Morgunblaðið - 25.11.2009, Page 22

Morgunblaðið - 25.11.2009, Page 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2009 Brynja Ingibjörg Brynleifsdóttir Mallios ✝ Brynja Ingi-björg Bryn- leifsdóttir Mallios fæddist á Ak- ureyri 3. maí 1953, en ólst upp og bjó í Keflavík frá 1954. Hún lést á sjúkrahúsi í La- keland í Flórída 2. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Aðalheiður Axelsdóttir, f. 1931, d. 1992, og Bryn- leifur Jóhannesson, f. 1930, d. 2007. Hún átti fjóra bræður: 1) Jón Bryn- leifsson, f. 1951, í sambúð með Ing- unni Sigurðardóttur. Jón átti tvo drengi úr fyrra hjónabandi, Brynleif, f. 1969, og Ágúst, f. 1973. 2) Jóhannes Brynleifsson, f. 1956, kvæntur Sigríði Garðarsdóttur og áttu þau þrjá drengi, Aron, f. 1986, d. 2004, Pétur, f. 1990, og Núma, f. 1995. Jóhannes átti tvo drengi úr fyrra hjónabandi, Brynleif, f. 1978, d. 2000, og Krist- ófer, f. 1979. 3) Karl Brynleifsson, f. 1958, kvæntur Jónínu Skaftadóttur og eiga þau tvær dætur, Ásthildi, f. 1995, og Karen, f. 1998. 4) Tobías Brynleifsson, f. 1960, kvæntur Mar- gréti Jónsdóttur og eiga þau tvö börn, Aðalheiði, f. 1986, og Róbert, f. 1991. Brynja var þrígift í Bandaríkjunum. Hún hefur búið í Bandaríkjunum meirihluta fullorðinsára. Hún giftist Philip Mallios 3. maí 1992 og hafa þau búið síðustu 17 ár í Flórída. Brynja átti einn son, Jósep Lárus Brynleifsson, f. 1971. Foreldrar hennar ólu Jósep upp hér á Íslandi. Jósep hef- ur búið í Bandaríkjunum síðustu árin, frá 1997. Hann er tvíkvæntur og á þrjú börn, Ágústu, f. 1997. Síðan á hann tvo drengi, Nolan, f. 1999, og Hunter, f. 2002, sem búa í Bandaríkjunum. Brynja hefur unnið við þjónustu- og verslunarstörf bæði hérlendis og er- lendis. Þjónustulundin var mjög mikil og var hún vel liðin þar sem hún vann. Enda hörkudugleg og gefandi kona. Útför Brynju Ingibjargar fór fram í kyrrþey á Íslandi. Meira: mbl.is/minningar Guðmundur Tryggvason ✝ GuðmundurTryggvason var fæddur 29. apríl 1918 í Finns- tungu, Blöndudal í Austur- Húnavatnssýslu. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Sauðárkróks 9.11. 2009. Hann var sonur Tryggva Jónassonar, f. 1892, d. 1952 og Guðrúnar Jóhönnu Jónsdóttur, f. 1880, d. 1967. Guð- mundur kvæntist Guðrúnu Sigríði Sig- urðardóttur, f. 18.4. 1924, d. 15.12. 1975 þann 31.12. 1946. Guðmundur og Guðrún áttu saman fjögur börn. Þau eru: Grétar Finndal, f. 4.7. 1948, Heim- ir Finndal, f. 23.8. 1949, Áslaug Finn- dal, f. 5.1. 1951 og Svanhildur Finndal, f. 19.7. 1953. Guðrún átti áður Garðar Röðul Kristjánsson, f. 15.9. 1943, d. 15.1. 1998. Grétar er giftur Ingunni Gísladóttur, f. 15.5. 1950 og eiga þau Björk, f. 23.4. 1969, Reyni Finndal, f. 29.12. 1972, Elfu Þöll, f. 1.2. 1975 og Ágústu Ösp, f. 27.10. 1987, d. 17.1. 1988. Björk er í sambúð með Borgari Valgeirssyni, f. 4.2. 1968 og eiga þau Valgeir Eini, f. 22.1. 2005. Reynir er í sambúð með Önnu Huldu Sigurðar- dóttur, f. 13.6. 1976 og eiga þau Hildi Ösp, f. 18.9. 1994 og Grétar Víði, f. 7.6. 2001. Anna Hulda átti fyrir Sölmu Björk Haraldsdóttur, f. 8.2. 1999. Elfa er gift Gunnari Tómassyni, f. 29.12. 1974 og eiga þau Tómas, f. 12.7. 2006 og Egil, f. 7.11. 2008. Heimir er í sam- búð með Fanneyju Maríu Maríasdóttur, f. 9.6. 1955 og eiga þau saman Yngva Finndal, f. 29.4. 1978, Guðrúnu Hörpu, f. 1.6. 1982 og Atla Finndal, f. 21.2. 1984. Fanney átti fyrir Elísabetu Agn- arsdóttur, f. 6.9. 1972. Guðrún er í sambúð með Snorra Harðarsyni, f. 26.4. 1971 og átti Guðrún áður Maríu Rós Erlendsdóttur, f. 19.6. 2000. Atli er í sambúð með Sólveigu Þórstínu Runólfsdóttur og eiga þau Veigar Finn- dal, f. 8.8. 2006 og Marías Finndal, f. 15.7. 2008. Elísabet er í sambúð með Grétari Örvarssyni, f. 11.7. 1959 og á Elísabet úr fyrri sambúð Viktor Haga- lín Magnason, f. 25.6. 