Morgunblaðið - 25.11.2009, Síða 19

Morgunblaðið - 25.11.2009, Síða 19
Umræðan 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2009 Í SEPTEMBER staðfesti forseti Ís- lands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, lög nr. 96/2009 um rík- isábyrgð vegna Ice- save. Alþingi hafði þá samþykkt ríkisábyrgð með sérstökum fyr- irvörum sem voru af- leiðing þverpólitísks samstarfs þingmanna úr öllum flokkum. Einnig kom að gerð fyrirvaranna fjöldi sérfræðinga og áhugafólks úr röðum almennings. Með hliðsjón af þessu kaus for- seti Íslands að staðfesta lögin með sérstakri áritaðri tilvísun til fyr- irvara Alþingis. Um leið og hann staðfesti lögin, hinn 2. september 2009, gaf hann út yfirlýsingu sem sjá má á heimasíðu forsetaemb- ættisins. Í tilvísun forseta sagði meðal annars að fyrirvararnir sem Alþingi samþykkti tækju að hans mati mið af: „sanngjörnum rétti þjóðarinnar, hagsmunum Íslend- inga á komandi árum og al- þjóðlegri samábyrgð“. Með sérstakri áritaðri tilvísun til fyrirvara Alþingis hefur forseti ítrekað að hann telji fyrirvarana svo mikilvægan hluta laganna að staðfesting hans hafi krafist sér- stakrar tilvísunar til þeirra. Af þessari sérstöku áherslu forseta má því álykta að án fyrirvaranna hefði hann synjað lögunum stað- festingar. Að öðrum kosti hefði sérstakrar tilvísunar til þeirra tæpast verið þörf. Þar fyrir utan er sérstök árituð tilvísun forseta Íslands við staðfestingu laga að öllum líkindum fordæmalaus í lýð- veldissögunni. Ný Icesave-lög fella niður marga fyrirvara Alþingis Alþingi Íslendinga hefur nú til meðferðar frumvarp sem felur í sér grundvallarbreytingar á lögum nr. 96/2009 um ríkisábyrgð vegna Icesave. Margir fyrirvarar Alþing- is sem forseti vísaði til í sérstakri áritun sinni eru felldir niður að hluta eða í heild. Sem dæmi um mikilvæg ákvæði í þessu sambandi sem nú eru í gildi í fyrirvörum Al- þingis má nefna fyrirvara um lok ríkisábyrgðar árið 2024 og fyr- irvara um að allar greiðslur skuli háðar ákveðnu hámarki miðað við hagvöxt. Í nýju frumvarpi er fallið frá þessum fyrirvörum og gert ráð fyrir því að ríkisábyrgð hafi engan endi, heldur framlengist um fimm ár í senn þar til skuldin er að fullu greidd. Jafnframt er gert ráð fyrir að vextir skuli ávallt greiddir utan greiðsluhámarks, óháð íslenskum hagvexti. Af þessu er ljóst að sérstök árit- uð tilvísun forseta Íslands til fyr- irvara Alþingis hlýtur að hafa gildi ef þetta nýja Icesave-frumvarp verður samþykkt á Alþingi og verður lagt fyrir forseta til stað- festingar. Forseti Íslands setti sér, með áritaðri tilvísun í sept- ember sl., ákveðin og skýr viðmið um að lög um ríkisábyrgð vegna Icesave skuli til að hljóta staðfest- ingu taka mið af „sanngjörnum rétti þjóðarinnar, hagmunum Ís- lendinga á komandi árum og al- þjóðlegri samábyrgð“. Þessi skil- yrði taldi hann einungis vera uppfyllt með fyrirvörum Alþingis í núgildandi lögum. Getur forseti Íslands staðfest ný lög um Icesave miðað við eigin skilyrði? Af ofansögðu má þrennt ljóst vera: 1. Forseti Íslands taldi fyrirvara Alþingis forsendu staðfestingar laga um ríkisábyrgð vegna Ice- save. Ekki er hægt að túlka sér- staka áritaða tilvísun hans til fyr- irvara Alþingis á annan hátt. 2. Ný lög um Icesave munu fella úr gildi marga af mikilvægustu fyrirvörum Alþingis, sem forseti lagði svo sérstaka áherslu á við staðfestingu laganna. 3. Forseti hefur með opinberri yfirlýsingu sett sér og embætti sínu skýr viðmið um það hvaða skilyrði lög um ríkisábyrgð vegna Icesave skulu uppfylla til að hljóta staðfestingu forseta. Í ljósi þessa hlýtur það að vera sanngjarnt að spyrja hvort forseti Íslands verði samkvæmur eigin yf- irlýsingu, ef ný lög um ríkisábyrgð vegna Icesave berast honum til staðfestingar? Ef forseti leggur í raun og sannleika áherslu á að slík lög taki mið af hagsmunum Íslend- inga á komandi árum, sem hann taldi fyrirvara Alþingis tryggja í september, á hann tæpast annarra kosta völ nú en að synja lögunum staðfestingar og leggja þau í