Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1956, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.02.1956, Blaðsíða 12
- 91 - sem sígild er orðin og oft er vitnað til : M(þeir) draga sig út úr hinu lifanda lífi og setjast í bölmoði í eitthvert "skemmtiskip" (eða tæringarhæli, eða stássstofu), stara niður á naflann á ser og fárast yfir hald- leysi alls og allra; og bíða eftir að skipið farist. Öll tengsl við líf fólksins eru slitin, og horfinn um leið allur siðferðilegur lífs- grundvöllur. Eftir er sá lífsleiði, sem leiðir til lífshaturs. " En slíkur og þvílíkur hugsunarháttur er sízt til uppbyggingar og á illa heima hjá þjóð, sem heyr tvísýna baráttu fyrir til- veru sinni. 3. Þess gerist vart þörf, að hafa þessa sjúkdómsgreiningu lengri, og er þá tími til kominn að ræða nánar hin einstöku atriði í hugleiðingum Ólafs, sem mer finnst orka tvímælis. Fyrst ræðir Ó. J. jólahald á okkar dögum og gildi kristin- dóms fyrir æsku þessa lands, og finn ég enga hvöt hjá mér til að bæta þar neinu við. En öðru máli gegnir, er Ó. J. snýr sér að stjórnmálunum, og skal nú að því vikið. Ólafur segir: "Margur maðurinn er því marki brenndur, að hann þarf að trúa á eitthvað, eiga sér eitthvert goð. Og þessi trúarþörf lætur ekki að sér hæða. í stað trúarbragða í hinni gömlu mynd er nú kom- ið pólitískt trúarofstæki hjá mörgum. " Við skulum fyrst staldra lítið eitt við þessa kenningu Ó. J. , enda þótt því fari fjarri, að hún sé ný af nálinni. í fyrsta lagi virðist Ó. J. halda því fram í fullri alvöru, að stjórnmál séu útrás ein- hverrar trúhneigðar, sem veitt hafi verið úr eðlilegum farvegi við hnignun trúar- bragðanna. Það liggur þó í augum uppi, að stjórnmálabarátta er sprottin upp af hat- römmum hagsmunaárekstrum stéttanna í þjóðfélaginu innbyrðis; í fyrsta lagi um skiptingu þjóðararðsins og í öðru lagi um völdin í þjóðfélaginu. Þessi barátta er vitanlega alþjóðleg í eðli sínu. Heimurinn skiptist í tvær andstæðar fylkingar - eigna- menn og eignaleysingja. Hugtakið þjóð öðlast því nýja merkingu: Áður var það hu^tak notað sem einingartákn til að vekja þjoðirnar til samstilltra átaka fyrir sjálf- stæði sínu gagnvart erlendum yfirráðum og arðráni. NÚ snýst baráttan um frelsun þjóðanna undan yfirráðum innlendra arð- ræningja, og í þeirri baráttu koma ör- eigarnir fram, svo sem ein undirokuð þjóðarheild áður, og auðstéttin sem yfir- ráðaþjóðin. Það er því út í hött, að Ó. J. segir "að það sé undantekning, ef ríki eða einstaklingur hefur kjark til að af- neita þessum reipdrætti og krefjast réttar síns til að haga lífi sínu og lífsskoðunum eftir eigin geðþótta. " Ef við nú viður- kennum það, sem sagt var hér að framan, að pólitík sé sprottin upp af hagsmuna- árekstrum stéttanna, er auðsætt, að hvert það ríki, sem ber í sér þessar innri ósætt- anlegu andstæður, en hefur samt sem áður - eins og Ó. J. orðar það, "kjark til að af- neita þessum reipdrætti o. s.frv. "- er þar með að afneita sínum eigin þróunarlögmál- um, segja sig úr lögum við lífið og fram- vinduna : m. ö. o., það brestur kjark til að horfast í augu við staðreyndirnar. Ó. J. talar af vandlætingu um pólitískt trúarofstæki. Hjá þeim, sem viðurkenna, að pólitík sé engin uppfinning til svölunar trúhneigðum sálum, er alls ekki um trú að ræða, heldur vissu, sannfæringu, sem byggð er á vísindalegum kenningum um lögmál og þróun þjóðfélagsins. Menn geta að vísu afneitað þessum kenningum og sagt, að þær séu húmbúkk og helvítis vitleysa. Menn reyndu líka í lengstu lög að halda í þá kenningu, að jörðin væri flöt, allt þar til hún var óveféngjanlega sönnuð hnöttótt, með því að siglt var um- hverfis hana. Hinar vísindalegu þjóðfé- lagskenningar marxismans eru líka nú þegar að miklu leyti sannaðar í fram- kvæmd, og mönnum mun ekki mikið leng- ur stætt á að afneita því, að þjóðfélags- þróunin hlíti ákveðnum lögmálum. Hins vegar reyna borgararnir að breiða alla- vega trúarleg einingartákn yfir stjórnmála- baráttu sína, og er þá venjulega þeirra helzta úrræði að tefla hugtakinu þjóð gegn einingu öreiganna. Þá segir Ó. J. : "En þó virðast mér flest rök hníga að því, að sósíalismi sigri í einhverri mynd. Því fer þó fjarri að hann sé girnilegur eins og hann birtist í dag í Sovétríkjunum, Kína og víðar um lönd. SÚ blinda ríkisdýrkun, það einræði í and- legum og veraldlegum efnum og sú fram- leiðsla sálarlauss og sviplauss múgs, sem þar virðist ríkja, hlýtur að ógna sérhverj- um frjálshuga manni. " Svo er nú það. Er ekki annað fyrirsjáan-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.