Morgunblaðið - 25.11.2009, Page 14

Morgunblaðið - 25.11.2009, Page 14
14 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2009 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is HUNDRUÐ þúsunda hindúa komu saman í bæ í Nepal í gær til að taka þátt í hátíð sem er talin vera mesta fórnarhátíð heimsins. Gert er ráð fyrir því að alls verði yfir 300.000 dýrum fórnað á hátíðinni og dýra- verndarsamtök hafa mótmælt henni harðlega. Hátíðin er haldin á fimm ára fresti í bænum Bariyapur í suðurhluta Nepals, við landamærin að Indlandi. Hofprestar í bænum bjuggu sig und- ir að slátra meira en 15.000 bufflum og 300.000 fuglum, geitum og sauð- um á hátíðinni. „Gyðjan þarf blóð“ Fórnarhátíðin er helguð Gad- himai, gyðju valdsins. Þátttakend- urnir líta á dýrafórnirnar sem leið til að þakka gyðjunni fyrir velgengni eða biðja hana um gæfu og hagsæld. „Gyðjan þarf blóð,“ hafði frétta- vefur breska ríkisútvarpsins, BBC, eftir Chandan Dev Chaudhury, presti í Gadhami-hofinu þar sem há- tíðin hófst. „Ef einhver er með vandamál þá skerum við dýr á háls í hofinu og vandamálið leysist.“ Hofprestar hófu hátíðina með því að slátra tveimur villtum rottum, hana, svíni, geit og lambi. Áætlað var að um hálf milljón hindúa væri í bænum í gær og að alls tæki um milljón manna þátt í hátíð- inni, þeirra á meðal margir hindúar frá Indlandi. Æðsti prestur Gadhami-hofsins, Mangal Chaudhary Tharu, sagði að þátttakendurnir yrðu óvenjumargir að þessu sinni þar sem þetta væri fyrsta fórnarhátíðin í bænum eftir að stríðinu í Nepal lauk árið 2006. Vopnaðir lögregluþjónar hafa ver- ið sendir til bæjarins og yfirvöld hafa bannað áfengi á hátíðinni. Hátíðargestirnir og íbúar bæj- arins fá kjöt fórnardýranna en skinnið verður selt á uppboði, þann- ig að bæjarbúarnir hafa dágóðar tekjur af hátíðinni. Dýraverndarsamtök reyndu án árangurs að fá skipuleggjendur há- tíðarinnar og stjórnvöld í Nepal til að aflýsa hátíðinni og sögðu að hindúar gætu blíðkað gyðjuna með ávöxtum og blómum. Barátta samtakanna naut stuðn- ings þekktra dýraverndarsinna á borð við Indverjann Maneka Gandhi og frönsku leikkonuna Brigitte Bardot. Hún skrifaði forseta Nepals, Ram Baran Yadav, bréf og skoraði á hann að koma í veg fyrir að „drukkn- ir“ hindúar „skæru höfuðið af þús- undum skelfingu lostinna buffla“. Yfir 300.000 dýrum fórnað á mestu fórnarhátíð heims Reuters Umdeild hátíð Slátrarar úr röðum hindúa búa sig undir að taka þátt í dýrafórnum við hof í Bara-héraði í suður- hluta Nepal þegar mesta fórnarhátíð heims hófst þar í gær. Hátíðin er tileinkuð Gadhimai, gyðju valdsins. Dýraverndarsamtök reyndu án árangurs að hindra dýrafórnir hindúa í Nepal STARFSEMI allt að 30 leikskóla í Kaupmannahöfn lagðist niður í gær vegna mót- mæla foreldra sem eru andvígir áformum borg- aryfirvalda um að spara nær 48 milljónir danskra króna (nær 1.200 milljónir íslenskra) í rekstri leik- skólanna á næsta ári. „Flestir foreldrarnir skilja það sem við erum að gera. Og við vitum að ástandið versnar frá janúar ef við gerum ekki eitthvað núna,“ sagði talsmaður samtaka foreldra í Kaupmannahöfn. Samtökin óttast að starfsmönnum