Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1956, Blaðsíða 27

Skólablaðið - 01.02.1956, Blaðsíða 27
- 106 - Eldvagn sólar er löngu hættur að sjást, enda oltinn af vegi háloftanna ofan í forarkeldu eilífs myrkurs og bíður þar kranabíls morgunroðans, sem mun hann uppdraga til fantaaksturs næsta dags. í bláum skugga næturinnar sit eg á grágrýtissteini, ég Símon Sveinsson, sálmaskáld með meiru og lifi mig inn í stemningar stundarinnar. Langt utan upphafs og endis, tíma og rúms, lífs og dauða, sit ég á grágrýtissteini og horfi ut í himinhvolfið þar sem ég svíf óháður öllum lögmálum nátturunnar. Bull. Ekki er hægt að yrkja atómljóð á svona steini, svona gömlum gráum steini. Syngjum því nætursálma sannliga að venju lanz : Byrjar að breima og mjálma bröndóttra katta fans og stássligan stígur dans. Slíkir virðast mér sætir söngvar, þótt sumir ætli þá hræðilega. (Accusativus cum infinitivo er þetta setningarfræðilega. ) NÚ er komið nóg af rími. Nú fer ég að leita að hrími í skegginu á Skalla-Grími.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.