Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 10
10 Spegill ársins
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009
Eftir Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Það þarf ekki kynngimagnað innsæi tilað sjá að skuldavandi fullvalda ríkjaverður í brennidepli við lok fyrstaáratugar 21. aldarinnar. Fjármála-
kreppan sem braust fram af fullum þunga árið
2008 var bein afleiðing skuldsetningar og of-
urgírunar vegna nánast óhefts aðgengis að
ódýru fjármagni. Hún leiddi til þess að fjár-
málakerfi heimsins riðaði til falls og koma
þurfti til meiriháttar björgunaraðgerða að hálfu
ríkisstjórna víðsvegar um heim til að afstýri
kerfishruni. Fjármálakerfinu var bjargað – um
sinn að minnsta kosti – en eftir stendur að
grundvallarvandinn hefur ekki verið leystur:
Skuldsetning fjármálageirans hefur að ein-
hverju leyti færst yfir á fullvalda ríki sem hafa
einnig þurft að grípa til meiriháttar út-
gjaldaaukningar til þess að stemma stigu við
djúpri efnahagslægð.
Ekkert er nýtt undir sólinni og sagan veitir
ýmsar vísbendingar um hvað kunni að vera í
vændum. Í bókinni This Time it is Different
rannsaka hagfræðingarnir Kenneth Rogoff og
Carmen Reinhart fjármálakreppur síðustu 800
ára og komast meðal annars að þeirri niður-
stöðu að skuldir ríkja tvöfaldast alla jafna eftir
alvarlegar fjármálakreppur og ná sambæri-
legum stærðum og tíðkast á stríðstímum. Fátt
bendir til þess að mál muni þróast á annan veg í
þetta sinn.
Og það er því ekki að furða að alvarleg staða
ríkisfjármála í Grikklandi annars vegar og
áhyggjur af ábyrgðum furstadæmisins í Dúbaí
vegna fjárfestinga eignarhaldsfélaga sinna hins
vegar hafi skotið mönnum skelk í bringu á und-
anförnum mánuðum. Hræðslan einskorðast
ekki við Grikkland og Dúbaí enda standa
stjórnvöld víða frammi fyrir því að hafa axlað
miklar skuldabyrðar og erfitt verður í sumum
tilvikum að fjármagna þær.
Fyrir ríflega ári var mikið rætt um kanarí-
fugla í kolanámum en leiða má líkum að því
sjónir manna beinist nú í auknum mæli að
ástandi námuvinnslumannanna nú þegar fiður-
fénaðurinn hefur gengið fyrir ætternisstapann.
Ástand námuvinnslumanna er misgott og tví-
sýnt í sumum tilfellum.
Vaxandi fjármagnsþörf fullvalda ríkja á kom-
andi árum mun augljóslega auka eftirspurn eft-
ir sparnaði á fjármálamörkuðum á komandi ár-
um. Það ástand getur ekki varið til lengdar án
þess að fjárfestar fari að krefjast hærri vaxta
fyrir kaup á ríkisskuldabréfum. Markaðir með
ríkisskuldabréf víðsvegar á Vesturlöndum
munu því fá blóð margra til renna hraðar á
næstu árum. Þrátt fyrir að þeir svartsýnismenn
séu til sem telja að bandarísk stjórnvöld muni
lenda í erfiðleikum með að fjármagna sig á
næstu árum verður slíkt að teljast ólíklegt sök-
um þess að yfirburðir hagkerfisins vestanhafs
eru enn óumdeildir. Auk þess hafa þau í krafti
Bandaríkjadalsins getu til þess að grynnka á
skuldum sínum með því að hleypa verðbólgu af
stað. Það sama gildir um önnur ríki sem ráða
yfir gjaldgengnum gjaldmiðlum en segja má að
flest þeirra hafi einmitt reynt að feta þessa leið
á áttunda áratugnum. En hugsanlega er þetta
svigrúm minna en margur telur ekki síst í þeim
ríkjum sem reiða sig á erlenda fjárfesta til þess
að fjármagna skuldabyrði sína. Í þeim tilfellum
þurfa vextir á ríkisskuldabréfum að hækka enn
frekar.
