Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1956, Blaðsíða 31

Skólablaðið - 01.02.1956, Blaðsíða 31
- 110 - um gáfu- og menntamanninum á fætur öðrum upp á slíkar mottökur, er Björn Th„ Björnsson fékk títtnefnt kvöld. Margt er á döfinni samt sem áður varð- andi frekari starfsemi félagsins, og ber þá helzt að minnast á nýmæli þau, er nu er verið að hrinda í framkvæmd. En það eru kvikmyndasýningar, sem munu verða haldnar á vegum félagsins, það er enn lifir vetrar. Eru það alls kyns kvikmyndir, sem ætlunin er að sýna, kvikmyndir um myndlist, bókmennt- ir, tónlist og a. m. k. eina leikna kvik- mynd. - Fyrsta verkefni mun verða hin afbragðsgóða mynd "Pótemkin", sem russneski snillingurinn Eisenstein hefur gert um uppreisnina 1905. Mun jón júl- íusson kennari kynna mynd og höfund fyrir sýningu. Þannig mun verða reynt að fá menn, bæði hér ur skóla og annars staðar frá til að mæla fáein orð á undan hverri sýningu þeim til kynningar. - Að vísu eru margir örðugleikar á kvik- myndasýningum á sal, þar eð hann er lítill og rúmar eigi marga, auk þess sem erfitt er að stilla þannig hátalara, að fólk eigi ærist. Vona ég því, að fólk afsaki allar smámissmíðar, sem kynnu að verða og hvet ég um leið menntlinga að sækja sýningar þessar og láta eigi glepjast af öðru verra. Hefur Ólafur Rafn jónsson verið ráðinn sýningarmeist- ari, enda fróður mjög um alla véla- mennsku. Að síðustu vildi ég þakka Joni júlíus- syni fyrir ágætar leiðbeiningar og góða aðstoð við öflun kvikmynda. Höfum vér, fyrir milligöngu Jons, fengið kvikmyndir þessar frá sendiráðum heimsins stór- velda, Bandaríkjunum, Sovétríkjunum, Frakklandi og Bretlandi og hafa starfs- menn þeirra allra reynzt mjög hjálplegir og vinsamlegir. ÓLAFUR B. THEODÓRS, formaður íþróttafélagsins ; íþróttafélagið tók til starfa eftir jól. Þátttaka er með bezta móti eða ca. 130 nemendur. Haldinn var stjórnarfundur og gaf frá- farandi formaður, Einar Sigurðsson VI.-B, skýrslu um starfið á liðna árinu. Kunnum við honum beztu þakkir fyrir vel unnin störf. Aðrir stjórnarmeðlim- ir skiptu með sér verkum sem hér seg- ir : Form. Ólafur B. Theodórs, V.-B. Varaform. Jon Ásgeirsson. Gjaldk. Ottó Tynes, IV.-X. Ritari Gunnar Kvaran, IV.-Y. Áhaldav. Pétur Bjarnason, IV.-B. Síðan voru gerðar áætlanir um starfið í vetur. Strax eftir nýjár voru fengnir tímar í körfuknattleik, og eru þeir sem hér segir : Stúlkur á þriðjudögum kl. 7-8 síðd. Piltar - fimmtudögum - 7-8 Innan skamms verður íþróttahúsið að Hálogalandi fengið til handknattleiks - æfinga, en því er lokað nú. Þá hélt íþróttafélagið skemmtikvöld þann 21. jan. Þar las Jón Ragnarsson upp úr verkum Kiljans, Halldór Haralds- son III,-C spilaði á pianó, og þeir Kristján Bersi Ólafsson og Höskuldur jónsson kváðust á. Vakti þetta mikinn fögnuð og voru listamennirnir hylltir ákaflega. Að lokum var svo stiginn kvenr éttindadans við mikinn föjpiuð kvenna og jafnvel annarra. Foru nem- endur heim að sofa laust fyrir kl. 1. Loks hefur félagið það á prjónunum, að fá tíma fyrir badminton, en ekki er víst að það takist. Hið árlega handknattleiksmót innan skólans verður að líkindum ekki háð í vetur. Oss hefur borizt í hendur eitt ágætt stjórnarblað úr landsbyggðinni eða rett- ara sagt frá útlöndum, nefnilega Fram- sókn úr Ve stmannaeyjum. Þar er upp- prentaður langur spurningalisti, og tök- um vér oss það Bersaleyfi að birta spurningu nr. 1 : "Telur héraðslæknir það samrýmast heilbrigðis- og þrifnaðarkröfum í skólum, að sultardropar úr nefi kennara leki niður á námsbækur nemanda?" - Svari hver sem getur !

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.