Skólablaðið - 01.02.1961, Blaðsíða 12
116 -
burðir Þorsteins Gunnarssonar, sem
mundi sóma sér jafnvel á sviði Þjóöleik-
hússins, hafi fremur lamað en bætt heild-
arsvip Herranætur. Þetta verður fyrst
Ijóst nú, er fram kemur algerlega nýtt
fólk, ómótað af því andrúmslofti sýninga
og þeirri einskorðun, sem fylgir óhjá-
kvœmilega samstarfi nýliða og afburða-
manns. Sú er ein höfuðorsök þess,
hversu vel tókst til um sýningu þessa,
ásamt góðri leikstjórn og tilþrifum leik-
enda, enda eru þeir allir mjög jafnir að
gæðum og svo yndislega samhæfðir að
leik og leikgleði.
Seifur verður frá hendi höfundar ein
skemmtilegasta persóna leiksins. Hann
er hér sýndur sem ósköp indæll karl,
sem leitast við að vinna bug á tilbreyt-
ingaleysi ódauðleikans með afskiptasemi
og ástarævintýrum meðal mannanna
barna. Tómas Zoega dregur fram alla
þessa eiginleika í leik sínum á hnyttinn
og skemmtilegan hátt. Hann ofleikur
hvergi, og svipbrigði hans og viðbrögð
eru afbragðsgóð. Með þessu fyrsta hlut-
verki sínu í Herranótt hefur Tómas þeg-
ar tryggt sér sess meðal beztu gaman-
leikara skólans undanfarin ár.
Hin trygga en margmædda drottning
hans, Hera, er leikin af Þóru Johnson.
Leikur hennar var góður, framsögn og
látbragð með ágætum, en þó fer ekki
hjá því að hún hefði mátt vanda betur
meðferð bundins máls.
Hetjan Herakles er einn helzti mátt-
arstólpi leiksins. Markús Örn Antons-
son er karlmannlegur ásýndum og sómir
sér vel. Slíkt er sviðsöryggi hans, að
fáum gæti komið í hug, að þetta hlut-
verk hans sé nær alger frumraun á
sviði. Leikur hans nú er nokkuð snauð-
ur að innlifun, en einkennist öðru frem-
ur af gífuryrðum og ferlegu látbragði.
Þetta er þó e. t. v. að einhverju leyti
sök leikstjóra, og ég er ekki í vafa um,
að Markús býr yfir hæfileikum til að
gera betur.
Hið sama má segja um Helga Har-
aldsson x hlutverki Þesevs. Hann tekur
ekki hlutverk sitt nógu alvarlega og gæti
leikið afburðavel, ef hann legði sig bet-
ur fram. Því verða meiri kröfur gerð-
ar til leiks hans en margra annarra
leikara. Engu að síður er leikur Helga
skemmtilegur, svipbrigði og hreyfingar
með ágætum.
Leikur Helga ásamt leik Elfu B. Gunn-
arsdóttur er hin eina túlkun aðalleikanda
á "dauðlegri persónu", þar sem ekki gæt-
ir þess framsagnarmáta, sem áður hefur
verið vikið að.
Elfa Björk Gunnarsdóttir hefur nú
leikferil sinn í Herranótt með þessu
hlutverki, sem hún gerir einkar góð skil.
Framsögn hennar er mjög góð, svip -
brigði ágæt, leikur hennar er auðugur að
fínni túlkun og gefur góð fyrirheit.
Hippolyte, önnur drottning skjald-
meyja, er leikin af Asdísi Skúladóttur.