Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.02.1961, Qupperneq 22

Skólablaðið - 01.02.1961, Qupperneq 22
- 126 - A ÞJÓÐVEGINUM, frh. af bls.124. "Þeir sögðu, aö þu hefðir neitað að kaupa brennivín fyrir þá, " Ásbjörn kímdi. "Ég var að skamma þá svolítið. " "Fyrir hvað ? " "Fyrir lélegan úrmokstur fyrir sunnan Staðarána." "Ja það var þó ekki að ástæðu- lausu, " sagði Kristján. "Það er alveg ókeyrandi helvíti. " "Það er buið að hefla það nuna. " "Mikið var. " "Annars keypti ég þessar fjérar bokkur fyrir þá, " sagði Ásbjörn. "Fínt, " sagði Kristján. "Þeir báðu mig neínilega að kaupa þær fyrir sig. " Hann dro upp þúsund króna seðil. "Hérna. Þeir létu mig hafa þetta og sögðu mér að hirða afganginn. " Ásbjörn tók við seðlinum og stakk honum í vasann. Þeir kveiktu í sígar- ettum og litu út um gluggann. Grár jeppi ók inn á hlaðið og stanzaði við benzíngeyminn og flautaði. Flekkóttur köttur kom fram undan skúrnum og skokkaði yfir hlaðið. "Ég var rétt búinn að keyra yfir þennan kattarfjanda um daginn, " sagði Kristján. "Hann labbaði í rólegheitum fyrir bílinn. " "Hvað sögðu stelpurnar? " "Þær sáu það ekki, sem betur fór. Þær hefðu gengið af mér dauðum, hefði ég keyrt yfir hann. " "Þú hefðir orðið að gefa þeim kettling, " sagði Asbjörn. "Helzt þrjá." Kristján leit á hann út undan sér, en Ásbjörn var að horfa út um glugg- ann. Fólkið var að tínast út í bílinn. "Get ekki hætt að hugsa um þennan bíldjöful, " sagði Ásbjörn. "Hvaða bíl? " "Þennan sem keyrði yfir lambið. " "Heldurðu að þú náir honum ? " "Nei, " sagði Ásbjörn. "Hefði held- ur ekkert að segja. " "Vertu þá ekkert að velta þessu fyrir þér, " sagði Kristján og stóð upp. "Það er líklega rétt að fara að drattast áfram. " e. 1. S KÓGAR ELDUR. Skógurinn logar og dýrin streyma niður að fljótinu þungu seigu fljótinu sem vaggar sefinu blíðlega eins og móðir barni og nú á þetta fljót að vernda öll þessi dýr fyrir hinu eyðandi almætti eldsins sem fer ógnarför sína óhindraður um skóginn og dýrin steypa sér í fljótið hópum saman sumum skilar það yfir um öðrum drekkir það í faðmi sínum eftir stendur skógurinn þögull svartur dauður og fljótið vaggar sefinu blíðlega í eilífri kyrrð sinni. SAGA KONUNNAR. í gær var ég hvít lilja stoltu höfði mínu lyfti ég til himins því ég var heilög. Ó líf, hvað gerðist ? Skyndilega var ég svipt heilagleikanum ég var ekki lengur hvít lilja. Nóttin - nóttin var komin það var heit, suðræn nótt þrungin höfgum ilmi og þegar dagaði var ég dökkrauð rós og beið eftir nottinni. i h .

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.