Skólablaðið - 01.02.1961, Side 20
124 -
öfund, en hann langaði alltaf til að
keyra dálítið utaní þá, þegar þeir ruku
framhjá, En hann var þarna á fjögra
ára gömlum vörubíl, sem ekki komst
hraðar en á sjötíu og fimm.
Hann fór oní skyrtuvasa sinn eftir
sígarettu oj* kveikti í henni. Vegurinn
var beinn a kafla og sléttur % hafði ver-
ið heflaður í rigningu tveim dögum áð-
ur, svo að oníburðurinn þjappaðist vel
niður. Það hafði verið borið ofaní
þennan kafla viku áður, og þá hafði ver-
ið viðbjóðslegt að aka hann. Hann
hafði hitt vegamennina og hundskammað
tipparana fyrir lélegan urmokstur, og
þeir höfðu sagt honum að éta skít.
Vegamennirnir voru allir góðkunningjar
hans og toku þetta sem eitt herjans
mikið grín. Svo báðu þeir hann að
kaupa fyrir sig fjórar brennivínsflöskur
í næstu ferð, en hann neitaði og keyrði
burt í fussi, og vegamenn bá.ðu hann
aldrei þrífast. Reyndar keypti hann
flöskurnar og var með þser í bílnum
núna.
Hann hægði á bílnum og skipti nið-
ur, þegar hann nálgaðist brúna. Hann
sa hvítan hest á holtinu hinum megin
við ána. Þegar hann kom fyrir beygj-
una sá hann eitthvað hvítt lig^ja í kant-
inum, og hann stanzaði, fór ut úr og
athugaði það.
Þetta var hvítur lambhrútur, varla
meir en hálfsmánaðargamall og hafði
verið ekið yfir hann. Ásbjörn þreifaði
a eyrunum, en lambið var ómarkað.
Þetta hlaut að hafa verið græni bíllinn.
"Djöfuls kvikindið, " sagði hann upphátt.
Hann leit upp og sá hestinn standa
a haholtinu og horfa á hann. Hann
heyrði kindarjarm utan úr mýrinni, og
hann reyndi að muna númerið á þessum
bíl. Það hafði hvort eð var ekki mikið
að segja, því að hann vissi ekki hver
átti lambið. Æ, fjandakornið, hugsaði
hann. Það hefði alveg eins getað drepið
sig ofaní.
Hann henti hræinu í skurðinn, fór
inní bílinn og hélt áfram.
III.
til norðurs yfir heiðina. Skálinn var
ekki annað en gamall bárujárnklæddur
timburhjallur, og það var oft kalt í hon-
um á veturna. Við hliðina á honum stóð
tveggja hæða íbúðarhús úr steinsteypu.
Hinum megin við veginn var benzíngeym-
ir og hráolíugeymir, og lítill hvítmálað-
ur timburskúr á bakvið þá.
í skugganum norðan undir húsinu
stóð lítil fjögra manna bifreið, blá á lit
og nyleg. Græn amerísk fólksbifreið var
að aka út af hlaðinu, þegar áætlunar-
bíllinn kom vestan að. Hann stanzaði
fyrir framan veitingaskálann og farþeg-
arnir tíndust út. Þeir voru fáir, því að
þetta var í miðri viku. Síðastur kom
bílstjórinn, ungur maður, þrekvaxinn og
skolhærður í köflóttri skyrtu. Hann
stanzaði þegar hann kom út og teygði
sig og horfði suður eftir veginum. Hann
sá vörubílinn koma og beið eftir því, að
hann æki inn á hlaðíð. Vörubíllinn
stanzaði andspænis áætlunarbílnum og
Ásbjörn steig út.
"Sæll Kristján, " sagði hann.
"Sæll sjálfur, " sagði Kristján.
"Hvernig gengur? "
"Svona eins og venjulega. "
Þeir gengu inn í veitingasalinn. Það
var svalara inni en úti. Farþegarnir
sátu allir við stórt borð innst í salnum.
Bílstjórarnir settust við lítið borð ut
við glugga og fengu sér kaffi.
"Mættirðu nokkrum grænum Chevro-
let? " spurði Ásbjörn.
"Folksbíl? "
" Já. "
"Hérna rétt fyrir utan. " Ásbjörn
umlaði eitthvað.
"Hvað með hann? " spurði Kristján.
"Sástu númerið? "
"Tók ekki eftir þv'í. " Kristján horfði
á hann. "Hvað er með þessa druslu? "
"Keyrði yfir lamb hérna suðri í
hvosinni. "
"Sástu það? "
"Ég var á eftir honum. "
"Hver átti þennan lambkettling? "
"Veit ekki, " sagði Ásbjörn. "ómark-
að. "
Þeir þögðu og drukku kaffið. Svo
sagði Kristján:
"Vegamenn voru heldur illir utí þig
áðan."
"NÚ ?
Veitingaskálinn stóð á vegamótunum.
Þar skiptist vegurinn og lá önnur álman
áfram eftir undirlendinu, en hin sveigði
ii
Frh. á bls. 126.