Morgunblaðið - 25.11.2009, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2009
Nia Vardalos, stelpan úr "My big fat greek wedding" er
loksins komin til Grikklands í frábærri rómantískri gamanmynd.
HVERNIG STÖÐVARÐU
MORÐINGJA SEM ER NÚ
ÞEGAR Í FANGELSI?
SÝND Í KRINGLUNNI
GERRARD BUTLER OG JAMIE
FOXX Í EINHVERRI MÖGNUÐUSTU
HASARMYND Á ÞESSU ÁRI!
FRÁ LEIKSTJÓRA THE ITALIAN JOB
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
STÆRSTA BÍÓOPNUN Í USA Í ÁR!
BYGGT Á HINNI GRÍÐARLEGU VINSÆLU BÓKASERÍU STEPHENIE MEYER
ÞETTA SÖGÐU LESENDUR Á
KVIKMYNDIR.IS
„ÆÐISLEG“
„HÚN VAR ÆÐI“
„ÉG VILDI SJÁ MEIRA“
„HÚN VAR ÓLÝSANLEGA
GEGGJUГ
„GEÐVEIKT SKEMMTILEG“
Robert Pattinson og Kristen Stewart
eru mætt í einni stærstu
kvikmyndaseríu allra tíma!
/ KRINGLUNNI
THE TWILIGHT 2 NEW MOON kl.5:30D -8D -10:10D -10:50D 12 DIGITAL
A CHRISTMAS CAROL m. ísl. tali kl.5:503D 7 3D-DIGITAL
A CHRISTMAS CAROL m. ensku tali kl.83D ótextuð 7 3D-DIGITAL
MY LIFE IN RUINS kl.5:50-8 L
LAW ABIDING CITIZEN kl.10:10 16
/ ÁLFABAKKA
THETWILIGHT2NEWMOON kl. 5:20 - 8 - 8:10 - 10:10D - 10:50 12 DIGITAL PANDORUM kl. 8 - 10:20 16
THETWILIGHT2NEWMOON kl. 10:10 LÚXUS VIP LAW ABIDING CITIZEN kl. 5:50 - 8 LÚXUS VIP
A CHRISTMAS CAROL m. ísl. tali kl. 5:503D 7 3D DIGITAL LAW ABIDING CITIZEN kl. 10:50 16
A CHRISTMAS CAROL m. ensku tali kl. 83D ótextuð 7 3D DIGITAL COUPLES RETREAT kl. 5:50 12
A CHRISTMAS CAROL m. ísl. tali kl. 5:50 7 ALGJÖR SVEPPI.. kl. 6 L
A CHRISTMAS CAROL m. ensku tali kl. 8 - 10:10 7
Börn skrifa
um bækur
Sagan er um
stelpuna Aþenu,
sem er á tólfta ári
og kynnist ömmu
sinni í gegnum
tölvuna en þær
þekktust ekkert
fyrr. Aþenu er
síðan boðið á ætt-
armót hjá fólki
sem hún hefur
ekki heyrt minnst á áður. Mamma
hennar og amma voru ekki vinkonur
vegna þess að amman yfirgaf dóttur
sína þegar hún var lítil. Systir ömmu
Aþenu vill fá hana með sér á þetta
ættarmót og þar gerist ýmislegt.
Mér fannst ánægjulegt að lesa
loksins nútímalega og skemmtilega
bók um stelpu á þessum aldri eftir ís-
lenskan höfund. Mér finnst gaman að
lesa bækur um krakka sem lenda í
vandræðum sem erfitt er að leysa, en
þannig er það í Aþenu. Aþena er
raunveruleg persóna sem gæti alveg
verið með mér í bekk (nema hún
verður 12 ára í bókinni – en ég ekki
fyrr en á næsta ári …) Persónurnar
eru margbreytilegar og mismunandi.
Höfundurinn kemur lesendum á
óvart í sumum atriðum sögunnar og
stundum vorkennir maður Aþenu
þegar hún er með ömmu sinni, því
hún er mjög fljótfær kona. Til dæmis
ryðst hún inn á Pál Óskar í búnings-
klefanum eftir tónleika og það er pín-
legt.
