Morgunblaðið - 25.11.2009, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2009
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Sími 551 9000 Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM
SUMIR DAGAR...
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓISÝND Í BORGARBÍÓI
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann m
HHHH
„Taugatrekkjandi og
vægast sagt óþægileg”
T.V. - Kvikmyndir.is
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI
FRÁ LEIKSTJÓRA INDEPENDENCE DAY OG THE DAY AFTER TOMORROW
„2012 er Hollywood-rússíbani
eins og þeir gerast skemmtileg-
astir! Orð frá því ekki lýst hvað
stórslysasenurnar eru öflugar.”
T.V. - Kvikmyndir.is
Stórslysamynd eins og
þær gerast bestar.
V.J.V - FBL
„...þegar líður á verður spennan
þrælmögnuð og brellurnar ger-
ast ekki flottari“
„2012 er brellumynd fyrir augað
og fín afþreying sem slík“
S.V. - MBL
STÆRSTA FRUMSÝNING ÁRSINS!
VINSÆLASTA
MYNDIN Á ÍSLANDI
2 VIKUR Í RÖÐ
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM
Frábær rómantísk gamanmynd sem enginn ætti að missa af!
Geta tvær manneskur sem hittast á röngum
tíma látið sambandið ganga upp?
Love Happens kl. 5:30 - 8 - 10:20 LEYFÐ
2012 kl. 6 - 9:15 B.i.10 ára
Zombieland kl. 6 - 8 - 10 B.i.16 ára
Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 6 - 9 B.i.16 ára
A Serious Man kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i.12 ára
2012 kl. 5:45 - 9 B.i.10 ára
Desember kl. 6 - 8 B.i.10 ára
Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 8 - 10:40 B.i.16 ára
Jóhannes kl. 6 - 10 LEYFÐ
2012 kl. 6 - 9 B.i.10 ára
Jóhannes kl. 6 LEYFÐ
Paranormal Activity kl. 8 - 10 B.i.16 ára
SÍÐUSTU
SÝNINGAR!
30.000
MANNS!
SÍÐUSTU
SÝNINGAR
NÚ HVER HVER AÐ
VERÐA SÍÐASTUR
35.000
MANNS!
Þú færð 5%
endurgreitt
í Háskólabíó
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Há
Nýjasta mynd hinna marg-rómuðu og samhentuCoen-bræðra, Alvöru-gefinn maður, var frum-
sýnd um helgina. Sögusviðið er af-
markað í tíma og rúmi en það
spannar samfélag gyðinga í úthverfi
Minneapolis líklega árið 1967 þegar
lagið „Somebody to Love“ með Jef-
ferson Airplane tröllreið öldum ljós-
vakans. Lagið er leiðarstef mynd-
arinnar og súrrealískur alþýðleiki
þess og myrkur undirtónn er einkar
viðeigandi. Alvörugefni maðurinn
sem um ræðir er Larry Gopnik,
háskólagenginn, giftur með tvö börn
og staðlað líf. Hann hefur alla tíð
leitast við að standa undir vænt-
ingum annarra og una sínu sam-
félagslega hlutskipti og því kemur
það flatt upp á hann þegar hver ein-
asta stoð tilveru hans tekur að
molna undan honum í hægri og síg-
andi leið til glötunar.
Raunir Larrys eru áþekkar
þrautagöngu Jobs sem gamla testa-
mentið segir af. Guðfræðilegar
vangaveltur þeirra og samræður við
vini og vandamenn um orsakir og
eðli þjáninganna eru óneitanlega
hálfbroslegar. Eftir því sem að-
stæður þeirra verða átakanlegri,
fjarstæðukenndari og djöfullegri,
þeim mun meinfyndnari verða þær,
og Coen-bræður gefa áhorfendum
sínum ekki kost á öðru en að hlæja
kvikindislega að óförunum undir
lokin þegar viðbrögð guðs verða
auðsýnileg.
Myndin er feilnótufrí og segir af
hrakförum og örvæntingu sem flest-
ir Vesturlandabúar samtímans geta
samsamað sig við. Þó að hún sé
svona mikið mörkuð í tíma, rúmi,
menningarfræði og trúarbrögðum
hefur hún víðari skírskotun til póst-
módernísks síðnútíma þar sem firr-
ing er allsráðandi. Nútímaborgar-
búinn hefur að miklu leyti afsalað
sér skynsemi og rökfærslu fyrir til-
búna hugmyndafræði, svokallaðar
stórsögur og staðleysur, sem hann
staldrar sjaldan við til að efast um.
