Morgunblaðið - 25.11.2009, Síða 20
20 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2009
✝ Guðrún Ó. Karls-dóttir stór-
kaupmaður fæddist á
Seltjarnarnesi 20.
ágúst 1907. Hún lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 18. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Sigríður Jónsdóttir,
húsmóðir og klæð-
skeri, f. 29.8. 1874, d.
7.8. 1959, frá Brekku-
koti í Reykholtsdal,
og Karl G. Ólafsson,
sjómaður, f. 10.8.
1872, d. 18.7. 1925, frá Bygggarði á
Seltjarnarnesi. Guðrún er síðust í
hópi átta systkina sem kveður
þennan heim. Þau voru: Karolína, f.
3.6. 1900, d. 5.2. 1988; Guðjón, f.
27.11. 1901, d. 15.5. 1966; Þorbjörg,
f. 3.12. 1903, d. 25.2. 1994; Inga
Jóna, f. 29.11. 1905, d. 22.6. 1999; G.
Ólafía, f. 2.8. 1909, d. 12.1 .2009;
Bjarni, f. 8.9. 1911, d. 6.12. 1999;
Hrefna, f. 18.10. 1914, d. 2.6. 2002.
Lilja og d) Magnús Pétur. II) Erla, f.
25.6. 1959, sambýlismaður Ísleifur
Leifsson, dætur hennar og Gísla
Petersen eru: a) Sylvía Rut, gift
Björgvini G. Haraldssyni, börn
þeirra eru: Pétur, Kamilla Rut og
Erla Ýr, b) Arna Kristín, sambýlis-
maður Páll Hreinn Pálsson, dætur
Erlu og Einars Pálmasonar eru: c)
Alexandra og d) Birgitta Maren.
III) Guðrún Sylvía, f. 7.11. 1967,
börn hennar eru: a) Sigríður Diljá
Gunnarsdóttir, b) Pétur Örn Guð-
rúnarson og c) Sindri Valur Kjart-
ansson. 2) Ólöf Sylvía f. 10.4. 1940,
gift Guðmundi Kr. Guðmundssyni,
arkitekt, f. 16.5. 1937. Börn þeirra
eru: I) Guðmundur Kr. Guðmunds-
son, f. 9.1. 1964, giftur Basimu Dur-
bas, synir þeirra eru: a) Kjartan
Thor og b) Lárus Óli. II) Guðrún Jó-
hanna Guðmundsdóttir, f. 15.10.
1966, gift Halldóri Inga Guðmunds-
syni, dóttir Hildur Guðrún. III)
Dögg Guðmundsdóttir, f. 9.5. 1970,
gift Hauki Jens Jacobsen, synir
þeirra: a) Kristinn Haukur og b)
Óskar Örn, dóttir Hauks er Helena.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Garðakirkju á Álftanesi í dag, 25.
nóvember, og hefst athöfnin kl. 15.
Guðrún giftist 6.
júní 1936 Magnúsi Ó.
Ólafssyni, stórkaup-
manni, f. 29.4. 1908,
d. 3.9. 1968. For-
eldrar hans voru
hjónin Sylvía N. Guð-
mundsdóttir, fædd á
Háeyri á Eyrarbakka
13.8. 1883, d. 22.10.
1957, og Ólafur Ó.
Lárusson, héraðs-
læknir, fæddur á
Sjónarhóli á Vatns-
leysuströnd 1.9. 1884,
d. 6.6. 1952.
Börn Guðrúnar og Magnúsar
eru: 1) Sigríður Hrefna, f. 20.12.
1936, gift Pétri Björnssyni, for-
stjóra, f. 29.5. 1930, d. 14.11. 2007.
Börn þeirra eru I) Ásta, f. 17.10.
1957, börn hennar og Lýðs Frið-
jónssonar eru: a) Sigrún Hrefna,
sambýlismaður Þorgeir Frímann
Óðinsson, barn þeirra drengur
óskírður, b) Kristín, sambýlismaður
Andri Freyr Viðarsson, c) Anna
Guðrún Ó. Karlsdóttir, tengda-
móðir mín, er látin 102 ára gömul.