dóm íslensku þjóðarinnar í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Slík staðfesta í máli sem varðar sanngjarnan rétt þjóðarinnar, þar sem óumdeil- anlega er verið að leggja miklar efnahagslegar byrðar á núverandi og komandi kynslóðir Íslendinga, hlyti að teljast forseta Íslands til sóma. Eftir Eirík S. Svavarsson og Jóhannes Þ. Skúlason » Í ljósi þessa hlýtur það að vera sann- gjarnt að spyrja hvort forseti Íslands verði samkvæmur eigin yf- irlýsingu, ef ný lög um ríkisábyrgð vegna Ice- save berast honum til staðfestingar? Eiríkur S. Svavarsson Eiríkur S. Svavarsson er lögmaður, Jóhannes Þ. Skúlason er kennari. Jóhannes Þ. Skúlason Árituð tilvísun forseta til fyrir- vara Alþingis og ný Icesave-lög BJÖRN nokkur Jóhannsson, tæknifræðingur, sendir Ómari Ragnarssyni pistil í Mbl. 11. nóv., sem hann nefnir staðreyndir um Hálslón, en áður höfðu þeir skipst á skoðunum um það mál. Nú þarf ég ekki að svara fyrir Ómar Ragnarsson, um það er hann ein- fær, enda þekk- ing hans á um- hverfisspjöllum Kárahnjúkavirkjunar meiri en svo. En málið er mér svolítið skylt, því vil ég leggja orð í belg. Tæknifræðingurinn ræðir um lit Lagarfljóts fyrir og eftir virkjun og gerir sem minnst úr þeirri breyt- ingu sem þar er á orðin. Orðrétt segir hann: „Hefur gráhvítur litur þess minnt helst á vatnsblandaða undanrennu, en mér finnst Lög- urinn nú (eftir virkjun: innsk. höf.) minna á mjólkurkaffi. Líklega er mjög einstaklingsbundið hvort er fallegra.“ Svo mörg voru þau orð. Auðheyrt er, að tæknifræðingurinn er ekki mikið kunnugur Lag- arfljóti. Litur Lagarfljóts hefur ekki verið gráhvítur í gegnum tíð- ina, heldur miklu fremur bláleitur eða blágrár og tekið á sig ýmis litaafbrigði eftir veðri og vindum. Í dag eftir virkjun er hann ekki kaffibrúnn, heldur jökulgrár aurlit- ur eða korglitur, sams konar og nú má sjá á Jöklu, þegar henni er hleypt yfir á yfirfallinu. Bláleiti lit- urinn, sem einkennt hefur Fljótið framar öðru, er gersamlega horf- inn. Það er breytingin sem orðin er. Vera kann, að í augum grein- arhöfundar og sálufélaga hans skipti það litlu máli, hvernig Lag- arfljót sé á litinn, enda geðjast þeim líklega best að dollaralitnum, sem þeir sjá hvarvetna grilla í í gegnum umhverfisspjöllin á Aust- urlandi. Fyrir okkur hins vegar, sem alin erum upp á bökkum Lag- arfljóts og munum það eins og það var með sínum sérstöku lit- brigðum, skiptir það aftur á móti miklu máli og er ekkert gamanmál. Okkur tekur sárt að sjá, hvernig Lagarfljót er leikið. Það kann að vera „einstaklingsbundið“, hvort mönnum finnst betra að nota und- anrennu eða nýmjólk út í kaffið sitt, eða hvort gefi betri lit og áferð, og að því geta menn brosað. En málið horfir nokkuð öðruvísi við, þegar um það er að ræða, að búið er að umturna einu mesta og fegursta vatnsfalli Íslands, sem er auðvitað bæði synd og skömm. Þá er spurning, hvort gamansemin eigi lengur við. Um aðrar rang- færslur greinarhöfundar hirði ég ekki. ÓLAFUR Þ. HALLGRÍMSSON, Mælifelli í Skagafirði. Undanrenna eða mjólkurkaffi Frá Ólafi Þ. Hallgrímssyni Ólafur Þ. Hallgrímsson BRÉF TIL BLAÐSINS                                      ! "   # "    # $      %    &     ! !   &   # '(       "      )   !   #    (  "      *++ "      !                  ,   "          !   "   #  "       %   &         !  ! -  #   ! .    )      "     ,         ,,     )              */012//3   (  ,#                   ) #                   *//  !   2//0 "    ( )' (  )        ! )   )            )!           ! (  #    ,,    4      )  . .      )!      ,,                 ( ,,                !    ,,         "     .   *5// *   6      !    25 '  2                ! .     7    '       (      # 6  */+ 8 !# 3   2//#    *5//# !    9   1"  2//: ;                 .   ,,        , #         ) !         !      (   ;      ,,             #  )                   ! !      2*   2//               '         <   ,,               '   ===   1   2//#    //# 2+ ' 2//

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.