Morgunblaðið - 25.11.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.11.2009, Blaðsíða 36
BADMINTON er sú íþrótt þar sem iðkendum fjölgaði mest á milli áranna 2007 og 2008. Sam- kvæmt bráðabirgðatölum frá Íþrótta- og ólymp- íusambandi Íslands voru tæplega 6.000 iðk- endur í badminton á síðasta ári. Þeim hafði þá fjölgað um tæplega eitt þúsund, eða um 18,3 prósent, á milli ára. Búast má við enn meiri fjölgun í badminton- íþróttinni þegar nýjar tölur verða birtar á næsta ári. Jóhannes Helgason, formaður TBR, fjölmennasta íþróttafélags landsins, sagði við Morgunblaðið að mikill fjöldi fólks hefði bæst í hópinn eftir bankahrunið fyrir ári. „Það var stór hópur sem hóf að mæta reglu- lega til okkar sl. haust og hann nýtti sér þá tíma sem voru í boði fyrri part dags,“ sagði Jóhann- es. Rétt tæplega 108 þúsund iðkendur voru á skrá hjá sérsamböndum ÍSÍ á árinu 2008. Sem fyrr er knattspyrnan stærsta greinin en hana iðka rúmlega 19 þúsund manns innan félaga sem eiga aðild að Knattspyrnusambandi Ís- lands. Þar fyrir utan er mikill fjöldi sem spilar með utandeildaliðum en telst ekki innan íþrótta- hreyfingarinnar. Golf er næststærsta greinin með tæplega 15 þúsund iðkendur og síðan koma hestaíþróttir með rúmlega 10 þúsund. Í næstu sætum á eftir koma síðan fimleikar, handknatt- leikur, körfuknattleikur, badminton og frjáls- íþróttir. Í fimm af þessum átta stærstu greinum var um fjölgun iðkenda að ræða á milli ára. Samtals er 41 íþróttagrein innan vébanda Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. | Íþróttir Badminton vinsælt og margir byrjuðu eftir bankahrunið Um 108 þúsund iðkendur í íþróttafélögum landsins Morgunblaðið/Ómar Hnit Ragna Ingólfsdóttir, fremsta badmintonkona landsins, er á heimavelli í íþróttasölum TBR, fjölmennasta íþróttafélagsins. MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 329. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM» Heimild: Seðlabanki Íslands DOLLARI STERLINGSPUND KANADADOLLARI DÖNSK KRÓNA NORSK KRÓNA SÆNSK KRÓNA SVISSN. FRANKI JAPANSKT JEN SDR EVRA MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG 122,66 202,69 115,71 24,619 21,847 17,732 121,23 1,3809 196,28 183,22 Gengisskráning 24. nóvember 2009 122,95 203,18 116,05 24,691 21,911 17,784 121,57 1,3849 196,86 183,73 235,8831 MiðKaup Sala 123,24 203,67 116,39 24,763 21,975 17,836 121,91 1,3889 197,44 184,24 Heitast 5°C | Kaldast -1°C  Talsverð rigning austanlands, él norðan og norðvestan til, en léttskýjað að mestu sunnan- og vestanlands. »10 Salka gefur ekki út margar skáldsögur fyrir jólin en er þó með einn léttan krimma að sögn útgefanda. »27 BÓKMENNTIR» Einn léttur krimmi KVIKMYNDIR» Twilight-mynd númer tvö slær öll met. »30, 35 Sigtryggur Sig- tryggsson rifjar upp gatamarkið fræga sem réð úrslitum á Íslandsmótinu í fót- bolta árið 1953. »31 AF LISTUM» Gatamarkið rifjað upp TÓNLIST» Er Botnleðja kannski að koma saman aftur? »28 TÓNLIST» Emilíana Torrini með tónleika í febrúar. »29 Menning VEÐUR» 1. Braut gegn stúlku fyrir 14 árum 2. Lögmanni Baldurs … ofboðið 3. Var talinn vera í dái í 23 ár 4. Yfirheyrslur standa yfir  Íslenska krónan veiktist um 0,1% »MEST LESIÐ Á mbl.is  Þrettán íslensk- ar kvikmyndir verða sýndar á sér- stökum Íslands- fókus sem fer fram í tengslum við há- tíðina Plus Camer- image sem verður haldin í Lodz í Póllandi dagana 28. nóvember til 5. desember. Þar verða sýndar margar af vin- sælustu íslensku kvikmyndum síðari ára og kastljósinu sérstaklega beint að leikstjóranum Friðriki Þór Frið- rikssyni, sjö myndir hans verða sýndar. Einnig verða sýndar myndir eftir Ragnar Bragason, Baltasar Kormák og Dag Kára. KVIKMYNDIR Friðrik Þór á íslenskum kvikmyndafókus í Póllandi  Plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Vespertine frá árinu 2001, er í 68. sæti á lista breska