Að mínu mati hentar þessi bók les-
endum á aldrinum 10 til 14 ára sér-
staklega vel, en bókin kemur les-
endum skemmtilega á óvart.
Aþena (ekki höfuðborgin í
Grikklandi ;)
HUGRÚN EGLA
EINARSDÓTTIR,
11 ÁRA.
Höfundur: Margrét Örnólfsdóttir
Nútímaleg bók sem kem-
ur skemmtilega á óvart
Sagan er um lít-
inn hugrakkan
strák sem heitir
Kári. Eina nóttina
þurfti Kári mikið
að pissa en hann
þorði ekki að fara
á klósettið af því
að hann var
hræddur við klósettskrímslið. En
Kári varð að fara á klósettið. Þegar
hann var búinn að pissa rændi kló-
settskrímslið honum.
Myndirnar í bókinni eru mjög flott-
ar, þær eru yfir alla blaðsíðuna. Text-
inn er líka svo flottur, hann er inni í
myndunum og er ekki alltaf í beinni
línu. Mér finnst fyndið að Kári hugsi
að það sé engin kúkalykt af klósett-
skrímsli þó að það sé í klósettinu. Mér
finnst áhugavert að Kári sé hræddur
við klósettið. Ég held að bókin sé fyr-
ir 3-6 ára krakka. Þetta er skemmti-
leg bók.
Kári litli og klósettskrímslið
Höfundur: Þórgunnur Oddsdóttir
GUÐJÓN VALUR
ÓLAFSSON,
8 ÁRA.
Stóra skrímslið
ætlar með litla
skrímslinu að
veiða, eins og þau
gera alltaf á laug-
ardögum. Litla
skrímslið vill það
ekki því það hafði
fengið heimsókn.
Stóra skrímslinu
leiðist að leika sér
eitt og er mjög
forvitið um hvað
litla skrímslið og loðna skrímslið eru
að gera saman.
Bókin fjallar um þessi þrjú skrímsli.
Myndirnar af þeim eru mjög fínar.
Þær eru frekar einfaldar en sýna mjög
vel hvernig skrímslunum líður, en
þeim líður ekki alltaf jafnvel. Textinn
er hluti af teikningunum því orðin eru
misstór á blaðsíðunum og þess vegna
er auðvelt að leiklesa textann.
Skrímsli í heimsókn er mjög
skemmtileg saga. Hún er fjörlega
skrifuð og endar mjög vel. Hún er sér-
staklega heppileg fyrir krakka á aldr-
inum tveggja til sex ára, þótt krakkar
á mínum aldri geti líka haft gaman af
henni.
Skrímsli í heimsókn
Höfundar: Áslaug Jónsdóttir, Kalle
Guettler, Rakel Helmsdal
ELÍNBORG UNA
EINARSDÓTTIR,
8 ÁRA.
Auðvelt að leiklesa
skrímslasöguna
Þegar ég
fletti í gegn-
um bókina
fannst mér
hún strax
vera spenn-
andi og mig
langaði að
vita um hvað
hún væri.
Bókin fjallar um súperömmu
sem bjargar öllu, en súperamma
er að vinna með lögreglunni.
Súperamma og Berti lögga, sem
er líka kærasti hennar, eru að
passa Óla litla þegar sjóræn-
ingjaskip kemur. Skemmtilegast
fannst mér þegar amman var að
fljúga að sjóræningjaskipinu og
kíkja inn en leiðinlegast fannst
mér hvað bókin er stutt. Mér
fannst sagan vera líkust æv-
intýri því svona gerist ekki í al-
vörunni. Ég held að krakkar
svona 5-7 ára hafi mest gaman
af þessari bók og ég mæli alveg
hiklaust með henni.
Súperamma og sjóræningjarnir
Höfundur: Björk Bjarkadóttir
HAFRÚN RAKEL
HALLDÓRSDÓTTIR,
7 ÁRA.
Súperamma
sem bjargar öllu
Rænt af klósettskrímsli
Nokkrir ungir lestrarhestar gengu til liðs
við Morgunblaðið og fengu það skemmti-
lega hlutverk að lesa og skrifa um nýút-
komnar barna- og unglingabækur.