Morgunblaðið - 25.11.2009, Side 13

Morgunblaðið - 25.11.2009, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2009 Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is UMTALSVERÐAR hræringar hafa verið á verðbréfamörkuðum í Grikk- landi að undanförnu. Þær eru vegna ótta fjárfesta við afleiðingarnar fyrir gríska hagkerfið þegar evrópski seðlabankinn, ECB, dregur úr neyð- arlánveitingum sínum til fjár- málamarkaðarins í næsta mánuði. Gríska hagkerfið er sennilega það verst stadda innan evrusvæðisins. Auk áhrifa fjármálakreppu, efna- hagsniðursveiflu og versnandi sam- keppnisstöðu vegna sterks gengis evrunnar þurfa stjórnvöld að takast á við gríðarlega mikinn fjárlaga- og viðskiptahalla. Stjórnvöld stefna að því að fjárlagahallinn verði innan við 10% af landsframleiðslu á þessu ári og búist er að viðskiptahallinn nemi 13%. Á sama tíma bendir margt til þess að ECB hyggist stíga skref í átt að auknu aðhaldi í peningamálastefn- unni á næstunni. Þannig er búist við að útboðum á lánsfé til eins árs sem er án takmarkana hvað varðar heild- arhupphæð verði hætt í næsta mán- uði. Byrjað var á þessum útboðum þegar lausafjárkreppan skall á. Grískir bankar hafa verið stór- tækir í þessum útboðum, en að sögn breska blaðsins Financial Times nema lán þeirra frá ECB tæpum 8% af heildareignum þeirra. Verði um- skiptin á evrusvæðinu ekki þeim mun kraftmeiri munu því grískir bankar standa frammi fyrir umtals- vert hærri fjármagnskostnaði á næstunni. Auk þessa eiga er þeir í hættu að stór hluti eignasafns þeirra – sem eru grísk ríkisskuldabréf – falli enn frekar í verði. Lánshæfiseinkunn grískra ríkisskuldabréfa hefur verið lækkuð af Fitch og S&P niður í A-. Endurspeglar lækkunin hríðversn- andi stöðu ríkisfjármála og sligandi skuldsetningu. Um þessar mundir er skuldatryggingaálagið á gríska ríkið um 180 punktar og bilið á milli vaxta á þýskum ríkisskuldabréfum og grískum 180 punktar. Það verður að teljast til ótvíræðs spennumerkis á sameiginlegu myntsvæði. Þó verð- ur að hafa í huga að bilið var hærra þegar fjármálakreppan var í hámæli síðasta vetur. Lækkun á virði grísku ríkisskuldabréfanna mun því rýra efnahagsreikning þarlendra banka og ef lánshæfi verður lækkað enn frekar mun það hafa áhrif á á hvaða kjörum verður hægt að leggja þau fram í endurhverfum verðbréfa- viðskiptum við seðlabanka. Morgunblaðið/Kristinn Grikkland Skuldatryggingaálag á gríska ríkið er nú um 180 punktar og bil- ið milli vaxta á þýskum ríkisskuldabréfum og grískum 180 punktar. Gríska hagkerfið er á milli steins og sleggju Útlit fyrir að evrópski seðlabankinn dragi úr lánveitingum til fjármálamarkaðarins í desembermánuði Dagskrá 1. Fundarsetning 2. Kristján Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri, kynnir stöðu sjóðsins 3. Þorkell Sigurlaugsson, formaður endurskoðunarnefndar sjóðsins, fer yfir hlutverk endurskoðunarnefndar 4. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, ræðir um áhrif skattlagningar lífeyrisiðgjalda 5. Þorbjörn Guðmundsson, stjórnarmaður í sjóðnum, ræðir mögulega aðkomu lífeyrissjóða að uppbyggingu atvinnulífsins 6. Umræður 7. Önnur mál Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins Sjóðfélagafundur Sameinaða lífeyrissjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 26. nóvember 2009 kl.17.30 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. SJÓÐFÉLAGAFUNDUR Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 510 5000 mottaka@lifeyrir.is lifeyrir.is E N N E M M / S ÍA / N M 39 87 6 Fyrsta flokks skrifstofuhúsnæði í Borgartúni 26 og Ármúla 13a Landfestar bjóða til leigu afbragðsgóða aðstöðu fyrir skrifstofurekstur í vönduðum og vel skipulögðum húsakynnum á tveimur eftirsóknarverðum stöðum í höfuðborginni. B26 - Borgartún 26 108 Reykjavík 8. hæð 1.100 m2 til afhendingar í febrúar með glæsilegum innréttingum 7. hæð 1.200 m2 fullbúið með glæsilegum innréttingum og húsgögnum, til afhendingar strax 5. hæð 980 m2 tilbúið til innréttinga 2. hæð 980 m2 tilbúið til innréttinga Húsið er allt hið glæsilegasta. Auk þess fylgir eigninni þriggja hæða bílakjallari. Ármúli 13a 105 Reykjavík 2.570 m2 Eignin í heild er til leigu. Húsið er fjórar hæðir auk kjallara. Á öllum hæðum eru skrifstofurými með vönduðum innréttingm en geymslur, starfsmanna- aðstaða og mötuneyti í kjallara. Húsið er laust strax til afhendingar. Semja má um leigu á húsinu í heild eða á einstökum hlutum þess. Húsaleiga er án virðisaukaskatts. Nánari upplýsingar í síma 856 1414 Landfestar ehf. eru fasteignafélag í eigu Arion banka. Markmið félagsins er að þróa öflugt fyrirtæki á fasteignamarkaði. Félagið hefur til umráða um sjötíu og fimm þúsund fermetra af góðu húsnæði. Stærsti hluti þess er skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Meðal helstu leigutaka félagsins eru bæði ríkisstofnanir og nokkur af stærri fyrirtækjum landsins. Landfestar ehf. sími 422 1400 www.landfestar.is Til leigu - Glæsilegt skrifstofuhúsnæði ÍS L E N S K A /S IA .I S /L A F 47 47 9 11 /0 9

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.