dagblaðsins Times yfir bestu plötur áratugarins. Plata Radiohead, Kid A, frá árinu 2000, er í fyrsta sæti. Plata Amy Winehouse, Back to Black, frá árinu 2006 er í öðru sæti og Radiohead á svo aftur plötuna í þriðja sæti, In Rainbows. Í tveimur neðstu sætunum eru vanir menn, Neil Diamond í því hundr- aðasta með 12 Songs og Paul Simon í 99. með Surprise. TÓNLIST Vespertine ein af bestu plötum áratugarins  Forsetar þjóð- þinga evrópskra smáríkja funda nú á Kýpur. Fund- urinn er árlegur samráðsvett- vangur þjóðþinga evrópskra smá- ríkja sem eru aðilar að Evr- ópuráðinu með íbúafjölda undir einni milljón. Ásta R. Jóhann- esdóttir, forseti Alþingis, sækir þingið, en hún fór beint til Kýpur frá Albaníu, þar sem hún var í opinberri heimsókn. Þingforsetarnir munu m.a. ræða efnahagskreppuna og áhrif hennar á smáríki. STJÓRNMÁL Forseti Alþingis ræðir vanda smáríkja á Kýpur „ÞETTA er nær mér en það sem ég hef gert með Sprengjuhöllinni, nær rótunum á mínum tónlistar- áhuga, enda hef ég lengi verið mikill folk- og blúsáhuga- maður,“ segir Snorri Helgason um fyrstu sólóplötu sína, I’m Gonna Put My Name on Your Door, sem var að koma út. Snorri segir skífuna ekki eiga sér svo ýkja langan að- draganda, hann hafi þá fyrst ákveð- ið að láta verða af henni í lok síðasta árs þegar ljóst var að Sprengjuhöllin myndi ekki gera aðra plötu í bili.|28 Mikill folk- og blúsmaður Snorri Helgason Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is „MEÐ því að fara út að ganga vakna nýjar hugmyndir og maður fer að koma hlutum í verk sem hafa lengi setið á hakanum. Það hefur mjög góð líkamleg og andleg áhrif á alla, hvort sem þeir eru atvinnu- lausir eða ekki,“ segir Páll Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Frá og með byrjun desember hyggst félagið bjóða upp á léttar ókeypis göngur á virkum dögum í nágrenni Reykja- víkur. Þegar hrunið varð síðasta vetur og atvinnuleysi fór vaxandi kviknaði sú hugmynd að gefa fólkið tækifæri til að fara út, hreyfa sig og blanda geði við aðra. Hugmyndin er nú orðin að veruleika en er þó ekki að- eins hugsuð fyrir atvinnulausa held- ur alla þá sem hafa áhuga á léttri hreyfingu og útiveru í góðum fé- lagsskap. „Þetta er allt innan seil- ingar og á að henta öllum, hver ganga er einn til tveir tímar og við leggjum til fararstjóra með léttri upphitun og fræðslu,“ segir Páll. Vinsældir útivistar og gangna hafa farið ört vaxandi síðustu ár og segir Páll þessar hversdagsgöngur nýja viðbót til að koma til móts við aukinn áhuga. „Einhvern veginn gerist það í náttúrunni að allir verða jafnir, kynslóðir koma saman og öllum titlum er lagt. Þetta er mikill félagsskapur.“ Ferðafélagið Útivist býður einnig upp á fríar göngur í svipuðum dúr. Gengið í góðra vina hópi  Ferðafélag Íslands setur af stað nýtt verkefni með ókeypis göngum á virkum dögum  Tækifæri til að hreyfa sig, blanda geði, auka virkni og fá nýjar hugmyndir Morgunblaðið/Eyþór Vífilfell Hversdagsgöngur í góðum félagsskap létta lund og styrkja þol. Í HNOTSKURN »Göngurnar verða öllumopnar á þriðjudögum kl. 12 og fimmtudögum kl. 14. »Samhliða verður boðið uppá sérstakar göngur fyrir eldri borgara, líka ókeypis. »Gengið verður í nágrenniReykjavíkur, t.d. í Heið- mörk og á Gróttu, auk stöku fjallgöngu, s.s. á Esjuna. TÓNLISTARMAÐURINN Megas mun líklega halda tónleika í Laug- ardalshöll á næsta ári þar sem far- ið verður yfir feril hans. Þá er einnig stefnt að því að gefa út Megasarheftin, þrjú hefti með textum, nótum og teikningum sem Megas gaf út 1968, 1970 og 1973 og hétu Megas I, Megas II og Megas III, sem og bókina Textar sem kom út 1991 og geymdi safn dægurlagatexta Megasar. Rúnar Birgisson, umboðsmaður Megasar, greinir frá þessu í spjalli í Morg- unblaðinu í dag. | 33 Megas í Laugardals- höll á næsta ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.