Skólablaðið - 01.02.1961, Qupperneq 26
130 -
Eða þegar hann lýsir Les Halles í París
fyrir löndum sínum : "Það er oft gam-
an að vera hjá Les Halles um fjögur-
leytið að næturlagi. Þar er þá fjöldi
fólks að vinna og ys og þys er þar
engu minni en í síldinni fyrir norðan,
þegar bezt gengur."
Sagan "Einmana sálir" lýsir um-
komuleysi tveggja gamalla, fátækra
systra. Önnur þeirra á son erlendis.og
við hann binda þær miklar vonir. Þeg-
ar sonurinn kemur heim eru báðar
gömlu konurnar dánar. Og höfundur
sögunnar segir við hann : "Andrés,
Andrés, gakk þú hægt. Sérðu ekki allar
veikbyggðu minningarnar um hana Maríu
moðursystur þína, sem sofa í þessum
slitnu tröppum? Ó, Andrés, hversvegna
vöknar þér um augu þegar þú minnist
konu, sem villzt hafði á þessa jörð ?"
Ungi maðurinn íyllist gremju yfir lífinu
og hann spyr : "Mun þá aldrei dagur
renna fyrir auðnuleysingjana ? "
Það er áreiðanlega steinhjarta, sem
ekki viknar við lestur sögunnar um
"Skóarann litla frá Villefranche -sur -
Mer". Fátækur skóari er að deyja á
spítala. i ókunnri borg. Hugur hans
reikar heim til áíthaganna, til konu hans
og dóttur, sem bíða hans á fátæklegu
skóaraverkstæði langt í fourtu. Við
fylgjumst með andláti liila skóarans,
hann deyr þarna innan um ókunna menn,
sem kippa sér ekki lengur upp við það,
að einhver hrökkvi upp af. En heima í
Villefranche-sur-Mer eru tvær einmana
konur. "Þær bíða, mæðgurnar, þær
bíða."
Greinilegar framfarir eru sýnilegar
í síðari bókinni. Stxllinn er allur fág-
aðri og frágangur stórum betri.
Auðséð er, að Davíð hefði orðið mikil-
virkur og róttækur rithöfundur, hefði
hann lifað lengur. Til þess skorti hann
hvorki hæfileika né umbótavilja.
Hann elskaði sannleikann og þjáðist með
hinum kúguðu. Sögur hans lýsa einlægu
hugarfari og eru sterkar í látleysi sínu.
Það var íslenzku þjóðinni mikill skaði
að missa hann svo ungan.
Ingibjörg Haraldsdóttir.
RITDÖMUR, frh. af bls. 127.
nautaati. Má af greinum þessum marka
nokkuð, hvernig sálarlífi höfunda þeirra
er háttað.
Minningargreinar koma af og til í
Skólablaðinu. Qftast nær eru þær ritaðar
af hlýhug og virðingu við hinn íátna.
En höfundar þeirra og aðrir, sem hyggj-
ast taka sér penna í hönd og minnast lát-
ins vinar, ættu að varast það, sem ís-
lenzkum stíl nefnist jask, þ. e. ofnotuð
orð og orðtök, sem notuð eru jafnan af
fólki, er heldur, að þessi orðatiltæki til-
heyri í slíkum greinum.
Ég hafði vænzt þess, að Jólahugleiðing
þessa blaðs yrði hresandi ádrepa, hug-
vekja, sem vekti í grundun, en ég varð fyr-
ir ógurlegum vonbrigðum, einkum vegna
þess, að ég vissi Halldór Ármannsson
kunnan að ritleikni og st'ílsnilld. Hugvekja
þessi er óvenju bragðdauf, næstum því
eins efnisrýr og mærðarvella prestanna.
Sé litið í aðrar greinar blaðsins, sézt, að
þær eru flestar sæmilega ritaðar. Grein
ritstjóra er vel tekin saman og skemmtileg
aflestrar, þótt ef til vill ýmsum mætum
mönnum þyki enginn greiði við sig gerður
með því að birta þar í annað sinn skáldskap
og kafla úr greinum, sem þeir hafa ritað
og ort ungir og óþroskaðir. Og heldur þyk-
ir mér hinn ötuli ritstjóri hafa kynlegan
Ijóðasmekk. - Blekslettur eru að þessu
sinni skrifaðar af Guðjóni Albertssyni og
ritstjóra. Guðjón drepur á margt, sem
betur má fara í skólalífinu, en vinnur hins
vegar það afrek að skapa eina þjóð úr
menntaskólanemum. Ef Guðjóni tekst að
hafa hemil á þessari þjóð sinni um ókomna
tíð, þá mun ég virða hann alla stund. -
Skoðanakönnun mun nýlega hafa farið fram
í skólanum og er það merkileg nýlunda, því
að oftast nær eru skoðanir nemenda virtar
að vettugi. Úrslit hennar eru einkar athygl-
isverð og fræðandi. Hafa nefndarmenn unn-
ið gott starf og sennilega heilladrjúgt. Mér
virðist, áð myndasagan aftast í blaðinu sé
samin samkv. úrslitum skoðanakönnunar -
innar um vinsælasta lestrarefnið. En vér
sjöttubekkingar höfum löngum metið slíkt
efni mikils og virðist sem sagan sé gerð og
miðuð við kýmni vora og andlegan þroska.
Vér sjöttubekkingar erum mjög þakklátir
fyrir allt, sem oss er vel gert, ver
Frh. á bls. 132.