Ég ætla að minnast hennar í nokkr-
um orðum án þess að mæra hana
mjög, hennar vegna og mín, því við
vorum sammála um að margar
minningargreinar af því tagi væru
frekar til háðungar liðnu fólki sem
gæti ekki svarað fyrir sig.
Guðrún fæddist og ólst upp hjá
efnalitlu en duglegu fólki, systkinin
voru átta sem fæddust á 14 árum og
fóru fljótt að vinna fyrir sér. Guðrún
ólst upp á Seltjarnarnesi og í Vest-
urbæ Reykjavíkur og síðast í Hafn-
arfirði, var þá móðirin orðin ekkja.
Um tvítugt flutti Guðrún til Vest-
mannaeyja og vann lengi hjá frú
Gunnlaugsson, sem alltaf var nefnd
svo, en sú kona var dönsk læknisfrú
og rak vefnaðarvörubúð í Eyjum.
Þar kynntist Guðrún mannsefni
sínu, Magnúsi Ó. Ólafssyni. Þar
stofnuðu þau sitt fyrsta heimili og
eignuðust tvær dætur. Árið 1947
fluttu þau til Reykjavíkur og bjuggu
á Víðimel 48 og síðar á Kvisthaga 9.
Magnús var kaupsýslumaður og
flutti inn fiskveiðiskip, vélar o.fl.
tengt útgerð. Guðrún tók þátt í
rekstri fyrirtækisins og þegar
Magnús lést, hún þá sextug, tók hún
við fyrirtækinu, hélt því gangandi
og efldi það ásamt góðum og dygg-
um samstarfsmanni. Þegar hún varð
áttræð hætti hún þeim rekstri og
flutti í Kirkjulund í Garðabæ.
Þegar ég kom inn í þessa fjöl-
skyldu um 1960 og kynntist Guð-
rúnu og hennar kostum, þá var það
alveg á hreinu í mínum huga að hún
var fyrirliðinn á þeim bæ.
Guðrún, sem alltaf gekk undir
nafninu amma Gunna í fjölskyld-
unni, var mikil atorkukona, sjálf-
stæð og gafst aldrei upp, á hverju
sem gekk. Hún var mikil fyrirmynd
barna okkar og sinnti þeim alla tíð
vel og gætti þeirra oft þegar við
brugðum okkur af bæ. Í mörg ár
ferðaðist hún ásamt dætrum sínum
og oft dótturdætrum til útlanda,
bæði í austur og vestur.
Amma Gunna var mikil matar-
gerðarkona og hélt oft veislur, allt
fram yfir nírætt, og eldaði þá gjarn-
an „danskan veislumat“ en hún
hafði ung stúlka unnið í húsi efna-
fólks í Kaupmannahöfn. Hún ók sín-
um eigin bíl fram að níræðu, gerði
það með „bravúr“ og var stundum
tekin fyrir of hraðan akstur. Eitt
sinn svaraði hún löggunni: „Þessi
karl þarna með hattinn sem ég fór
fram úr komst ekki úr sporunum,
hélt bókstaflega umferðinni niðri,
sem er stórhættulegt. Ef þú ætlar
að sekta mig vil ég fá afslátt, veistu
hvað ég er orðin gömul góði?“
Þegar Guðrún var 92 ára fluttist
hún á Hrafnistu í Hafnarfirði og bjó
þar seinustu tíu árin við góða að-
hlynningu, fékk gott herbergi og
starfsfólkið hugsaði vel um hana.
Þar héldu dætur hennar upp á 100
ára afmælið 20. ágúst 2007. Þar var
vel mætt, stór fjölskylda og margir
vinir og amma Gunna var hress og
kát. Á fyrstu árum sínum á Hrafn-
istu þótti henni fólkið heldur gam-
alt, var hún þó með þeim elstu þar,
og ekki vildi hún deyja strax, var
ekki tilbúin að fara í himnaríki,
grunaði að kannski væri þar heldur
lítið um að vera.
