
lána. Fyrir lá að fé-
lagið uppfyllti ekki
kröfur um eig-
infjárhlutfall og rekstrarhlutföll, vegna
falls íslensku krónunnar.
Í frétt frá HS Orku kemur fram að
þess var sérstaklega getið í ársreikn-
ingi félagsins og í áritun endurskoð-
enda að félagið uppfyllti ekki kröfur
um eiginfjárhlutfall. Félagið hóf strax
samningaviðræður við erlenda lánveit-
endur sína, Norræna fjárfestingarbank-
ann (NIB), Evrópska fjárfestingarbank-
ann (EIB) og Evrópska
þróunarbankann (CEB). Þessar við-
ræður hafa leitt það af sér að nú hefur
verið undirritað samkomulag við banka
félagsins. Samkomulagið felur í meg-
inatriðum í sér að lánveitendur HS
Orku hf. auka svigrúm félagsins til frá-
vika frá fjárhagskvöðum ásamt því að
samþykkja uppskiptingu Hitaveitu Suð-
urnesja í HS Orku hf. og HS Veitur hf.
Þess í stað veitir HS Orka hf. beinar
veðtryggingar vegna lána í eignum fé-
lagsins, í stað óbeinna veða áður, auk
þess sem bankarnir hækka vaxtaálag
sitt tímabundið. Þá er staðfest að
bankarnir viðurkenna HS Orku hf. sem
nýjan skuldara í stað Hitaveitu Suð-
urnesja hf. í kjölfar uppskiptingar fyr-
irtækisins.
HS Orka semur við lán-
ardrottna um skilmála
SAGA Capital tilkynnti í gær að
bankinn hefði lokið við endurskipu-
lagningu á efnahagsreikningi sín-
um. „Í því felst að eignasafni Saga
Capital er skipt upp, þannig að þær
eigur sem tilheyra bankastarfsemi
verða áfram innan hans en aðrar
eigur eru seldar, m.a. eigur sem
draga kunna úr rekstrarhæfi og
eiginfjárstyrkleika. Þetta er enn-
fremur gert til að koma til móts við
möguleg áhrif óinnleiddra tilskip-
ana Evrópusambandsins hér á
landi,“ segir í tilkynningu frá bank-
anum.
Í vor var sagt frá því að bankinn
hefði náð samningi við íslenska rík-
ið vegna vegna skuldar upp á um 15
milljarða króna sem varð til í svo-
kölluðum endurhverfum við-
skiptum (repo-viðskiptum) við
Seðlabanka Íslands. Fram kom að
lánið átti að greiðast upp á sjö ár-
um, en vaxtakjör voru ekki gjörð
kunn.
ivarpall@mbl.is
Saga Capital skiptir
eignasafni sínu upp
Bankaeignir ennþá inni í félaginu
Góðar hugmyndir
fyrir jólasveininn...
Blokkflauta
Blokkflautur á frábæru verði!
Nokkir mismunandi litir fáanlegir.
Kúluspil
Sniðug kúluspil á
frábæru verði!
199,-
blokkflauta
Eldhússett
Sniðugt eldhússett
fyrir káta krakka.
299,-
settið aðeins:
299,-
kúluspil
Klísturboltar
Klístraðir boltar sem hægt er að kreista.
Klísturgrís
Klístraðir grísir til að kreista.
299,-
bolti
249,-
klísturgrísTattú fyrir krakka
Sniðugt tattú sem þolir vatn.
299,-
spjaldið
Litabók og litir
Litabók og litir saman í pakka
á frábæru verði!
399,-
litabók+litir