Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1956, Blaðsíða 18

Skólablaðið - 01.02.1956, Blaðsíða 18
- 97 - bara að flýta sér að verða stór, og fara að heiman og fara á einhvern bát. Ekki bát eins og "Þorð” og "Suluna", heldur bát að sunnan sem veiddi mikið. - Það er allt svo miklu betra fyrir sunnan. Það sagði jóna, og hun hafði verið þar. Næsta morgun var engin bræla. Allir urðu léttari í spori, og einhver sagði, að sér hefði verið sagt að einhver bátur hefði séð torfu. Konurnar fóru að at- huga, hvort síldarpilsin væru í lagi og síldarsvipurinn minnkaði á andlitum þeirra. Þær fór að dreyma um að fá að neyta krafta sinna við bjóðin, um bjartar nætur við heimskautsbaug. Öll fegurð þurfti í þeirra augum að standa í sam- bandi við síld. En klukkan varð tvö, og hun varð þrju án þess að nokkur ný síldarfregn bærist. Á fjórða tímanum fór að dimma aftur, og bátarnir fóru að tínast inn undir kvöld- ið. - Bræla aftur! Konurnar sáu nu, að þær höfðu keypt alltof dýran mat í morg- un, en börnin fóru aftur ut í poll að leika síldveiðar. Áhyggjufullir heimilisfeður fengu sér smásnafs, það var hressandi, og það birti yfir öllu. Það var engu að kvíða - kannske kæmi síldin seinna. Þ. Þ. COGITO-ERGO SUM, frh. af bls. 95. sannmenntaðs manns er vissulega, að hugsun hans er frjáls, hann tekur sjálf- stæða afstöðu til sérhvers máls, en lætur ekki leiðast af blindri bókstafstru og kreddudýrkun. Hann óttast ekki að gagn- rýna það, sem miður fer umhverfis hann, hvort sem þær misfellur skrifast á reikn- ing kommunisma eða kapítalisma. Hann myndar sér sjálfstæðar skoðanir um líf og tilveru og lætur ekkert aftra sér frá að halda þeim skoðunum fram. Og hann berst ótrauður fyrir hverju því mali, er til framfara horfir, en gegn afturhaldi, einræði og hvers kyns kreddufári. Vera má að slíkir menn séu fáir á vorum dögum. En þeir eru til, og þeir eru ljós heimsins í dag, þótt jón Hanni- balsson kalli þá "draumavingla" og velji þeim önnur hæðileg heiti í barnalegu trúarofstæki sínu. Á slíkum mönnum, boðberum frjálslyndis, víðsýnis og frels- is, getur mannkynið byggt von sína um farsælt líf á fagurri og auðugri jörðu. jón Hannibalsson er ungur maður. Hann mun væntanlega verða langlífur í landinu og ugglaust eflast stöðugt að vizku og andlegum mætti alla ævi sín. Ég vona að maður, sem hlotið hefur slíka framtíð, verði ekki haldinn blindri kreddutrú allt sitt líf; vonandi á hann sér skjótrar undankomu auðið úr helgreipum þröngsýni og ofstækis. £ Cfirm iyia/(y'OCjeroM& REGN Re gn. Regn í sálu minni. Regn á hattinum mínum. Regn, já regn, já mikið regn, já afskaplega mikið regn. Regn á götunni. Regn í sálu minni. Regn. VIÐ HÖFNINA Skipið fór. Annað skip fór. Þrjú skip fóru. Fjögur skip fóru. Þrjár naktar stúlkur dönsuðu á kolahrúgunni. Þögn í sálu minni. - Dagur. NON VITAE......... G. Norland í 5.-B. : Af hverju þurfum við að leggja svona mikla áherzlu á óreglulegu sagn- irnar ? Pétur Ómar : Af því það er svo erfitt að læra þær.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.