leikskólanna verði fækkað. Foreldrar mót- mæla sparnaði í leikskólum AÐ MINNSTA kosti fjögur af hverj- um fimm börnum, sem búa á mun- aðarleysingjahælum víða um heim, eiga foreldra á lífi, samkvæmt nýrri skýrslu. Alþjóðlegu hjálparsamtökin Save the Children, eða Barnaheill, segja að sumar stofnanir þvingi eða blekki fátæka foreldra til að láta börn sín af hendi. Í skýrslu samtak- anna segir að milljónum barna sé stefnt í hættu með því að vista þau á stofnunum þar sem þau geti orðið fórnarlömb nauðgana, mansals eða barsmíða. Nær væri að nota fjár- muni til að styðja fjölskyldur þann- ig að þær gætu alið önn fyrir börn- um sínum. Í skýrslunni er lagt til að eftirlit með hælunum verði hert. Um átta milljónir barna eru skráðar á munaðarleysingjahælum í heiminum en talið er að miklu fleiri séu í raun vistuð þar vegna þess að mörg barnanna eru óskráð. Mörgum börnum stíað frá foreldrum 46 ÁRA Belgi, Rom Houben, sem var talinn vera í dái í 23 ár, reyndist hafa fulla meðvitund, að sögn belg- ískra lækna. Houben lamaðist í bílslysi 1983 og var talinn vera í dauðadái þar til læknir uppgötvaði að heila- starfsemi sjúklingsins var nær al- gerlega eðlileg. Læknirinn segir að í 40% tilvika þar sem sjúklingar eru taldir vera í dái leiði nánari eft- irgrennslan í ljós að þeir hafi með- vitund. Ranglega tal- inn í dái í 23 ár Reuters Ekki í dái Houben með móður sinni. SKATTAYFIRVÖLD í Danmörku ætla að stórherða eftirlitið með fé- lögum í glæpagengjum á borð við Vítisengla og hafa fengið heimild til að ráða allt að 40 nýja starfsmenn í þeim tilgangi eftir áramótin. Eftir- litið felst meðal annars í því að bera saman framtaldar tekjur meintra glæpamanna og kaup þeirra á dýr- um bílum og bifhjólum. Segja má að ætlunin sé að beita svipaðri aðferð og bandarísk yfir- völd beittu til að hafa hendur í hári glæpaforingjans Als Capones í Chicago árið 1931. Finni danska lög- reglan grunsamlega fjármuni í fór- um meintra glæpamanna þarf hún að sanna að þeir hafi aflað pening- anna með glæpastarfsemi en sönn- unarbyrðin snýst við ef málinu er vísað til skattayfirvalda. Meintir glæpamenn, sem þykjast oft lifa á örorkubótum eða annarri félagslegri aðstoð, þurfa þá að sýna fram á að þeir hafi fengið fjármunina með lög- legum hætti. Dönsk skattayfirvöld hafa þegar lagt hald á 150 farartæki vegna slíkra mála í ár, oft dýra bíla á borð við BMW eða Harley Davidson- mótorhjól, að sögn fréttavefjar danska ríkisútvarpsins. Mönnunum er gert að greiða skatta af áætluðum tekjum sínum og sektir, auk þess sem hægt er að dæma þá í fangelsi fyrir skattsvik. bogi@mbl.is Skatturinn gegn bófum  Dönsk skattayfirvöld herða eftirlitið með glæpagengjum  Sönnunarbyrðin snýst við er lögreglan leitar til skattsins GJAFAKORT | landsbankinn.is | 410 4000 Ein gjöf sem hentar öllum Gjafakort Landsbankans er greiðslukort sem býður uppá að gefandinn ákveði upphæðina og viðtakandinn velji gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi Landsbankans. N B Ih f. (L an d sb an ki n n) ,k t. 4 71 0 0 8 -0 2 8 0 . E N N E M M /S ÍA /N M 39 89 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.