Morgunblaðið - 25.11.2009, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 25.11.2009, Qupperneq 28
28 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2009  Jólasýningin Leitin að jólunum er komin á fjalirnar í Þjóðleikhús- inu fimmta árið í röð. Hundraðasta sýningin verður haldin sunnudag- inn nk. Sýningin fer ekki aðeins fram á sviði heldur einnig göngum og skúmaskotum Þjóðleikhússins, börnum til gamans, enda besta barnasýning ársins 2006 á ferð. Jólanna leitað í hundraðasta skiptið Fólk „FM957 eða X-ið, meiraðsegja Flash. Nei takk, ég er orðinn leiður á þessum stöðvum. Ég vil fá FM HipHop til landsins þar sem menn frá Jay-Z og Eminem til Rottweilerhundanna geta spittað í mic-inn og beint í útvörpin hjá landsmönnum.“ Þetta stendur skrifað á facebooksíðunni „Vill fá Hip Hop útvarpsstöð í landið“ en það er hinn 17 ára Davíð Hilmar Haukdal-Blessing sem kom henni á koppinn seinasta fimmtudag. Einhvern hljóm- grunn hefur þessi krafa fengið því aðdáendur síðunnar voru orðnir 5.783 þegar þetta var skrifað á hádegi í gær. „Það er náttúrlega þannig að X-ið er fyr- ir rokkáhugamenn og FM957 og Flash eru með teknó. En það eru mjög margir hip hop-aðdáendur á Íslandi, þ.á m. ég, og mér finnst þetta vanta,“ segir Davíð um draum sinn. – Finnst þér semsagt þessari tónlist ekki gert nógu hátt undir höfði á íslenskum stöðvum? „Nei, það er bara popp-hip hop, alltaf vinsælustu lögin og þeim er bara nauðgað. Það er spilað eitt lag með Lil’Wayne og eitt lag með Eminem sem eru vinsæl og þau eru bara spiluð á þriggja til fjögurra tíma fresti. Hugmyndin á minni síðu var að hafa þetta allt saman, hafa old school-menn eins og Tupac og Not- orious og t.d. líka Jay-Z og Eminem,“ segir Davíð. Þá myndi hann vilja sjá „underground“-hip hop íslenskt. Dav- íð telur að með smákynningu væri hægt að finna styrki fyrir slíka stöð. Þá gætu fyrirtæki í útvarpsrekstri mögulega stofnað hana. Og nú er að sjá hvað setur. helgisnaer@mbl.is Hip hop-útvarpsstöð óskast  Stuttmyndin Mamma veit hvað hún syngur eftir Barða Guðmunds- son vann til verðlauna í Madrid og Hamborg fyrir stuttu, á kvik- myndahátíð helgaðri samkyn- hneigðum. Myndin var valin besta stuttmyndin á Hamborg Internat- ional Lesbian and Gay Film Festival og hlaut áhorfendaverðlaun á Madrid Gay and Lesbian Film Festi- val. Helga Braga Jónsdóttir leikur Nönnu í myndinni og Víðir Guð- mundsson son hennar. Nanna reyn- ir hvað hún getur að eyðileggja ást- arsambönd sonar síns og koma í veg fyrir að hann flytji að heiman. Myndin var frumsýnd á RIFF. Stuttmynd Barða hlaut tvenn verðlaun  Myndlistarmaðurinn Snorri Ás- mundarson mun í dag pakka niður og yfirgefa vinnustofu sína á Ála- fossvegi 23 í Mosfellsbæ, þar sem nota á rýmið sem lopalager. Klukk- an 17 hefst „útför“ vinnustofunnar, eins og Snorri kallar það, og stend- ur til kl. 21. Snorri tók við vinnu- stofunni af myndlistarmanninum Magnúsi Kjartanssyni. Snorri heldur „útför“ vinnustofu sinnar Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is HEIÐAR Örn Kristjánsson, laga- smiður og söngvari, þekktastur fyrir störf sín í hljómsveitinni Botnleðju, segir liðsmenn hennar vera farna að fara yfir gömlu lög- in og útilokar ekki tónleikahald á næsta ári. Aðdáendur leðjunnar hljóta að fagna því, þar sem sveit- in hefur blundað alllengi. Þeir sem illa eru að sér í rokkfræðum hljóta að muna eftir frammistöðu sveit- arinnar í Evróvisjónkeppninni hér á landi fyrir rúmum sex árum, þar sem litlu munaði að hún tæki þátt fyrir Íslands hönd. Sveitin hefur legið í dvala í ein fjögur ár. Þrýst á endurkomu „Maður er alltaf spurður út í þetta, hvort eitthvað sé ekki að fara að gerast,“ svarar Heiðar, spurður að því hvort aðdáendur séu ekkert að þrýsta á end- urkomu. Botnleðjumenn séu góðir félagar og þyki vænt um hljóm- sveitina. „Af hverju að gera ekki neitt?