Skólablaðið - 01.02.1956, Blaðsíða 5
84 -
eitthvert kvöld, eins og áður tíðkaðist, en
allt um það er enn óráðið„
BERNHARÐUR GUÐMUNDSSON,
forseti Framtíðarinnar :
Tilgangur félagsins er : að efla fé-
lagsskap og samheldni meðal félags-
manna, að æfa þá í rökfimi og ræðu-
haldi og að efla skemmtan og fróð-
leik.
Það hefur verið okkur nokkurt angurs-
efni, að litlir karlar hafa gagnrýnt stjórn
Framtíðarinnar fyrir að fara yfir á
starfssvið annara félaga hér í skóla,
einkanlega í sambandi við skákiðkun og
spilamennsku. Þessum mönnum vil ég
benda á lög Framtíðarinnar 14. gr„ :
"Á fundum skulu mál rædd fluttir fyrir-
lestrar og lesið upp" og 20. gr„ :
"Stjórninni er heimilt að gangast fyrir
tafl- og spilakvöldum".
Auk þess man ég ekki eftir, að slík
starfsemi hafi átt sér stað síðan ég kom
í skóla, enda þótt áhugi væri fyrir hendi,
heldur hefur skort frumk.væðið. Vissulega
fer margt aflaga í starfsemi Framtíðar-
innar, sem menn ættu frekar að gagn-
rýna, en þessa tilraun okkar til að auka
á fjölbreytni í félagslífi skólans.
Aðalverkefni Framtíðarinnar ætti að
vera málfundahald, og gæti hun verið
mönnum góður skóli í þeirri nauðsynlegu
list að setja ljóst og skipulega fram
skoðanir sínar. Það sem af er vetrar,
hafa verið haldnir fjórir málfundir, og
hefur þróun þeirra verið slík, að okkur
óar við að halda þann fimmta, og það er
illt í menntaskóla.
Þegar við höfum orðið ásáttir um fund-
arefni, sem við álitum að menn hafi
nokkra þekkingu og skoðun á (þau efni
eru því miður harla fá ), hefst örvænting-
arfull leit að frams ögumönnum. Menn
virðast svo störfum hlaðnir eða áhugalitl-
ir, að láti þeir að bónum og fortölum
okkar, er það helzt af einskærri greiða-
semi við "strákagreyin í stjórninni. "
- Það skal þó tekið fram, að þetta er
ekki crLgild regla - guði sé lof„
Ekk:i tekur betra við, er á málfund
kemur. Vægast sagt : fundarandinn sæm-
ir ekki studiosi artium.
Folk virðist sækja fundi þessa í þeim
tilgangi einum að henda gaman að skóla-
systkinum sínum„ Mismæli er gripin á
lofti, og alls konar bukhljóð kveða við í
tíma og ótíma„ Skynsamlegar umræður
kafna í kliði og hlátrasköllum, en stráks-
legar fullyrðingar og brandasnið falla
í góðan jarðveg.
Það er einhver tregða, sem einkennir
skólalífið núna. Fyrir nu utan tregðu við
lestur lexía eru menn tregir til starfa í
þágu skólalífsins„ Menn nenna ekki að
skrifa í Skólablaðið og kvarta svo yfir
efni þess, erfiðlega gengur að fá skemmti-
atriði á skólasamkomur og mættir á mál-
fundi eru menn tregir til að taka til máls,
enda þótt þeir hafi athyglisverða skoðun
á fundarefninu.
Er þetta slen, sjálfsgæzka eða leti?
Glöggt dæmi um þetta er fundurinn
um bindindismál. Eftir prýðisgóða fram-
söguræðu þar sem deilt var mjög á
áfengisneytendur, en nokkrir slíkra voru
viðstaddir, fann enginn þeirra hvöt hjá
sér til að verja sinn "málstað". Drep-
andi þögn hvíldi yfir samkomunni, unz
velviljaður maður bað um orðið, ja,
svona til að "redda fundinum".
Einu fiindirnir sem einkennast af fjöri
og þrótti eru fundir um stjórnmál. En
ekki bregða þeir menningarsvip yfir fe-
lagið. Svívirðingar og gífuryrði hrá
úr dagblöðunum eru aðalinntak ræðanna,
en drenglyndi og sanngirni lúta í lægra
haldi.
Núverandi stjórn er sú fyrsta, sem
situr, eftir að hinar pólitísku listakosn-
ingar voru lagðar niður. Það hefur ver-
ið stefna okkar að forðast umræður um
pólitík, enda vafamál að slíkt eigi heima
á þessum vettvangi.
Fyrirlestrahald hefur setið nokkuð á
hakanum hjá okkur. Er þar þó sannar-
lega óplægður akur, og hefur Framtíðin
í hyggju að gangast fyrir fleiri fyrir-
lestrum, t„ d„ um stöðuval. En reynsla
annarra félaga hér í skóla í þessum efn-
um eykur okkur sannarlega ekki áræði.
Það er lítilsvirðing við fyrirlesara, sem
ver tíma og vinnu í samningu og flutn-
ing fyrirlesturs, að aðeins 20 - 30 sálir