Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1956, Blaðsíða 23

Skólablaðið - 01.02.1956, Blaðsíða 23
- 102 - lRGT hefur verið skrafað og skrifað her á fslandi undanfarin ár um fræðslu- mál. Margvíslegar skoðan- ir hafa heyrzt. Allt frá dögum Jons Thorcilliusar lafa verið til raddir, sem a auka menntun lands- manna, og aðrar, sem telja aukna menntun og skolagöngu aðeins vera þjoð- inni til tjóns. Þegar á 18. öld fóru að koma fram til- lögur um almennt skólahald á fslandi. En þá álitu stjórnendur landsins, að pen- ingunum væri betur varið í stríð gegn hinum svensku og öðrum djöfuls skálkum en að mennta nábýlendur helvítis. Fyrst um miðja 19. öld er stofnsettur barna- skóli, sem hefur starfað óslitið síðan, - barnaskólinn á Eyrarbakka. En enginn skyldi halda, að tekizt hafi að koma þessum barnaskóla á fót mót- mælalaust. Ekki er fyrr búið að ákveða um stofnun hans, en nokkrir bændur úr sveitunum í kring semja mótmælaávarp, hvar segir, að vitleysa eins og skólahald verði slíkur baggi á fjárhag sveitanna, að stóra hættu hafi í för með ser. Þess vegna eigi engan skóla að stofnsetja. En þessir menn fengu hér ekki að ráða. Síðan hefur margt gerzt í fræðslumál- um þjóðarinnar. Miklar framfarir hafa att sér stað. Barnaskólar eru nú alls staðar á landinu. Héraðsskólar alls stað- ar líka. Menntaskólarnir eru orðnir þrír. En við næstum sérhvert spor, er stigið var til aukinnar menntunar íslendinga, heyrðust raddir, er töldu það spor aðeins vera til óheilla. Næstum sérhver fram- faratilraun í fræðslumálum kostaði bar- áttu. Margt, sem nú þykir sjálfsagt, var einu sinni deiluefni. Alltaf voru til menn, sem álitu, að aukin menntun yrði alþýð- unni aðeins til tjóns og kostnaðurinn af þeim skólum, er stofnsetja átti, eyði- legði fjárhagsafkomu þjóðarinnar. Og slíkir menn eru til enn þá. Fyrst í stað var lögð aðaláherzlan á að auka almenna menntun þjóðarinnar. Barnaskólar og héraðsskólar voru víðs vegar settir á stofn. En þegar lífsskil- yrði þjóðarinnar urðu betri fjölgaði þeim unglingum, er höfðu efni á að hefja langskólanám. Brátt tóku héraðsskólarn- ir, sem upphaflega var það hlutverk ætlað að svala örlítið þekkingarþorsta bændasonanna og búa þá betur undir væntanleg bústörf en áður var, að undir- búa nemendur sína undir framhaldsnám. Nú er sá tími liðinn, að litið sé upp til gagnfræðinganna sem ákaflega "mennt- aðra" manna, af því að meðal þjóðar- innar eru komnir svo margir menn þeim menntaðri. Til þessa tíma líta margir af okkar gömlu skólamönnum með mikl- um söknuði, vilja helzt færa öll fræðslu- mál þjóðarinnar í sama, gamla, , ástkæra horfið. Þegar þeim tók að fjölga, sem lögðu út á braut langskólanáms, var eðlilegt, að kröfur kæmu fram um fleiri mennta- skóla. - Gagnfræðaskólinn á Akureyri tók eftir 1920 að beiðast þess að mega útskrifa stúdenta. En slíkt og þvílíkt varð að hneykslunarhellu þáverandi ráðamönnum þjóðarinnar. Það kom ekki til mála. Stúdentar voru þegar orðnir allt of margir. ) Þá voru útskrifaðir um það bil 7-8 sinnum færri stúdentar á

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.