1996. Áslaug er gift Halldóri Bjarna Maríassyni, f. 9.10. 1952 og eiga þau þrjá syni, Guðmund Rúnar ,f. 21.9. 1971, Garðar Kristján, f. 30.12. 1975 og Gunnar Tryggva, f. 14.3. 1979. Guðmundur er giftur Ragn- heiði Sólveigu Ólafsdóttur, f. 23.4. 1974 og eiga þau Axel Gauta, f. 16.6. 1992 og Natan Geir, f. 15.12. 1998. Garðar er í sambúð með Önnu Ingi- gerði Arnarsdóttur, f. 10.11. 1969 og eiga þau Arnar Darra, f. 17.9. 2008. Gunnar er í sambúð með Þórdísi Hauksdóttur, f. 15.7. 1978 og eiga þau Halldór Smára, f. 12.12. 2001 og El- ísabetu Kristínu, f. 29.1. 2008. Guð- mundur bjó lengst af í Finnstungu og stundaði þar búskap og smíðar. Hann bjó í Húnaveri frá 1976-1983 þar sem hann var húsvörður samhliða búskap. Á þessum árum fór hann að huga að skógrækt við Sölvatungu, sem er part- ur úr landi Finnstungu. Þar byggði hann sér hús og bjó þar frá árinu 1984. Á efri árum átti skógrækt, út- skurður og rennismíði hug hans allan. Guðmundur var virkur í félagslífi sveit- arinnar. Hann starfaði fyrir Bún- aðarfélag Bólstaðarhlíðarhrepps og Veiðifélag Blöndu og Svartár auk þess sem hann var frá unga aldri í Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Útför Guðmundar Tryggvasonar fór fram frá Blönduóskirkju 21. nóvember 2009. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is Við amma sitjum úti á svölum í Munkn- um. Amma búin að hita te handa okkur og hræra hun- angi út í og við maulum ristað brauð með smjöri. Að sjálfsögðu er hun- angi bætt ofan á brauðið líka. Einn af mörgum fallegum morgnum sem við áttum saman á svölunum hjá henni og afa. Útvarpið í botni, jafn- vel eitt í hverju herbergi, því ekki mátti amma Hlín missa af fallegri tónlist sem var spiluð í útvarpinu og því síður fréttum úr pólitíkinni. Svo var spjallað. Þegar amma fór svo að sinna hús- verkum eða spjalla við gesti sem sátu löngum stundum í eldhúsinu hjá henni og afa Rögg, laumuðumst við Gunna Hlín frænka gjarnan nið- ur í kjallara þar sem var að finna kynstrin öll af efnisströngum, töl- um, gömlum fötum, handsnúnum reiknivélum, bókum, Vikunni – svo ekki sé minnst á snyrtiborðið henn- ar sem var fullt af skarti og snyrti- dóti. Það voru ótaldar umferðir sem voru teknar í gegnum dótið hennar án þess að amma hreyfði minnstu mótmælum við umganginn um djásnin hennar. Svo var maður kallaður upp í eld- Hlín Stefánsdóttir ✝ Hlín Stefánsdóttirfæddist í Haga- nesi í Mývatnssveit 21.10. 1915. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Hlíð 5. nóvember 2009. Útför Hlínar fór fram frá Akur- eyrarkirkju 16. nóv- ember 2009. Meira: mbl.is/minningar hús í miðjum leik til að máta kjóla, kápur, dragtir eða skíða- dress sem amma saumaði á okkur. Ekki mátti eyða pen- ingum í nokkurn óþarfa enda var saumaskapur á keyptum fötum gjarn- an gagnrýniverður fyrir óvönduð snið eða slælegan frágang. Í þá daga gat manni sem barni reyndar gramist að þurfa að koma í mátun og stífnaði jafnvel upp við tilhugs- unina um að títuprjónn gæti slæðst í upphandlegginn á manni – en montnari en flestir varð maður þeg- ar dressunum frá ömmu var loksins skartað. Hin síðari ár er maður orð- laus yfir því hversu miklu hún kom í verk. Og ekki síður hversu mikill listamaður á sínu sviði hún var. Hver einasti millimetri skyldi stemma. Amma Hlín var best klædda kona á Akureyri fyrr og síðar. Ævinlega var hún í dragt sem hún hafði saum- að sjálf, óaðfinnanlega sniðinni að fínlegum kroppnum, með barða- stóran hatt, uppháa hanska í stíl, veski og að sjálfsögðu risastór, kol- svört gleraugu sem huldu hálft and- litið. Sumir hattarnir voru með neti niður á andlitið. Eldrauður varalit- ur og kolsvartar hárfínar augabrýr fullkomnuðu svo útlitið. Dömulegt og hálffeimið bros þegar svo bar undir – en undir niðri bjó gríðar- lega sterk réttlætiskennd og mikil pólitík sem amma Hlín lá ekki á ef á þurfti að halda. Frábær blanda af dömu og baráttujaxli. Fyrirmynd. Í Hagnesi í Mývatnssveit var af- drep ömmu og afa – í Bústaðnum þeirra þar sem við barnabörnin dvöldumst nánast allar helgar. Yndislegt ævintýraland fyrir okkur börnin. Ævintýrin af Hlyni kóngs- syni, Ásu, Signýju og Helgu, Loð- inbarða og fleiri tröllum og tröll- skessum urðu ljóslifandi fyrir augum okkar þegar amma sagði frá. „Þú ættir að skammast þín, frú kanína.