Skólablaðið - 01.05.1951, Page 4
an dag tvístrast hópur okkar, sundrast — og hverfur
út í heiminn.
Hvers er að minnast á þessari stund? Það er svo
óendanlega margt, sem ryðst fram, þegar við leiðum
hugann að öllum þessum árum, — svo margt, sem
krefst þess að vera sagt. Það er allt of margt til þess,
að unnt sé að segja það í stuttri ræðu, og því verður
hver og einn að hugleiða það sjálfur. Að vísu er eng-
inn tími til þess nú að sökkva sér niður í endurminn-
ingar frá skólaárunum, enda skiljum við naumast í
dag, hvað er að gerast.
Námsárin hafa að sjálfsögðu sína dýrðarhlið og sína
skuggahlið. Ef við reyndum að rifja upp í fáum orð-
um það helzta, sem gerðist, meðan á námi stóð, yrðu
hugleiðingar okkar e. t. v. eitthvað á þessa leið:
Jú, það voru þessir þrautleiðinlegu skóladagar, einn
tími eftir annan, allir eins, allir jafntilbreytingarlaus-
ir. Vakna varð maður eldsnemma og hendast síðan á
harðahlaupum niður í skóla á síðustu stundu, niður í
þennan gamla og Ijóta skóla, gráan og hrörlegan, sem
auk þess var svo þröngur og asnalega innréttur, að allt
var þar í einni hrúgu. — Það var eins og klukkufjár-
inn tæki kipp rétt um 8-leytið, og þegar maður hafði
hlaupið sig máttlausan, skall hurðin auðvitað í lás við
nefið á manni, því að ekki var svo sem miskuninni
fyrir að fara lijá rektor fremur en fyrri daginn.
Klukkutetrið virtist hafa ofreynt sig í þansprettinum
fyrr um morguninn og komst hreint ekkert áfram eft-
ir það — nema helzt í frímínútum. Og svo leið sá
dagur, grár og leiðinlegur. Væri maður ólesinn, kom
maður upp, — annars helzt ekki. Kennararnir voru
á'hugalausir og leiðinlegir, sögðu ekkert skemmtilegt,
— en höfðu yndi af að kvelja ólesna menn og illa fvrir
kallaða.
Óskaplegt vanmal ]>eirra á kunnáttu okkar og þekk-
ingu, samfara algeru skilningsleysi á gáfum okkar og
snilld, birtist okkur fjórum sinnum vetur hvern — í
gerfi allt of lágra einkunna. Sífelld skyndipróf, auð-
vitað alltaf þegar verst stóð á, — kvöldu okkur og
píndu allan veturinn, að ógleymdum áhyggjum og and-
vökum á vorin, þegar annað fólk baðaði sig í vorsól-
inni. En eins og sérhver nemandi hefur vafalaust rek-
ið sig á, bregzt það aldrei, að logn sé og sólskin, með-
an á upplestrarfríi stendur.
Þegar hér er komið hugleiðingum okkar, erum við
komin í versta skap, og þykir sýnt, að einskis sé að
sakna — og bezt að vera glaður og feginn því að vera
laus úr þessari j)rísund. En þegar við höfum jafnað
okkur eftir illzkuna, skilst okkur, að við höfum blekkt
sjálf okkur í þessum hugleiðingum. Við látum hugann
reika á ný, og nú birtist okkur hin hjartari og betri
hlið.
Hvernig var það á haustin? Var ekki alltaf einhver
tilhlökkun í okkur? Okkur langaði að komast aftur í
kunningjahójjinn og taka á ný uj>p námsstörfin. Var
ekki alltaf einhver tilhlökkun og eftirvænting í okk-
ur, þegar farið var á dansæfingar eða í Selið? Jú,
vissulega. Og meira að segja var oft gaman í sjálfum
tímunum, bæði yfir að finna einhvern árangur og gagn
af kennslunni, en ekki síður, þegar einhver sagði svo
mikla vitleysu, að jafnvel virðulegustu kennarar skelli-
hlógu, eða þegar einhverjum lánaðist með lagni að
kippa stólnum svo snöggt undan næsta manni, að hann
settist bara alveg niður á gólf, — eða þegar manni
tókst að teikna eina sérlega hlægilega mynd af kenn-
aranum. — Og voru þeir ekki höfðingjar,, hlessaðir
kennararnir, þegar þeir gáfu okkur fríin góðu, annað
livort til tannlæknis eða nefndarstarfa. Og var ekki
alveg furðulegt, hve þolinmóðir þeir voru í tímunum
— sögðu stundum ekki orð, þótt allt ætlaði um koll að
keyra í stofunni. Sumir voru jafnvel svo kurteisir, að
þeir báðust afsökunar á, að þeir skyldu vera fyrir
teygjuskotum nemenda. Og með einkunnirnar — satt
að segja voru sumar þeirra allt of háar, enda voru
þess dæmi, að menn fengju 9,8 í árseikunn, en röska
2 á prófi, — og sýnir það glögglega gæzku kennar-
ans. Ekki skulum við heldur gleyma j)rófunum. Því að
þótt sumir kennarar færu út í miðjum prófum einung-
is til að leiða menn í freistni en kíktu svo á gatið
á hurðinni, — þá má ekki gleyma hinum, sem stundum
höfðu sig á hrott og voru fjarverandi um nokkurt
skeið, svo að mönnum gæfist kostur á að hera saman
ráð sín. Einnig voru þess mörg dæmi, að kennarar að-
stoðuðu nemendur í skriflegu j>rófi, meðan þeir sátu
yfir, að ógleymdum öllum þeim víshendingum, sem
kennararnir gáfu á munnlegum j>rófum. Slík gæði og
vinabrögð gleymast okkur aldrei.
Að þessum hugleiðingum loknum finnst okkur, að
kennararnir eigi allt gott skilið, og langar okkur helzt
til að taka innilega í hönd þeim öllum með þökk fvrir
liðin ár.
En hvernig sem tilfinningum okkar er farið í dag,
er það víst, að minningarnar frá Menntaskólaárunum
verða æ hugljúfari og dýrlegri, þegar frá líður.
..Menntaskólaárin voru dásamlegustu ár ævi minnar,“
segja öldungarnir, sem setið hafa þennan skóla í æsku.
Þegar svo er komið, kemur fram hinn sanni tregi og
söknuður, — einmitt vegna þess, að við vitum, að þessi
ár koma aldrei aftur. Þá gríj)ur okkur sönn þrá eftir
Hfsfjöri og gleði æskuáranna —, en einnig eftir líf-
4 SKÓLABLAÐIÐ