Skólablaðið - 01.02.1956, Blaðsíða 14
93 -
tungu.
En nú hef ég sterka löngun til að
benda Ö. J. á það, að í þeim löndum.þar
sem hann telur, "að framleiðsla sálar-
lauss múgs ógni sérhverjum frjálshuga
manni", þ.e.a. s. í Sovétríkjunum, Kína
og víðar um lönd, er sósíalisminn hefur
náð að festa rætur, þar glymur hvergi
flár og gjallandi jazz, leirþurðarstagl og
holtaþokuvæl heyrist ekki, sorprit og
reyfarar eru óþekkt fyrirbæri nema af
afspurn frá menningarlöndunum, er kenna
sig við vesturáttina, og gervilist virðist
engan veginn eiga uppá pallborðið hjá
þeim þjóðum. í fám orðum sagt: þar rík-
ir menning "þar sem á engan hátt er
dekrað við úrkynjaðan smekk lýðsins", en
þjóðunum hjálpað til nokkurs skilnings
og þroska á æðri list og menningu. - Og
tákn það, er Ó. J. tekur fyrir nefnda
menningu, hið tyggigúmmíjórtrandi banda-
ríska soldát, er við íslendingar höfum
fengið til að kynbæta okkar aríska ætt-
stofn, er einmitt sú manntegund, er sízt
þykir hæf til menningartrúboðs meðal
"sálarlausa múgsins" fyrir austan tak-
mörk vestrænnar skrílmenningar.
ofstæki upp mórauðum kollinum og geng-
ur síðan ljósum logum út greinina, eins
og Jón hefði aldrei afneitað því.
Þá fjölyrðir jón um vankanta borgara-
legs þjóðskipulags og sker upp herör
gegn auðvaldsófreskjunni. Sízt skal ég
bera á móti því, að ófreskja sú er hið
leiðilegasta skrímsl, og ekki mun ég
gráta hana úr helju eftir einvígi þeirra
Jóns. Ekki mun ég heldur halda uppi
vörnum fyrir ávirðingar þess þjóðskipu-
lags, sem vér búum nú við, enda er ég
jóni samdóma um margar ádeilur hans
á þjóðfélagsháttu á íslandi, í Amríku og
víðar um lönd. Óska ég jóni alls góðs í
baráttu hans fyrir réttlátari tilveru og
mun vissulega styrkja hann þar í af veik-
um mætti manns, sem "veslast upp í
svartnætti efasemda og hugarvíls".
Meira greinir þá á, heiðursmennina
jón Hannibalsson og undirritaðan, þegar
talið berst að frjálslyndi.
jón segir berum orðum, að frjálslyndi
sé fánýtast dyggða. M. ö. o. þröngsýni,
einræði og ófrelsi er það, sem koma
skal. Allar hugsjónir frjálslyndra manna
Skal ég nú eftirláta góðgjörnum og
hlutlausum lesanda að spreyta sig á,
hvar mestar líkur bendi til, "að fram-
leiðsla sálarlauss og sviplauss múgs"
muni standa í mestum blóma í heimi hér.
Annars er mér ómögulegt að taka þessa
næstsíðustu tilvitnun Ó. J. hátíðlega, þar
sem mér segir svo hugum um, að hun
sé fram komin á þeirri forsendu, að Ó.
J. geri sér jafnan að skyldu að hnýta ein-
hverju í sósíalismann, er hann hefur upp-
götvað eitthvert ranglætið í fari hins
borgaralega þjóðfélags. Virðist honum
vera hið mesta metnaðar- og kappsmál,
að forða það reginhneyksli, að hann verði
dreginn í dilk öðru hvoru megin í hinar
stríðandi fylkingar þjóðarinnar.
Þessi "sjálfsupphafning" er einmitt ein-
kennandi fyrir íslenzka menntamenn a
okkar tímum, þessa "frjálslyndu og víð-
sýnu" draumavingla, sem svíður sárt
undan hróplegu ranglæti ríkjandi þjóð-
skipulags, að þeir geta í hvorugan fótinn
stigið í afstöðu sinni til þjóðmala. Þott
þeir viðurkenni hrörnun oe rotnun kapí-
Frh. a bls. 98.
skulu falla dauðar og ómerkar, út með
frelsið, inn með einræðið og lögregluna
og húrra fyrir kommúnismanum. Þetta
er grímulaus andinn í ritverki jóns
Hannibal s s onar.
Ég held, að Jóni væri hollt að gera
sér ljóst, að frelsi er dýrmætara en
brauð, að frelsi er hið dýrmætasta í
lífi hverrar vitsmunaveru. Öll framþró-
un mannkyns, allar framfarir í listum,
vísindum og tækni byggjast á frelsi.
Því meira frelsi - þeim mun örari fram-
þróun, almennari hagsæld. Síðan borg-
arabyltingin varð í Frakklandi 1789 hefur
lýðfrelsi vaxið jafnt og þétt um allan
heim, og þetta tímabil hefur verið skeið
örari framfara en nokkru sinni fyrr.
Að hamast nú gegn frjálslyndi, er hið
sama og keppa eftir sams konar einræði
og fjötraði alla framfaraviðleitni mann-
kyns á hinum myrku miðöldum.
í jólahugleiðingu minni lét ég þá skoð-
un í ljós, að sitthvað myndi reynast líf-
vænlegt úr kenningum sósíalisma og
sigra í einhverri mynd er fram líða
Frh. á bls. 95.