Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1956, Blaðsíða 19

Skólablaðið - 01.02.1956, Blaðsíða 19
ÞVÍ DÆMIST RÉTT VERA, ,. frh. af bls. 93. 98 - talismans, elska þeir "frelsið og lýðræðið" svo heitt, að þeir geta ekki fylgt kommún- istum. Það er því lærdómsríkt og ómaksins vert að líta nánar á þennan liberalisma og at- huga, hvernig hann hefur gefizt. Liberalismi er þjóðmálastefna, sem rís upp á blómatímum hvers þjóðskipulags, þegar yfirráðastéttin hefur fest sig örugg- lega í sessi, og jafnvægi og ró ríkir a. m.k. á yfirborðinu. Hann er öfgalaus og hægfara framfarastefna, sem kappkostar að bjarga gömlum menningarverðmætum og hlúa að sköpun nýrra. Hann berst fyrir mannrétt- indum, skoðanafrelsi, prentfrelsi og öðru slíku, að vísu án tillits til hvort ytri skil- yrði slíkra réttinda eru fyrir hendi, svo að oft verður þetta aðeins pappírsgagn. Með harðnandi stéttaátökum verður þessi stefna að víkja. Nýr flokkur kemur fram á sjónarsviðið, flokkur sem vill rífa niður ríkjandi skipulag, og það er ekki lengur rúm nema fyrir tvo flokka; annars vegar íhaldsmenn, er vilja viðhalda ríkjandi skipulagi, hins vegar kommúnista eða sósíalista, er vilja leggja það til hliðar. Lýðræðinu, þessum leifum frá tímabili liberalismans, er því aðeins viðhaldið, að hinni ráðandi stétt takist að halda öllum völdum þrátt fyrir það. Séu hins vegar stéttaátökin svo hörð, að líkur bendi til að alþýðan hremmi ríkisvaldið, hika borgar- arnir ekki við að kasta af sér lýðræðisgrím- unni og tryggja yfirráð sín í mynd fasismans. Þetta var það, sem gerðist í Þýzkalandi fyrir stríð. Sosíaldemókratar ríghéldu í hin gömlu frelsishugtök liberalismans. Þeir vildu að vísu breyta þjóðfélaginu, en eins og Ó. J. ekki "hafna í kúgun og ófrelsi kommúnismans". Þeir hjöluðu einnig á móti öfgakenningum borgarastéttarinnar ; þeir vildu lýðræði. Með því afhentu þeir Hitler völdin og innsigluðu um leið sinn eigin dauðadóm. Frjálslyndið er fánýt, haldlaus og úrelt dygð. Að beita því til að fjötra Fenrisúlf vorra daga, auðvaldsófreskjuna, er jafn- gagnslaust og að leggja hana í fjötra úr hráka fuglsins, dyn kattarins, skeggi kon- unnar og rótum fjallsins. Á tímum semvorum; tímum hrikalegra átaka gildir það eitt, "að hver, sem ekki er méð mér, er á móti mér." 4. Þar kemur að, að Ólafur verður við- skila við stjórnmálin og leitar á náðir list- arinnar. Mun þar flestum þykja sem Ó. J„ leiki á heimavelli og sé mér fyrir beztu að kunna fótum mínum forráð. Samt sem áður er ég ófáanlegur til að undirskrifa vafningalaust eitt og annað, sem Ó. J„ held- ur fram, einkanlega um listina og afstööu hennar til fólksins. Þykir mér rétt, að sá ágreiningur komi fram, fyrst ég á annað borð er farinn að fetta fingur út í hugleið- ingar skáldsins og þrátt fyrir að viðhorf mín geti á engan hátt talist frumleg - því miður. Ó. J. farast orð á þessa leið: "já, list- irnar. Margir munu telja, að þar reiki feigir menn villistigu, þar sem listamenn nútímans fara. " Það var og, en hví skyldu þeim sköpuð svo meinleg örlög? Enn sem fyrr veitir Ó. J. greið svör: "fremstu listamenn vorir hafa fylgzt með tímanum, en fólkið dregist aftur úr. " Og enn frem- ur: "Ef fólk skilur ekki nútímalist, er það sök þess sjáKs en ekki listamannanna. " Með þessu hvítþvær Ó. J. stéttarbræður sína og varpar allri sök á herðar fjöldans, fólksins "sem hefur dregizt aftur úr„ " Og hér skilur leiðir með okkur Ó„ J„, og þykir mér leitt að njóta ekki samfylgdar hans lengra áleiðis á listabrautinni. Það er að sönnu rétt hjá Ó„ J„, að fremstu listamenn okkar hafa fylgzt með tímanum, en fremstu listamenn okkar eru þeir, er hafa gert sér grein fyrir þeim sannindum, er Ó. J„ sjálfur tilfærir og Halldór Kiljan Laxness orðar svo: " Ef lífæð aldarinnar er ekki upphaf sjálfs listaverksins, mun það aldrei öðlast al- mennt gildi. " Og slíkir listamenn eru aldrei misskildir. Það má rangtulka verk þeirra, rægja þá og ofsækja, gera þá land- flótta eða hreinlega drepa þá - en ekki misskilja, því að lífæð aldarinnar er uppi- staðan í listsköpun þeirra. Því’ er það, að þótt Ó. J. finni með réttu sárt til þess, að listamenn nútímans séu misskildir og tor- tryggðir á alla lund, þá er skýring hans á því, sú. að fólkið hafi dregist aftur úr og "skilji hvorki sjálft sig né samtíð sína"

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.