Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1956, Blaðsíða 21

Skólablaðið - 01.02.1956, Blaðsíða 21
100 BIEKSLETTU OG ER MIKILL HARMUR KVEÐINN. .. AÐ er fyrst til frásagnar að þessu sinni, er oss þykir miklum tíðindum sæta og mörgum mun koma á óvart, og fyrir því biðjum vér alla fróðleiksfýsendur að hafa viðbunað jivílíkan, hver svo sem hann er maður til. Er skemmst frá því að segja, að vér menntlingar höfum mjög forframazt, frá því að seinasta Skólablað leit dagsins ljós, því að vér teljumst árinu að auð- ugri, - en reyndar heilu jólaleyfi snauðari. Því er það, að í sál vorri togast á tvær andstæðar kenndir; djupur fögnuður og sár tregi. Vér fögnum nýja árinu og þykjumst af því alls góðs maklegir en tregum sáran jólafríið, hver á sína vísu og svo sem efni standa til. En burtséð frá voru eigin ómerkilega sálarlífi, þá er sá siður góðra manna, er þeim tæmist skyndilega slíkur arfur að heilu ári nemur, að tylla sér náðarsam- ligast á stóran stein í fjöruborðinu og einblína allt hvað af tekur í gaupnir sér, ef verða mætti, að viðkomandi yrði nokk- urs vísari um lífsins torráðnu gátur og nátturur. Þrátt fyrir tilfinnanlega sjón- depurð, vildum vér eigi láta vorn hlut eftir liggja í þessu fremur en öðru, og tygjuðum oss til að brjóta heilahróið sterklega um menntskælsk vandamál að fornu og nýju. En sem vér vorum í þann veginn að höndla lykil leyndardómsins, var oss tjáð, að hann mætti gjarna vera á sínum stað. Væri svo Guði fyrir að þakka, að samvizkusamur embættismaður hefði um málið fjallað í tiltölulega fám aukasetningum, vandlega földum milli auglýsinga leikskrár. Gerðum vér því ferð vora í grasgarð leiknefndar, en eftir skamma viðdvöl þar lukust upp augu vor fyrir þeim beiska sannleika, að eigi er nema hálfur sannleikur, er einn segir frá. Þykjumst vér því mega fullyrða, að fé- lagslíf menntlinga hafi það sem af er vetrar gengið meira úrhendis en góðu hófi gegnir um svo fjölsetinn skóla - og þarf það kannski engum að koma á óvart, því þjóðarbuskapurinn ku heldur ekki ganga sem bezt um þessar mundir. Fyrirrúmsmenn og formælendur hinna ýmsu félaga hafa að vísu, bæði að eigin dómi og annarra, afrekað miklu og háð margar samkundur, en þá bregður svo kynlega við, að þorri nemenda þykist hafa efni á, að láta sig þá starfsemi engu varða. Er oss enn eigi úr minni liðið, að er próf. Símon jóh. Ágústsson flutti fyrir þó nokkru og liðlega það ágætt erindi á snærum Braga, létu um það bil fjögur hundruð nemendur sér það sæma að koma þar hvergi nærri. Samt verður ekkert lát á harmatölum manna yfir litlu og fáfengilegu félagslífi, og eig- um vér fullt í fangi með að koma auga á systemið í galskapnum. Ein er sú árátta í þokkabót, sem mjög stendur þróttugu félagslífi fyrir þrifum, en það er sá mórall - ef móral skyldi kalla, sem ríkjandi er á mannfundum menntlinga. Svo virðist sem sumir merkismenn í skóla hér séu hart leiknir af þeim hugsunarhætti, að ekki megi halda fund, svo að hann sé eigi að engu gerr með afkáraskap og deleríum og sé þetta hefð er ekki megi við hrófla. Keyrði þó um þvert bak á stofnfundi Bindindisfélagsins, sem átti að verða, og mætti þar um skrifa margar þykkar bækur. Er illt til þess að vita, ef þessum lífsleiðu herramönnum á að haldast uppi óátalið að murka líftóruna úr fleiri sam- kundum með ofstopa sínum og ójöfnuði, og á slíkt framferði að varða fjörbaugs- garð. Nennum vér nú eigi lengur að þylja harma vora, og er það fjarri voru skap- ferli að gefa dapurleikanum undir fótinn, hvað þá heldur bjóða honum góðan da^, eins og sumum verður á. Þvert a moti biðjum vér hann vel að fara og til

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.