Skólablaðið - 01.02.1961, Síða 13
117 -
Leikur hennar er nokkuö góöur í fyrstu,
en seinna, þegar Hera tekur sér ból-
festu í líkama hennar um stundarsakir,
fer margt verr en skyldi. Þá skortir
leik hennar allan glæsileik hinnar ódauð-
legu gyCju, en í stað þess koma ýktar
hreyfingar og hávaCi.
Hippobomene leikur Guðrún Hall-
grímsdóttir af maskulínum þrótti og
röddu, mjög laglega. Þó fer ekki hjá
því, aC hún hefði mátt taka sér meira
til fyrirmyndar einn okkar ágætu kenn-
ara í heræfingaatriCinu, þegar hún hirt-
ir herkonu númer 7.
Þalestris leikur GuCfinna Ragnars-
dóttir og kkilar því laglega, sem af
henni er krafizt.
Auk þess má geta þeirra tveggja
þokkadísa, Anþea og Diasta, sem eiga
að standa í bakgrunni og vera fallegar
- þær Kristín Halla jónsdóttir og Val-
gerCur Tómasdóttir skila einnig öllu
því, sem éif þeim veröur krafizt.
ÞyCing leiksins er merkilega góö
og er aödaunarverC atorka og framtak
þýöenda, leiknefndar allrar og leikara.
En meS batnandi leik verSa gerSar meiri
kröfur og á því furðulega spakmæli bygg-
ist þessi dómur.
Að lokum óska ég leiknefnd til ham-
ingju með afburðaskemmtilega sýningu
og leikurum með góða frammistöðu,
þakka fyrir mig og óska góðrar ferðar
á vit Norðlinga.
Þ. H