Sómakonan Guðrún varð 102 ára
og sló þar með systrametið en fjórar
þeirra komust vel á tíræðisaldur.
Blessuð sé minning hennar.
Guðmundur Kr. Guðmundsson.
Maður kallar ekki allt ömmu sína.
Við barnabörnin viljum minnast
ömmu Gunnu okkar og skrifum
þessi minningarorð saman þar sem
hún lagði alltaf áherslu á að við vær-
um vinir og héldum góðu sambandi.
Amma Gunna var ankerið í fjöl-
skyldunni, sú sem við stóluðum á og
treystum, okkar ættarhöfðingi og
hélt fjölskyldunni saman. Við fund-
um svo vel hvað henni þótti vænt um
okkur og hvað hún bar alltaf hag
okkar fyrir brjósti enda mjög virkur
þátttakandi í lífi okkar allra. Hún
var orðin 102 ára þegar kallið kom
og erum við þakklát fyrir að hafa
haft hana svona lengi hjá okkur. Við
vitum að það er gangur lífsins að
ástvinir kveðja þegar þeir eru orðn-
ir þetta gamlir en fyrir okkur er hún
eilíf. Hún kenndi okkur góða siði en
gat verið ströng. Öll leituðum við til
hennar í lífsins ólgusjó enda vissum
við að hún mundi stappa í okkur
stálinu og við fórum alltaf sterkari
út frá henni.
Ömmu Gunnu þótti miður að hafa
ekki fengið tækifæri til að mennta
sig og talaði hún oft um það við okk-
ur, þrátt fyrir það stýrði hún fyr-
irtæki þeirra hjóna með dugnaði eft-
ir fráfall afa okkar Magnúsar.
Amma Gunna trúði á mátt bæn-
arinnar og lagði mikið upp úr því að
við kynnum bænirnar svo við gæt-
um farið með þær fyrir háttinn og
þegar okkur liði illa. Þetta var
fyrsta bænin sem hún kenndi okkur
öllum þegar við vorum lítil:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum)
Amma Gunna var mjög „elegant“
og glæsileg kona. Hún vildi að við
hugsuðum vel um okkur og tók eftir
því fram á síðasta dag hvernig við
litum út, t.d. hvort við hefðum fitnað
eða grennst. Hún hugsaði mjög vel
um heilsuna, borðaði hollt, hreyfði
sig á hverjum degi og var með sínar
eigin tennur þó svo að hún væri orð-
in þetta fullorðin. Hún fór vikulega í
lagningu fram til síðasta dags,
klæddist fötum úr fínum efnum og
gekk alltaf með hatt. Öll munum við
eftir því í gamla daga þegar við gist-
um hjá ömmu Gunnu hvernig hún
undirbjó hárið fyrir svefninn svo
það aflagaðist ekki yfir nóttina. Það
er leitun að eins duglegri og röskri
konu og ömmu Gunnu. Í einu af
ferðalögum þeirra hjóna varð afa
Magnúsi eitt sinn að orði: „Ég ætla
að láta þig vita frú Guðrún að ég
ætla ekki að fara að hlaupa á eftir
þér um alla London.“ Þá var amma
Gunna rokin mörgum skrefum á
undan honum í stórborginni.
Við barnabörnin erum mjög
þakklát fyrir að hafa átt svona frá-
bæra ömmu og góða fyrirmynd sem
ræktaði okkur svo vel og okkur þótti
svo undur vænt um. Við biðjum góð-
an Guð að geyma hana og hlökkum
til að hitta hana á ný þegar kemur
að því að hún tekur á móti okkur.
Ásta, Erla, Guðmundur
(Gummi), Guðrún (Gunna),
Guðrún Sylvía og Dögg.
Guðrún Ólafía Karlsdóttir, móð-
ursystir mín, er látin, 102 ára gömul.
Þá eru öll systkinin átta horfin yfir
móðuna miklu og næsta kynslóð
tekin við.