“ spyr Heiðar, í raun sé fáránlegt að gera ekki neitt. – Það verður ekk- ert Evróvisjón aftur hjá ykkur? „Nei,“ svarar Heiðar og hlær. – En þessi Evróvisjón-þátttaka sýnir að allt getur gerst … „Nei í dag getur verið eitthvað allt annað á morgun,“ segir Heið- ar spekingslegur. Sveitin hafi átt slatta af nýjum lögum þegar hún hætti. En þýðir það að plata sé kannski á leiðinni? Heiðar vill ekki gefa neinar slíkar yfirlýsingar. En nei gæti orðið að já-i á morgun. Morgunblaðið/Golli Botnleðja Heiðar Örn, Ragnar Páll Steinsson og Haraldur Freyr Gíslason. „Nei í dag getur verið eitt- hvað allt annað á morgun“ Ekki loku fyrir það skotið að Botnleðja komi saman á ný Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is SNORRI Helgason Sprengjuhall- arbóndi sendi á dögunum frá sér sína fyrstu sólóskífu, I’m Gonna Put My Name on Your Door, og hefur verið vel tekið. Snorri segir skífuna ekki eiga sér svo ýkja langan að- draganda, hann hafi þá fyrst ákveðið að láta verða af henni í lok síðasta árs þegar ljóst var að Sprengjuhöllin myndi ekki gera aðra plötu í bili vegna fjarveru og anna annarra sveitarmanna. Hann tíndi því saman lög sem hann átti í fórum sínum, ein- hver þeirra hefðu eins getað endað á skífu með þeim víðfræga flokki, og samdi ný í öðrum anda og með öðr- um blæ en það sem við höfum áður heyrt til hans. „Þetta er nær mér en það sem ég hef gert með Sprengjuhöllinni, nær rótunum á mínum tónlistaráhuga, enda hef ég lengi verið mikill folk- og blúsáhugamaður,“ segir Snorri og bætir við að menn geti svo sem heyrt þessi áhrif í tónlist Sprengjuhall- arinnar leggi þeir við hlustir. Ofangreint hljómar kannski eins og Snorri sé einn með gítarinn á plötunni, en það er öðru nær; hann er með aðstoðarmenn á hljómborð, bassa, slagverk og sólógítar. Að því sögðu þá eru útsetningar á skífunni vissulega naumhyggjulegar og nett- ar, enda vakti það fyrir Snorra að hafa tónlistina sem tærasta. „Ég hefði þó ekki látið neitt aftra mér ef mér hefði dottið í hug að gera eitt- hvað stærra og umfangsmeira, en þetta endaði svona, svo hljómaði þetta best.“ Alltaf til í að spila Eins og getið er kviknaði hug- mynd að skífunni fyrir rétt rúmu ári en upptökur fóru svo fram í sumar og haust með Kristin Gunnar Blön- dal við stjórnvölinn. Í sumar var einnig nokkuð um að Snorri træði upp með gítarinn og hann er einmitt á ferð um landið með Hjaltalín um þessar mundir. Aðspurður hvernig það leggist í hann að vera einn á sviði eftir hljómsveitarvafstur síð- ustu ára segir hann að það sé bæði gott og slæmt, en þó aðallega gott. „Það er gott í því ljósi að ef eitthvað fer úrskeiðis er það ekki neinum öðr- um að kenna en manni sjálfum, en vont að því leyti að ef maður gerir eitthvað vitlaust þá reddar manni enginn annar.“ Textar á skífunni eru á ensku og Snorri segir að sér hafi þótt þeir eiga vel við músíkina og þó að hann semji þá jafnan nokkru eftir að lögin sjálf verða til notar hann stöku orð þegar hann er að semja og í raun mætti lýsa því svo að hann væri að setja stikkorð sem síðan enda í textanum. „Ég syng ekki „lalala“, heldur syng ég stöku orð sem mér finnst passa við lagið og þau gefa oft stemn- inguna fyrir endanlegan texta.“ Snorri er á ferð með Hjaltalín, en hyggst einnig halda eigin tónleika og stefnir á útgáfutónleika 10. desem- ber næstkomandi og þá með hljóm- sveit en annars hyggst hann spila sem víðast og þá gjarnan einn með kassagítarinn; „ég er alltaf til í að spila og þá hvar sem er“. Rætur Snorri Helgason er alltaf til í að spila og þá hvar sem er. Fyrsta sólóplata hans er nýkomin út. Snorri leitar í ræturnar  Snorri Helgason Sprengjuhallarfélagi syngur blús og þjóðlagatónlist á nýrri sólóskífu  Segir það í senn kost og galla að vera einn á ferð Hipphopp Tupac og Davíð slakir saman.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.