Skólablaðið - 01.02.1961, Side 24
128 -
HÍMöíUMRfÍfl
ÞAÐ er ef til vill þaG starf, sem bíGur flestra
stúlkna fyrr eða síðar á lífsleiöinni. ÞaG er eitt
mikilvægasta starfiö í þjóðfélaginu. Husmæðurnar
eiga að ala upp nýta borgara, og um hendur þeirra
fer mest af fjármunum heimilisins.
Það er stórfurðulegt hve margar stulkur
líta niður á húsmóðurstarfiQ og búast við því,
að allt komi af sjálfu sér, ef þær leggi sig
niður við aG reyna. Því fer þó fjarri.
Starfið er eitt hinna vandasömustu og ábyrgð-
armestu starfa þjóðfélagsins.
Húsmóðirin þarf fyrst og fremst að vera
gædd þolinmæði og kímnigáfu í ríkum mæli,
til þess að hún sleppi sér ekki, þó að argandi
börn æpi á hana úr öVLum áttum sjóði upp úr
pottinum og þvottavélin sé í ólagi. Hún þarf að
vera eins konar þúsundþjalasmiður : málari, dómari, hjúkrunar-
kona, gjaldkeri, einkaritari og yfirskattanefnd, og auk þess garð-
yrkjumaður, þvottakona, eldhússtúlka, rafvirki, sálfræðingur og alfræðiorðabók,
svo að við minnumst ekki á manninn hennar. Fyrir hann þarf hún að vera annað
eins, ef ekki meira.
Margar húsmæður vinna úti, en mér finnst það mikill ókostur, því að ég álít
stað konunnar hvergi nema á heimilinu.
Störf húsmóðurinnar eru mörg og auðvitað ekki öll jafnskemmtileg en hvar
finnst starf, sem ekki er þannig ?
Það er yfirleitt óskadraumur flestra stúlkna aG komast sem fyrst í hjónabandið og
þar af leiðandi aG verða húsmæður, en er það ekki alveg furðulegt, hversu margar mæð-
ur gleyma eða hirða ekki um, að búa dætur sínar undir þetta mikilvæga hlutverk ?
Mér finnst, að gjarnan mætti koma á skyldunámi í húsmæðraskóla, sbr. herskyldu í
ÖQrum löndum.
Víst er það að minnsta kosti, að mörg hjónabönd hafa endað með ósköpum, af því
að allt var í ólagi, þegar eiginmaðurinn kom heim ; þykkt ryklag á öllu. skælandi börn
og viðbrenndur matur. Við öllu þessu hefði mátt gera, ef blessaðar stúlkurnar hugsuðu
ofurlítið um, hvað það væri, sem þær væru að gera, áður en þær steyptu sér í hjóna-
bandið.
Einna helzt mætti líkja húsmóðurinni við vagnstjóra á vatni, sem mismunandi
mörgum hestum er beitt fyrir. Hún verður að sjá um, að vagninn komist áfram, en
það gerir hann ekki, nema allir hestarnir taki á í einu og í sömu átt.
Burtséð frá öllu þessu á hún alltaf að vera miðdepill heimilisins og störf henn-
ar undirstaða hjónabandsins, hvar á jörðinni, sem hún er stödd, og hvernig sem
aðstæður hennar eru.
Það ættu ungu stúlkurnar nú' til dags líka að hugsa svolítið um, áður en þær
fara að hallmæla húsmoQurstarfinu.
Kristín Magnúsdóttir.