Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1956, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.02.1956, Blaðsíða 11
- 90 - gangi að hugleiða nánar eitt og annað er Ó. J„ drepur á, er sá andi, er mér virðist greinin gagnsýrð a£ : þetta sannfæringarleysi og þessi eilífi nagandi efi um alla skapaða hluti. Það er álitamál, hvort rétt væri að vekja máls á þessu, ef þetta væri einungis persónulegt viðhorf Ó„ J„ , en svo er ekki. Þesi efasýki er sá tíðarandi, sem viðtekinn er meðal mikils hluta íslenzkra mennta- manna á okkar dögum. Því verður ekki hjá komist að leita ein- hverra skýringa á þessari andlegu fóstur- myndun í lífi þjóðarinnar, ekki sízt þar sem miklu fleiri vilja hlutast til um upp- eldi hennar en ísl. menntamenn einir sam- an. Hitt verð ég að eiga undir forsjóninni, hvort nokkur nennir að verja tíma sínum til lesturs á slíku, utan við fyrrnefndir heiður smenn. Mætur maður hefur sagt : "í borgaralegu þjóðfélagi vorra tíma er efasýkin tízkubún- ingur ríkjandi lífsskoðunar og vantruin á mannsins mátt og megin tjáning guðsóttansl' Mér virðist sem þetta komi nokkurn veginn heim og saman við veruleikann. Það hefur gerzt á okkar dögum, sem eng- in eru dæmi til áður í sögunni, að hin und- irokaða stétt, verkalýðurinn, hefur að mestu brotizt undan hugmyndalegum yfir- ráðum ríkjandi stéttar og skapað sér eigin lífsskoðun og þjóðfélagsvísindi, er byggjast á rannsóknum á eðli og þróun þjóðfélagsins frá fyrstu tíð til vorra daga. Þessir sögu- legu yfirburðir verkalýðsins gera honum kleift að heyja baráttu sína af slíkri sigur- vissu og sannfæringarkrafti, að óþekkt er í sögu undirokaðra þjóðfélagsstétta. Af þessum sökum hefur verkalýðurinn löngu tekið frumkvæðið í þjóðfélagsbaráttu sam- tímans og leiðir þá baráttu sína til sigurs í krafti vitneskjunnar um það hlutverk, er bíður hans. Andóf borgarastéttarinnar gegn þessum ósköpum verður að eiga sér einhvern grundvöll og þann völl hefur hún sjálf hasl- að sér, þar sem efahyggjan er. Þessi borgaralega dyggð, efinn, er það vopn, er borgarastéttinni hefur orðið einna mest ágengt með og bezt hefur dugað henni í menningar- og stjórnmálalegri baráttu hennar við verkalýðinn. í skorti sannfær- ingar og sanninda grípur hún til þess ráðs að efast um allt, er tönn á festir. Þess vegna heita þjóðfélagsvísindi marxismans á máli borgaranna barnalegir draumórar óraunsærra hugsjónaglópa eða bókstafs- kreddur ofsatrúarmanna og annað eftir því„ Og til þess að bíta höfuðið af skömminni er efinn síðan útnefndur tákn allrar menn- ingarviðleitni og sannleiksleitar„ En sagan er ekki búin enn„ Ráðsmennska borgarastéttarinnar með fjöregg íslenzku þjóðarinnar á undanförn- um árum veldur því, að hún hefur staðið hættulega berskjölduð fyrir þessum vá- gesti, efahyggjunni. íslendingar eru seinþreyttir til vandræða, og það þarf því meira en heimatilbúinn vírus úr áróðurskvörn borgaranna, til þess að þeir glati með öllu trúnni á mátt sinn og megin. Síðasti áratugur er e.t.v. örlagaríkasti áratugur í sögu þjóðarinnar fyrr og síðar. Fyrir atbeina pólitískra óhappamanna, er aldrei geta lært af reynslunni, hafa fjórir bautasteinar verið reistir yfir væntanlegt leiði okkar nýfengna sjálfstæðis. Þjóðin hefur verið fóðruð á andlegu skepnufóðri þeirra manna, sem eru málsvarar lífs- leiða, mannhaturs og siðleysis, og þessar og þvílíkar fóðurgjafir hafa stefnt andlegu heilsufari hennar í voða. Innviðir ís- lenzkrar þjóðfélagsbyggingar hafa verið sundurétnir af uppflosnuðum afætulýð, er þrifist hefur í skjóli erlends valds. Stjórnmálalíf íslendinga þennan áratug hefur lifað og hrærzt á tilverusviði dollar- ans og trúðsins og manndómsleysi ís- lenzkra valdamanna vakið andstyggð þeirra tiltölulega fáu, sem enn gera kröfur á því sviði. í fám orðum sagt; saga íslendinga þennan síðasta áratug hefur öðru fremur fjallað um undanhald íslenzks manndóms fyrir vaxandi ágengni aðfenginnar gervi- mennsku, er ber auðsæ fingraför amer- ískrar togleðursmenningar. Afleiðingin er vanskapaðir þjóðfélagshættir og sjúkt þjóðlíf. Allt eru þetta sögulegar forsendur þess, að íslendingar hafa orðið efasýkinni auð- teknari bráð en ætla mætti og góðu hófi gegnir. Og e.t.v. hafa engir verið eins þungt haldnir og íslenzkir menntamenn. Viðbrögð þeirra á stund hættunnar hafa borið helzti lítinn keim af víkingslund forfeðranna, en svipar þeim mun meir til lýsingar Halldórs Kiljan Laxness á at- hvarfi borgarans í nútímabókmenntum,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.