“ Elsku amma Hlín. Ég er þakklát og stolt af því að hafa átt þig að sem ömmu og félaga. Þú átt ævarandi þakkir skildar fyrir ómetanlega ást og óeigingjarna aðstoð sem þú veittir mér og mínum. Ástarþakkir fyrir að vera amma mín, Helga Hlín. Látin er á Akureyri Hlín Stef- ánsdóttir frá Haganesi í Mývatns- sveit. Þegar mér barst þessi frétt hvarflaði hugur minn aftur til menntaskólaáranna upp úr 1960. Ég var einn af þeim stóra hópi sem naut velvildar og gestrisni Hlínar og eiginmanns hennar Rögnvalds Rögnvaldssonar kaupmanns og síð- ar húsvarðar við Ráðhúsið á Akur- eyri. Rögnvaldur rak um skeið margrómaða sjoppu undir kirkju- tröppunum og þangað safnaðist alls konar fólk til að tefla og spila, spjalla og ráða ráðum sínum, segja sögur eða yrkja ljóð. Þau hjónin höfðu þetta aðdrátt- arafl sem orkar sérdeilis vel á þá sem á einhvern hátt standa höllum fæti eða eiga erfitt með að fóta sig á lífsgöngunni. Þau voru skilningsrík með hjartað á réttum stað. Seinna leigði ég um skeið í húsi þeirra við Munkaþverárstræti 22 ásamt nokkrum öðrum mennta- skólanemum. Þar var gott samfélag ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÁRNA GRÉTARS FINNSSONAR hæstaréttarlögmanns, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki á Landspítala Fossvogi. Starfsfólk Sólvangs og St. Jósefsspítala fær einnig sérstakar þakkir fyrir ómetanlega umönnun og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Oliversdóttir, Lovísa Árnadóttir, Viðar Pétursson, Finnur Árnason, Anna María Urbancic, Ingibjörg Árnadóttir, Jónas Þór Guðmundsson, Sigríður Erla, Pétur, Davíð, Finnur Árni, Árni Grétar, Ebba Katrín, Oliver Páll, Viktor Pétur, Guðmundur Már, Lovísa Margrét og Stefán Árni. ✝ Minningarathöfn um kæra systur okkar og frænku mína, GUÐLAUGU SNORRADÓTTUR kjólameistara frá Syðri-Bægisá, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 27. nóvember kl. 11.00. Útförin fer fram frá Bægisárkirkju mánudaginn 30. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd ástvina, Hulda Snorradóttir, Halldóra Snorradóttir, Heiðrún Arnsteinsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og bróður, GUÐBJÖRNS INGASONAR, Aðalstræti 33, Ísafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungssjúkra- hússins á Ísafirði. Elínborg Sigurðardóttir, Sveinn Ingi Guðbjörnsson, Anna J. Hinriksdóttir, Veigar Þór Guðbjörnsson, Kristjana B. M. Olsen, barnabörn, langafastrákar og systkini. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR HREIÐAR ÁRNASON flugvirki, Mánatúni 2, Reykjavík, er látinn. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 30. nóvember kl. 15.00 Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð Frímúrarareglunnar á Íslandi, s. 510 7800. Margrét Steingrímsdóttir, Árni Gunnarsson, Sjöfn Óskarsdóttir, Vilborg Gunnarsdóttir, Gunnar Aðalsteinsson, Guðrún Erla Gunnarsdóttir, Þorgrímur Páll Þorgrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur sonur okkar, bróðir, frændi og mágur, GUÐMUNDUR SÆMUNDSSON, Gúmbi, Barmahlíð 39, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 27. nóvember kl. 13.00. Málfríður Anna Guðmundsdóttir, Sæmundur Kjartansson, Ingunn, Sigurbjörg, Guðrún og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.