Skólablaðið - 01.02.1961, Side 17
121 -
_S_k_ ó_ _1 a Jt>_l_a_ ð_ _i _ð
BKÓLABLAÐIÐ hefur veriS með
auðugasta móti í vetur. Marg-
ar góðar greinar sýna, að and-
leysi nemenda er ekki eins
geigvænlegt og yfir-meðal-
mennskumenn láta. Þorleifs ríma
Haukssonar, ritdeila þeirra Böðvars og
Sverris og margt fleira er hreinasta af-
bragð. Þó er ein grein, er stingur í
stúf við hinar. Upphaf hennar er svo :
( sjá bls. 23 )
" í sumar lagðist Vikan svo lágt að
birta viðtal við Tryggva Karlsson. Var
þeim ef til vill vorkunn, en hitt er verra
til afspurnar, að þar er haldið fram, að
Tryggvi væri dæmigerður tápmikill
menntaskólanemi. Vonandi hafa þeir,
sem þekkja Tryggva vel, ekki tekið mark
á þessu. ( Vinir hans tóku ekki mark á
viðtalinu heldur.) "
Ég hef þekkt Tryggva í 12 ár og
hefur ætíð verið mikil vinátta með okk-
ur. Sambekkingar vorum við í 8 ár og
nágrannar álíka lengi. Ég þekki því
manninn út í yztu æsar, og tek því
fyllilega mark á umræddu viðtali.
Ég vil ennfremur leyfa mér að mótmæla
slíkum skrifum, sem eru Skólablaðinu til
lítillar sæmdar.
í tíma talað
Menntaskólinn í Reykjavík er forn
og virðuleg stofnun. í skólanum hafa
margir af ágætismönnum þjóðarinnar
hlotið menntun sína. Við Menntskæling-
ar getum þvx verið hreyknir að fá að
starfa innan veggja hans. Vandi fylgir
þó vegsemd hverri oj* það er alkunna,
að í öllum stofun skolans eru fleiri
nemendur en lög gera ráð fyrir.
Annað er þó stórum geigvænlegra, og á
eg þar við þá staðreynd, að skólinn
gæti brunnið til kaldra kola á nokkrum
mínútum, og eru miklar líkur til þess,
að margir slösuðust, eða jafnvel biðu
bana, ef ekki yrði brugðist skjótt og
festulega við. Til þess að slíkt megi
verða, þurfa allir nemendur að vita ná-
kvæmlega, hvað gera skuli, ef eldsvoða
ber að höndum. Væri það mjög til bóta,
ef björgunar- og slökkviæfingar væru
gerðar tvisvar á ári. Einnig þyrfti að
koma nýtízku björgunar- og slökkvitækj-
um fyrir í hverri stofu.
Vera má, að þessar ráðstafanir
kostuðu talsvert fé og tíma, en ef þær
yrðu til þess að bjarga nokkrum manns-
lífum í neyð, þá er tilganginum náð.
Stundvísi
Eitt af frumatriðum almennrar kurt-
eisi er stundvísi. Sú neikvæða þróun hef-
ur orðið hér í skólanum, að samkomur
hefjast ekki fyrr en eftir dúk og disk, þrátt
fyrir þrælauglýstan byrjunartíma, og er
það mjög miður. Dansiböll hefjast venju-
lega 20 mín. of seint. Skólafundir hefjast
ekki fyrr en að lokinni smölun á Skalla,
Mokka og Ellefu. Svipað má segja um
fundi Framtíðarinnar. Menn eru orðnir
svo vanir hinu "akademíska kortéri", að
þeir hætta að taka eftir því. Þó tók stein-
inn úr, er málsvörn Tryggva Karlssonar,
um skíðaskálann tilvonandi, sem auglýst
var kl. 9.30, hófst kl. 9.
Forráðamenn hinna ýmsu félaga I
skólanum ættu að taka höndum saman, að
afnema þessa óstundvísi, með því að láta
samkomurnar hefjast á tilskildum tíma.
Hreinsun
Ég brá mér í Iðnó á dögunum og sá
Frh. á næstu bls.