Lífið er markað hátíðum eins og jól-
um og fermingum án þess að þeir
sem fagna slíkum tímamótum séu
hið minnsta trúaðir en auk þess
blóta þeir hugsanlega einnig ár
hvert þorrann að heiðnum sið. Þann-
ig verður þessi sérstæða raunasaga
Larrys sem hegðar sér í einu og öllu
eftir gefinni menningarlegri for-
skrift að dæmisögu sem getur vakið
flesta áhorfendur til umhugsunar.
Sjónræn umgjörð myndarinnar,
búningar, leikmynd og kvikmynda-
taka, er listilega vel útfærð. Ein-
staklega vel hefur verið valið í hlut-
verk en leikararnir eru lítt þekktir
og standa sig með stakri prýði.
Coen-bræður klipptu myndina sjálf-
ir (og skýla sér sem fyrr undir dul-
nefninu Roderick Jaynes) og vinna
með góðkunnum og afar hæfum
samstarfsmönnum. Þeir blanda
saman gríni og alvöru eins og þeim
einum er lagið og hafa líklega gengið
með hugmyndina að myndinni í
maganum lengi. Nostrað er við
hvert smáatriði, sem gerir myndina
heildstæða. Áhorfendur geta ekki
annað en hrifist af listrænni ástríð-
unni og dottið inn í söguheiminn en
kolsvört meinfyndnin er vafalaust
ekki fyrir alla.
Kolsvört meinfyndni
Háskólabíó
Alvörugefinn maður / A Serious Man
bbbbn
Leikstjórn og handrit: Joel og Ethan
Coen. Aðalhlutverk: Michael Stuhlbarg,
Richard Kind, Fred Melamed, Sari Lenn-
ick, Aaron Wolff, Jessica McManus,
Adam Arkin, Fyvush Finkel. 104 mín.
Bandaríkin, 2009.
HJÖRDÍS
STEFÁNSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Svört gamanmynd Raunir Larrys eru áþekkar þrautagöngu Jobs.
MYNDIN The Twilight Saga: New
Moon sló aðsóknarmet um helgina,
en hún var sýnd í 24 löndum. Meiri
aðsókn var á New Moon en 2012 en
hún var sýnd í 107 löndum.
Í öllum sýningarlöndum var að-
sóknin mikil. Á frumsýningardeg-
inum í Frakklandi voru um 488.000
aðgöngumiðar seldir, sem er ní-
unda mesta miðasala á bandaríska
kvikmynd í Frakklandi.
Í Ástralíu fór myndin í þriðja sæti
yfir aðsókn að kvikmynd á frum-
sýningardegi. Í Argentínu er mynd-
in í öðru sæti yfir mest sóttu kvik-
myndir ársins.
Mest var aðsóknin þó í Bretlandi;
frumsýningardagurinn skilaði 18,7
milljónum sterlingspunda en aðeins
ein kvikmynd hefur skilað meiri
tekjum af miðasölu þar í landi á
frumsýningardegi, James Bond-
myndin Quantum Of Solace.
New Moon er önnur kvikmyndin í
Twilight-vampírusyrpunni.
Reuters
Aðalleikararnir Robert Pattinson,
Kirsten Stewart og Taylor Lautner.
Fólk flykk-
ist á New
Moon
Þú þarft að vera vinsæll, viðurkenndur og tilheyra
minnihlutanum sem þú dregur dár af til að komast
upp með meinhæðna stjaksetningu. Uppþotið og um-
talið sem hinir óforskömmuðu valda hjálpa svo til við
að halda þeim á stalli og skapa þeim frekari frama.
GADO, frægasti austurafríski skopmyndateiknarinn,
dregur t.d. alltaf upp mynd af simbabveska þjóð-
arleiðtoganum Mugabe sem bavíana eða simpansa
og stærir sig af því að komast upp með það þar sem
hvítir teiknarar yrðu vafalaust sakaðir um argasta
rasisma.
Philip Roth, einn virtasti samtímahöfundur Bandaríkjanna, hæðist eins
og Coen-bræður markvisst af stallbræðrum sínum, menntuðum velmeg-
andi gyðingum í Bandaríkjunum sem fylgja trú meira af menning-
arfræðilegum forsendum en eldheitri trúarsannfæringu og verða goð-
sagnakenndari eftir því sem þeir verða alræmdari.
Innherjastjaksetning
Robert Mugabe