Verðbólguskot í helstu hagkerfum heims
kemur þeim ríkjum sem skulda í annarri mynt
en sinni eigin í sumum tilfellum vel. Hins vegar
gera vaxtahækkanir það ekki þar sem að þær
takmarka aðgengi þeirra að alþjóðlegum fjár-
málamörkuðum meira en ella. Fjárfestar hafa
væntanlega litla lyst á að á að taka stöðu í rík-
isskuldabréfum Langtíburtistan þegar þeir
geta fengið viðunandi ávöxtun á sambærilegum
bréfum í ríki sem þeir þekkja betur til.
Þrátt fyrir að helstu seðlabönkum heims hafi
sennilega tekist að afstýra kerfishruni af völd-
um fjármálafakíra þessa heims þá er vert að
hafa í huga að hinn undirliggjandi vandi hefur
ekki verið leystur. Tilvist hans mun á endanum
brjótast fram í verðbólgu og hærra vaxtastigi
og það mun þrengja mjög að stöðu þeirra ríkja
sem eru nú þegar afar skuldsett. Áhugaverðir
tímar eru framundan.
Skuldir hverfa ekki
Hruni fjármálakerfisins hefur verið afstýrt en skuldirnar munu ekki
hverfa Sjónir beinast nú að vaxandi skuldsetningu fullvalda ríkja
Varúð Skuldsetning framundan.
Reuters
Fúlgur Lágir stýrivextir
og aukning peningamagns
í umferð leiðir á endanum
til verðbólgu.
Vinsælt á Fjölskylda Carradine í upp-
námi vegna ljósmynda
Líklegt að vélin hafi
brotnað í lofti
Var hún of falleg
fyrir fangelsið?
Vann 46
milljónir í Lottó Herferð gegn Íslandi
Barsmíðar gerðu
Jackson ófrjóan
Helstu fréttir ársins 2009
21. Aldrei fleiri
brautskráðir frá HÍ
1.539 brautskráðust frá HÍ
og þar af 22 nemendur úr
diplómanámi fyrir fólk með
þroskahömlun
22. Ók í gegnum fimm hurðir
Ökumaður olli stórtjóni hjá
Slökkviliði höfuðborgarsvæðis-
ins • Lögreglan elti manninn
frá Skógarhlíð að Hverfisgötu
22. Íbúðaverð lækkar áfram
20 prósent lækkun á höfuð-
borgarsvæðinu síðastliðna tólf
mánuði
24. Skólunum gert að
skera niður
Grunnskólar verða að draga
saman útgjöld um8,5 prósent
og famhalsskólar um5prósent
24. Sjóvá tapar yfir 3,2
milljörðum króna í
Hong Kong
29. Göngin framar í röðinni
en tvöföldun þjóðvega
Vaðlaheiðargöng fara í einka-
framkvæmd en ekki tvöföldun
Suðurlandsvegar
Júlí
1. Bretar sýndu hörku þar til
yfir lauk í viðræðunum
Lögðust gegn því ummiðjan
maí að „Landsbanka-
aðferðinni“ yrði beitt
2. Bankahrunið stærra
en Enron
Norskur sérfræðingur segir
málið gríðarlega umfangsmikið
5. Ekki leyfi til að setja
þjóðina á hausinn
Davíð Oddsson gagnrýndi
strax í október 2008 áform um
samninga um Icesave
6. Gjaldeyrisbraskarar
græða
Gjaldeyrishöftin hafa reynst
hvalreki fyrir „haftamiðlara“
7. Óvíst um ábyrgð á Icesave
Áður óbirt álit breskrar
lögmannsstofu sem unnið var
fyrir utanríkisráðherra
9. Utanríkismálanefnd
margklofin um ESB-
ályktunina
•Núningur milli stjórnarliða
• Samfylking vænti samstöðu
• Athugasemdir fulltrúa VG
10. Ný tillaga í Breiðavíkur-
málinu skref aftur á bak
Breiðavíkursamstökin fagna
því að stjórnvöld ræði við þau
en tónninn sé neikvæður
11. 15 milljarða samdráttur
Þorskkvótinn niður í 150
þúsund tonn
14. Seðlabanki gagnrýnir
Fjölmargar athugasemdir Seðla-
bankans við Icesave-samninga í
umsögn bankans til þingsins
15. Ríkið ræður við Icesave
Í umsögn Seðlabankans segir
að efnahagsleg áföll þurfi til
að ríkið geti ekki staðið við
erlendar skuldir
16. Mikil óvissa um ESB
Reiði og pirringur hjá þing-
mönnumstjórnarandstöðunnar
17. Samþykkt að sækja
um aðild
33 alþingismenn samþykktu
að Ísland sækti um aðild að
Evrópusambandinu
20. Stórhætta skapaðist
í eftirför
Ökuníðingur eltur af lögreglunni
upp í Hvalfjörð
23. Lyktir Icesave enn á huldu
Allt að fimm þingmenn VG
tilbúnir að fella Icesave
28. Næsta skref er að svara
þúsundum ítarlegra
spurninga
„Engin hraðleið fyrir Ísland
inn í ESB, en styttri leið,“ segir
Carl Bildt.
