Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.05.1951, Side 5

Skólablaðið - 01.05.1951, Side 5
inu í þesum skóla, því að þessi skóli hefur sinn sérstaka blæ, sitt sérstaka skólalíf, sinn sérstæða og þroskandi anda. Ég gat þess áðan, að við skildum naumast fyllilega í dag, það sem væri að gerast. Þá fyrst verður okkur það Ijóst, þegar minningarnar taka að ryðjast fram, eins og stórfljót, sem yfirgnæfir með nið sínum sam- tímann og hversdagsleik hans —, minningar, sem hjú])- aðar eru Ijóma ævintýrisins og bláma fjarlægðarinn- ar, eins og skáldin mundu orða það. Við höfum verið hér allt að sex árum, og því er það ekkert undarlegt, að við eigum endurminningar, sem tengdar eru þessum skóla, sem verið hefur annað heim- ili okkar öll þessi ár. A aldri menntaskólanemans ger- izt svo óendanlega margt. Hugsið ykkur alla þá félaga. vini og vinkonur, sem við höfum eignast á þessum ár- um, — alla þá atburði, atvik og ævintýri, sem við höf- um lent í hér í þessum skóla. Það er ekki fvrsl og fremst námsefnið, sem ryðst fram í gerfi þessara end- urminninga, heldur skólalífið, skólafélagarnir, skemml- anir, ferðalög. Selsferðir. fundir. skrítnir kennarar og spaugileg atvik í kennslustundum. Við sjáum það bezt í ræðu og riti gamalla nemenda skólans, hversu Ijúfar þeim eru minningar um alls konar ævintýri í skólanum, skringilega háttu lærifeðra sinna, skóla- skemmtanir, skólaferðalög eða hrekkjahrögð í tím- um. 1 dag höfum við náð áfanga, sem að loknu prófi veitir okkur réttindi til æðra náms, til enn aukinnar menntunar — til gagns og gæfu fyrir land ogiþjóð. Hins vegar er engin nauðsyn að halda áfram. Áfang- inn er það mikill, að hann reynist mönnum hið ágæt- asta veganesti á lífsleiðinni. þótt ekki sé bætt við hann frekara námi. En engu að síður stöndum við á kross- götum, og á miklu ríður, að rétt leið sé valin. Af þeim sökutn fylgir og þessum degi nokkur kvíði og óvissa, því að við hljótum að leiða hugann að ókomn- um árum og því. hverjar leiðir skuli farnar. Engan skal því undra, þótt hugir okkar séu í dag blandnir ólíkum tilfinningum, — gleði yfir náðu marki, hryggð yfir álgerri brottför okkar frá þessum skóla og kvíða vegna þeirra breytinga. sem verða á lífi okkar eftir brottförina. Margur er efinn í, að mikið gagn sé að mennta- skólanáminu og öllu því bókastagli, sem því fylgir. satt er það, að margt má betur fara í kennslubókum. kennslu og tilhögun jtrófa. Hugsum okkur t. d., að við dimmittendar kornurn saman eftir u. þ. b. 20—30 ár og hlýðum 'hvert öðru yfir Wernerslögmál, óreglu- legar sagnir, Kollessetningu, ártöl og kónga eða Coul- ombslögmál. Utkoman yrði víst harla léleg. Hitt dylst engum, sem setið hefur þennan skóla. hve mikið hægt er að læra hér og eins hitt, hve mikinn félagsþroska skólinn veitir nemendunum. Það, sem gerir okkur menntuð, er skólaveran sjálf, á'hrif frá skólaaga og kennurum, áhrif, sem andi skólans og andrúmsloftið innan þessara veggja hefur haft á okkur. Við öðlumst meiri víðsýni og réttsýni, lærum að meta og virða hvert annað, lærum að skilja vandamál mannlífsins að svo miklu leyti, sem þsss er kostur á unga aldri, við lærum að koma þannig fam við aðra menn, að lil sæmdar geti talizt. Við lærum að vinna, og við finnum árangur starfsins í sjálfum okkur, finnum, að við höfum menntazt. Ég er þeirrar skoðunar, að þessi skóli sé alveg ein- stakur í sinni röð —, ekki fyrir glæsileika sakir, þvi að gamalt er skólahúsið og ófullnægjandi, ■— ekki vegna sérstaklega góðrar ástundunar nemenda eða kennslu kennara —. heldur vegna þess. að mér finnst sem enn eimi eftir af einhverjum fornum anda og örv- andi andrúmslofti liðinna tíma, sem hvetur okkur til að feta í fótspor ýmissa beztu sona þjóðarinnar, sem setið hafa þennan skóla. Ymsar gamlar venjur skólans sýna þennan anda glögglega, — það finnum við bezt. sem setið höfum hér frá því í 1. bekk. Á hinn bóginn þykir mér ástæða til að ætla, að hans kunni að gæta minna eða ekki að nokkrum árum liðnum, einkum vegna þeirrar röskunar, sem hin nýja fræðslulöggjöf hefur á Menntaskólann. En við kunnum vel að meta þennan holla og menntandi anda, og við þökkum fyrir ]>að. að við fengum notið hans. Við erum þess fullviss, að hann verður hornsteinn þess þroska og þeirrar menntunar. sem við eigum enn eftir að afla okknr í lífinu. Gjöf okkar 6. bekkinga til handa skólanum á þess- ari stund er óskipt og innilegt þakklæti okkar, — þakk- læti fyrir þá umönnun, sem hann hefur veitt okkur öll þessi ár, — þakklæti fyrir fræðslu og andlega leiðsögn, —- þakklæti fyrir aukinn þroska'og skilning á vanda- málum mannlegs lífs. Við vonum. að stofnun þessari megi auðnast að gegna hinu fagra og göfuga hlutverki sínu svo lengi, sem íslenzk menning lifir. Við heitum því, að við munum hér eftir og alla tíð veita skólanum og málefnum hans allan þann stuðn- ing, er við megum, og láta á þann hátt þakklæti okkar í ljós. Megi friður og blessun livíla vfir gamla skólanum. ASalsteinn GuSjohnsen. inspector scholac. SKÖLABLAÐIÐ 5

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.