Síðustu árin bjó Gunna á Hrafn-
istu í Hafnarfirði þar sem henni leið
vel og talaði jafnan um að þar væri
vel um hana hugsað og fannst mikið
gert fyrir íbúana þar. Þetta ber vott
um hið jákvæða hugarfar Gunnu
frænku.
Hún var ekki að kvarta eða sýta
sitt hlutskipti. Upp á síðkastið sagði
hún reyndar að það væri nú allt í
lagi að fara að kveðja, en jafnframt
var hún bara nokkuð stolt yfir að
vera búin að ná þessum háa aldri.
Í hundrað ára afmælinu hennar á
Hrafnistu var haldin mikil veisla þar
sem Gunna var eins og drottning
umkringd afkomendum í fjóra ætt-
liði ásamt öðrum ættingjum.
Gunna var mikil uppáhalds-
Guðrún Ó. Karlsdóttir
Minningar á mbl.is
Brynja Ingibjörg
Brynleifsdóttir
Mallios
Höfundar: Tobbi, Magga
og börn
Heiða
Hólmfríður Magnúsdóttir,
Sólrún Björgvinsdóttir, Sólrún
Benediktsdóttir og Kristín
Engiljónsdóttir
Einar Borgfjörð
Ásgeirsson
Höfundur: Ágúst Ragnar
Gestsson
Erika Anna
Einarsson
Höfundar: Björn Guðjónsson
og Ólafía Friðbjörnsdóttir
Guðmundur
Tryggvason
Höfundar: Björk, Reynir
og Elfa Þöll
Rögnvaldur
Óðinsson
Höfundur: Drífa Jónsdóttir
✝
Móðir okkar,
SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR
frá Skógargerði,
Árskógum 6,
lést þriðjudaginn 17. nóvember.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn
27. nóvember kl. 15.00.
Smári Hermannsson, Ásdís Elfa Jónsdóttir,
Dagný Hermannsdóttir,
Hermann Hermannsson, Sigríður Guðmundsdóttir,
Gísli Hermannsson, Margrét Kristjánsdóttir,
Ragnheiður Hermannsdóttir, Hugo Þórisson,
Stefán Hermannsson, Arnfríður Einarsdóttir,
Ívar Ásgeirsson, Þórunn Árnadóttir
og fjölskyldur.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
GUÐLEIF HELGADÓTTIR,
áður til heimilis
Byggðarholti 29,
Mosfellsbæ,
lést á Hrafnistu Víðinesi miðvikudaginn
18. nóvember.
Hún verður jarðsungin frá Lágafellskirkju fimmtudaginn
26. nóvember kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hallgrímur Greipsson, Eli Paulsen,
Kristján Greipsson, Borghildur Ragnarsdóttir,
Guðbjörg Greipsdóttir,
Pálína Lórenz.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÞÓRARINN ÞORKELL JÓNSSON
endurskoðandi,
Hólabraut 2,
Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
mánudaginn 23. nóvember.
Útför verður auglýst síðar.
Þorbjörg Jónsdóttir,
Jón Þórarinsson, Birna María Antonsdóttir,
Helga Halldóra Þórarinsdóttir, Dagur Jónasson,
Bryndís Þórarinsdóttir, Halldór Geir Þorgeirsson,
Þórarinn Eiður Þórarinsson, Alexandra Maria Klonowski,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ELÍN GUÐJÓNSDÓTTIR,
áður Tjarnarbraut 25,
Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu Reykjavík mánudaginn
23. nóvember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Sveinn Magnússon, Kristín Bragadóttir,
Margrét Sesselja Magnúsdóttir, Ólafur Emilsson,
Ingibjörg Magnúsdóttir, Einar Ólafsson,
Elín Magnúsdóttir, Garðar Briem,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ÓLAFÍA SIGRÍÐUR JENSDÓTTIR,
Hamraborg 18,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn
23. nóvember.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn
30. nóvember kl. 15.00.
Ólöf Línberg Gústafsdóttir, Kristján Ellert Benediktsson,
Jens Línberg Gústafsson,
Ingvaldur Línberg Gústafsson, Arna Kristmannsdóttir,
Guðbjörg Línberg Gústafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.