Þrátt fyrir kraftmikil
umskipti frá því í
mars var ávöxtun á
bandaríska hluta-
bréfamarkaðnum
mjög léleg á þeim
áratug sem nú er að
líða. Eins og fram
kemur í umfjöllun
The Wall Street Jo-
urnal hefðu fjár-
festar getað ávaxtað fé sitt betur með því
að gera nánast allt annað frá og með alda-
mótum en að kaupa hlutabréf sem eru
skráð í kauphöllinni í New York – þar með
talið að stinga peningum sínum undir kodd-
ann.
Samkvæmt útreikningum blaðsins hefur
ávöxtun á bandaríska hlutabréfamarkaðnum
ekki verið minni í 200 ár á neinum áratug
sé miðað við aldamótin fram til síðari hluta
desembermánaðar. Vísitölur í kauphöllinni í
New York hafa lækkað um 0,5% á hverju ári
að meðaltali frá aldamótum. Hlutabréf
hækkuðu hinsvegar um tæplega 18% að
meðaltali á tíunda áratug síðustu aldar en
ávöxtunin hefur aðeins einu sinni verið
meiri en hún var á sjötta áratugnum.
Ávöxtunin á tíunda áratugnum útskýrir að
einhverju leyti frammistöðuna á þessum
áratug þar sem flest bendir til þess að verð
hlutabréfa hafi verið afar hátt í sögulegu
samhengi við upphaf aldarinnar. Um alda-
mótin var V/H-hlutfall S&P-vísitölunnar 44
en meðaltalið yfir söguna er 16. Í dag er
það 20 samkvæmt Wall Street Journal.
Ömurlegur
áratugur
Það góða í lífinu glat-
ar síður verðmæti sínu
en hið hverfula á tím-
um efnahagskreppu.
Því máli til sönnunar
má benda á að ein
besta fjárfesting síð-
asta áratugar var í eð-
alvíninu Lafite Rot-
hschild, nánar tiltekið
1982 árganginum. Samkvæmt könnun Liv-
ex Fine Wine hækkaði verð á tólf flöskum
af þessu fágæta víni úr 2.613 pundum í
desember árið 1999 í 25 þúsund pund í
desember í ár. Um er að ræða 857% ávöxt-
un á áratugnum. Ljóst er að fáir fjárfest-
ingakostir hafa skilað betri ávöxtun á
þessum undarlega áratug sem senn rennur
í aldanna skaut. Samkvæmt könnun Live-
ex var ávöxtun á hlutabréfum neikvæð um
17,5% á þessu tímabili. Þrátt fyrir að frí-
merkjasöfnun virðist ekki njóta sömu hylli
og áður gátu séðir fjárfestar ávaxtað pund
sitt ágætlega með því að kaupa fágæt frí-
merki. Samkvæmt könnuninni hækkaði
verðmæti safns fágætra frímerkja um 61%
á þessum áratug. Þrátt fyrir að fjárfestar
sem vilja verja sig gegn verðbólgu kaupi
oft listaverk gafst það ekkert sérstaklega
vel á þessum áratug en verð þeirra hækk-
aði aðeins um 9% að meðaltali. Í umfjöll-
un breska blaðsins The Daily Telegraph um
könnun Live-ex kemur meðal annars fram
að eðalvín séu í auknum mæli talin til
góðra fjárfestingakosta og velti markaður-
inn nú um 3 milljörðum Bandaríkjadala á
ári hverju.
Áfeng ávöxtum
gulli betri