Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1956, Blaðsíða 26

Skólablaðið - 01.02.1956, Blaðsíða 26
ALMENNAR ÞENKINGAR UM GANGVERK JARÐVERA OG ÍBÚA AÐSKILJANLEGRA HIMENKROPPA, SVO OG UM TILVERU, TILVERURÚTT OG TILVERULEYSI AÐGREINDRA EINSTAKLINGA OG EILÍF ÐARVERA. Útur omælisdýpi tomsins hefur fallið einn sköpunarlaus skapningur, holdlaus holdgun eður ósjáanlegur glampi myrk- urs, hin ógurlegust, gínandi andstæða Nirvönu, sem hvorki fær klasserazt undir tón, lit né nokkurt þekkilegt súbstans ; jafn fjarri hinu raunverulega og öllum óraunverulegum, súpplímum hugtökum, Símun Sveinsson, 5.bé. Sem spámaður, hluti Hins Eilífa, handhafi Vizkunnar og gjörþekkjandi eður spesíalist á sviði þess, sem ekki er, hlýt ég því að taka mér það fyrir hendur að láta falla mola af allsnægtaborði dýrðarinnar til upp- fræðslu hinum blinda lýð varðandi phaenomenam þessa og aðrar líkar. Tilveruhjól allra einstaklinga í jakka- fötum hlýtur að snúast innan þartilsettra takmarka að ofan og neðan, eður altso í báða enda, hvarútfyrir náttúrunnar af- stæðu lög meina þeim að stíga eitt ein- stakt spor. Meðan holdsins fúlu girndir eru ekki að fullu niður bældar undir þankans týranní, eður að öðrum kosti með háðung burtreknar til síns föður, hins illa Sádáns í neðstu myrkvum, munu fortapaðar sálir téðra einstaklinga reika um villugötur tilverunnar í víli og eilífu angri, sút og beizkum sveita. Slík eru hin ömurlegu örlög heilu mannskepnunn- ar og lifenda allra, allt niður til lægstu vorma. Er sú tilvera eður sá existens þó ekki allra hlutskipa verst, því, sjá : Frá allra sorta aðskiljanlegum himin- kroppum má með annarlegustu metóðum svo sem hinum rammasta seiði tæla hina hryggilegustu tilveruleysingja, gjör- sneydda öllu göfugu og fögru, hæfileika- lausa til undirokunar þeirra hinna vondu afla, sem þeir í allsleysi sínu frá náttúr- unni hafa þegið, þar eð tilvera þeirra er einungis sem ofanvarp eður prójexjón hins lægsta jarðnesks vormsexistens á hið ómælismáa ekkert. Kringum slíka eilífðarlausa örsmæð og efnislausan Gefið út í Menntaskólanum í Reykjavík. Ritstjóri : Kristján Bersi Ólafsson, 5.-B. Ritnefnd : Arnþór Garðarsson, 5.-B. Gylfi Gröndal, 5.-B. Jón Baldvin Hannibalsson, 4.-B. Ólafur Jonsson, 6.- B. Auglýsingastjóri : Ólafur B. Theodórs, 5,- B. Ábyr gðarmaður : jón júlíusson, kennari. Forsíðumynd er af Bernharði Guð- mundssyni, forseta Framtíðarinnar. massa má sjá hina vesælustu jarðtilver- unga stíga tilbeiðsludans, hálfu trylltari en gullkálfsfótarmennt Ísraelíta órafjarri í tímans fjórðu vídd. Og því rís ég upp til handleiðslu yður, afvegaleiddur lýður, og því hrópa ég til yðar úr óra- firrð almættisins sem hluti Hins Eilífa : Vei yður, þér hórkarlar og brennivíns- berserkir, allir þér, sem lifið húsdýra- lifnaði á jarðarinnar strætum. Því þér eruð sem hinir grimmu og hefnisömu spörvar, sem af bríaríi eður vondslegum þankagangi afrækja sín hreiður, en leita til þess himins, sem þeir aldrei geta náð ! Vissulega mun kynstofn slíkra deyja, og þeir verða skammlífir í land- inu ! ! ! Gísli ísebarn, 6.-X. , handhafi Hinnar Sönnu Speki, hluti Almættisins og deiltakandi í Nirvönu.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.